Stefna til skrauts? Inga María Árnadóttir skrifar 15. desember 2016 00:00 Í nýrri stefnu Háskóla Íslands 2016-2021 er lögð áhersla á þróun kennsluhátta til að búa nemendur undir áframhaldandi nám, þátttöku í lýðræðislegu samfélagi og fjölbreyttu atvinnulífi. Lögð er áhersla á nýsköpun í kennslu og aukna skuldbindingu nemenda við nám sitt. Er sérstaklega minnst á upptökur fyrirlestra, fjarnám og Panopto upptökukerfið í því samhengi. Jafnframt eru starfsmenn hvattir til starfsþróunar og endurmenntunar.Jafnt aðgengi að námi Við Háskóla Íslands hafa nemendur lengi beitt sér fyrir fjölbreyttari kennsluháttum. Ein helsta krafa stúdenta er að fyrirlestrar séu teknir upp en nokkuð ljóst er að upptaka fyrirlestra myndi gjörbreyta aðgengi fólks til náms. grein formanns Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem birtist fyrr á árinu eru kostir upptöku fyrirlestra fyrir nemendur útlistaðir með skýrum hætti. Auðvelda upptökur m.a. fólki með sjúkdóma eða sem veikist skyndilega, fólki utan af landi eða í vinnu og foreldrum að stunda nám sitt. En þrátt fyrir að kostirnir séu margir og augljósir er ennþá eitthvað sem stendur í vegi fyrir því að kennarar hafi nú þegar tamið sér þau vinnubrögð að taka upp fyrirlestra sína við kennslu. Af hverju stafar þessi hindrun og hvernig er hægt að yfirstíga hana?Andstaða við breytingar Í PISA 2015 könnuninni voru skólastjórar beðnir um að svara hverjar helstu hindranirnar væru þegar kemur að menntun nemenda. Á Íslandi var andstaða starfsfólks við breytingar talin algengust og því næst að kennarar næðu ekki að mæta einstaklingsbundnum þörfum nemenda nógu vel. Ekki er nóg að setja í stefnu háskólans um að leggja skuli áherslu á nýsköpun í kennslu og að kennarar séu hvattir til starfsþróunar og láta þar við sitja. Ef kennarar eru ekki hlynntir breytingum munu þeir ekki breyta neinu í kennslu sinni nema þeir sjái hag af því að brjóta upp mynstrið.Ólíkar áherslur? Þegar tveir ríkisreknir háskólar, Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands, eru bornir saman er gríðarlegur munur þar á. Öllum kennurum í HA er skylt að taka upp þá fyrirlestra sem kenndir eru í fjarkennslu og setja þá inn á netið en í HÍ ræður áhugi og metnaður kennarans því hvort það er gