Stefna til skrauts? Inga María Árnadóttir skrifar 15. desember 2016 00:00 Í nýrri stefnu Háskóla Íslands 2016-2021 er lögð áhersla á þróun kennsluhátta til að búa nemendur undir áframhaldandi nám, þátttöku í lýðræðislegu samfélagi og fjölbreyttu atvinnulífi. Lögð er áhersla á nýsköpun í kennslu og aukna skuldbindingu nemenda við nám sitt. Er sérstaklega minnst á upptökur fyrirlestra, fjarnám og Panopto upptökukerfið í því samhengi. Jafnframt eru starfsmenn hvattir til starfsþróunar og endurmenntunar.Jafnt aðgengi að námi Við Háskóla Íslands hafa nemendur lengi beitt sér fyrir fjölbreyttari kennsluháttum. Ein helsta krafa stúdenta er að fyrirlestrar séu teknir upp en nokkuð ljóst er að upptaka fyrirlestra myndi gjörbreyta aðgengi fólks til náms. grein formanns Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem birtist fyrr á árinu eru kostir upptöku fyrirlestra fyrir nemendur útlistaðir með skýrum hætti. Auðvelda upptökur m.a. fólki með sjúkdóma eða sem veikist skyndilega, fólki utan af landi eða í vinnu og foreldrum að stunda nám sitt. En þrátt fyrir að kostirnir séu margir og augljósir er ennþá eitthvað sem stendur í vegi fyrir því að kennarar hafi nú þegar tamið sér þau vinnubrögð að taka upp fyrirlestra sína við kennslu. Af hverju stafar þessi hindrun og hvernig er hægt að yfirstíga hana?Andstaða við breytingar Í PISA 2015 könnuninni voru skólastjórar beðnir um að svara hverjar helstu hindranirnar væru þegar kemur að menntun nemenda. Á Íslandi var andstaða starfsfólks við breytingar talin algengust og því næst að kennarar næðu ekki að mæta einstaklingsbundnum þörfum nemenda nógu vel. Ekki er nóg að setja í stefnu háskólans um að leggja skuli áherslu á nýsköpun í kennslu og að kennarar séu hvattir til starfsþróunar og láta þar við sitja. Ef kennarar eru ekki hlynntir breytingum munu þeir ekki breyta neinu í kennslu sinni nema þeir sjái hag af því að brjóta upp mynstrið.Ólíkar áherslur? Þegar tveir ríkisreknir háskólar, Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands, eru bornir saman er gríðarlegur munur þar á. Öllum kennurum í HA er skylt að taka upp þá fyrirlestra sem kenndir eru í fjarkennslu og setja þá inn á netið en í HÍ ræður áhugi og metnaður kennarans því hvort það er gert. Er munurinn sagður vera vegna mikillar áherslu á fjarkennslu í HA og þess vegna hafi verið sett fjármagn í slíkan fjarfundarbúnað þar. Í nýrri stefnu HÍ er þó lögð aukin áhersla á fjarnám og því standast þessi rök ekki lengur neina skoðun. Því er enn mikilvægara en áður að tryggja fjármagn til Háskóla Íslands svo að hægt sé að framfylgja stefnu skólans um fjölbreyttari kennsluhætti.Þörf fyrir áætlun Búið er að setja skýra stefnu fyrir Háskóla Íslands 2016-2021. Stefnur eru gagnslausar ef þeim er ekki framfylgt og því þarf að leggja fram áætlun um hvernig eigi að ná þeim markmiðum sem þar eru sett fram. Ekki er nóg að kennarar séu hvattir til starfsþróunar og endurmenntunar heldur þarf að gera þeim ljóst að ætlast sé til að þeir taki þátt í þróun kennsluhátta. Lendi þeir í tæknilegum vandræðum með búnaðinn verður einnig að vera starfsmaður innan handar til að aðstoða þá (líkt og í HA). Þá væri til dæmis hægt að umbuna kennurum með kennslustigum fyrir upptöku á fyrirlestrum eða fyrir góða einkunn á kennslukönnunum, en kennarar sem stunda fjölbreytta kennsluhætti og taka upp fyrirlestra eru líklegri til að fá betri einkunn á kennslukönnunum en aðrir. Nú lögðu allir stjórnmálaflokkarnir áherslu á að hlúa að menntakerfinu í aðdraganda kosninganna. Ljóst er að það krefst vinnu og fjármagns að færa skóla inn á 21. öldina. Gera þarf skýrari áætlun um hvernig skal ná fram settum markmiðum og hvatinn til að gera breytingar verður að vera til staðar, annars stendur fólk bara í stað. Stöðnun jafngildir jú afturför. Ef við ætlum ekki að dragast enn lengra aftur úr þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við þurfum við að leggja aukna áherslu á framþróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Í nýrri stefnu Háskóla Íslands 2016-2021 er lögð áhersla á þróun kennsluhátta til að búa nemendur undir áframhaldandi nám, þátttöku í lýðræðislegu samfélagi og fjölbreyttu atvinnulífi. Lögð er áhersla á nýsköpun í kennslu og aukna skuldbindingu nemenda við nám sitt. Er sérstaklega minnst á upptökur fyrirlestra, fjarnám og Panopto upptökukerfið í því samhengi. Jafnframt eru starfsmenn hvattir til starfsþróunar og endurmenntunar.Jafnt aðgengi að námi Við Háskóla Íslands hafa nemendur lengi beitt sér fyrir fjölbreyttari kennsluháttum. Ein helsta krafa stúdenta er að fyrirlestrar séu teknir upp en nokkuð ljóst er að upptaka fyrirlestra myndi gjörbreyta aðgengi fólks til náms. grein formanns Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem birtist fyrr á árinu eru kostir upptöku fyrirlestra fyrir nemendur útlistaðir með skýrum hætti. Auðvelda upptökur m.a. fólki með sjúkdóma eða sem veikist skyndilega, fólki utan af landi eða í vinnu og foreldrum að stunda nám sitt. En þrátt fyrir að kostirnir séu margir og augljósir er ennþá eitthvað sem stendur í vegi fyrir því að kennarar hafi nú þegar tamið sér þau vinnubrögð að taka upp fyrirlestra sína við kennslu. Af hverju stafar þessi hindrun og hvernig er hægt að yfirstíga hana?Andstaða við breytingar Í PISA 2015 könnuninni voru skólastjórar beðnir um að svara hverjar helstu hindranirnar væru þegar kemur að menntun nemenda. Á Íslandi var andstaða starfsfólks við breytingar talin algengust og því næst að kennarar næðu ekki að mæta einstaklingsbundnum þörfum nemenda nógu vel. Ekki er nóg að setja í stefnu háskólans um að leggja skuli áherslu á nýsköpun í kennslu og að kennarar séu hvattir til starfsþróunar og láta þar við sitja. Ef kennarar eru ekki hlynntir breytingum munu þeir ekki breyta neinu í kennslu sinni nema þeir sjái hag af því að brjóta upp mynstrið.Ólíkar áherslur? Þegar tveir ríkisreknir háskólar, Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands, eru bornir saman er gríðarlegur munur þar á. Öllum kennurum í HA er skylt að taka upp þá fyrirlestra sem kenndir eru í fjarkennslu og setja þá inn á netið en í HÍ ræður áhugi og metnaður kennarans því hvort það er gert. Er munurinn sagður vera vegna mikillar áherslu á fjarkennslu í HA og þess vegna hafi verið sett fjármagn í slíkan fjarfundarbúnað þar. Í nýrri stefnu HÍ er þó lögð aukin áhersla á fjarnám og því standast þessi rök ekki lengur neina skoðun. Því er enn mikilvægara en áður að tryggja fjármagn til Háskóla Íslands svo að hægt sé að framfylgja stefnu skólans um fjölbreyttari kennsluhætti.Þörf fyrir áætlun Búið er að setja skýra stefnu fyrir Háskóla Íslands 2016-2021. Stefnur eru gagnslausar ef þeim er ekki framfylgt og því þarf að leggja fram áætlun um hvernig eigi að ná þeim markmiðum sem þar eru sett fram. Ekki er nóg að kennarar séu hvattir til starfsþróunar og endurmenntunar heldur þarf að gera þeim ljóst að ætlast sé til að þeir taki þátt í þróun kennsluhátta. Lendi þeir í tæknilegum vandræðum með búnaðinn verður einnig að vera starfsmaður innan handar til að aðstoða þá (líkt og í HA). Þá væri til dæmis hægt að umbuna kennurum með kennslustigum fyrir upptöku á fyrirlestrum eða fyrir góða einkunn á kennslukönnunum, en kennarar sem stunda fjölbreytta kennsluhætti og taka upp fyrirlestra eru líklegri til að fá betri einkunn á kennslukönnunum en aðrir. Nú lögðu allir stjórnmálaflokkarnir áherslu á að hlúa að menntakerfinu í aðdraganda kosninganna. Ljóst er að það krefst vinnu og fjármagns að færa skóla inn á 21. öldina. Gera þarf skýrari áætlun um hvernig skal ná fram settum markmiðum og hvatinn til að gera breytingar verður að vera til staðar, annars stendur fólk bara í stað. Stöðnun jafngildir jú afturför. Ef við ætlum ekki að dragast enn lengra aftur úr þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við þurfum við að leggja aukna áherslu á framþróun.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun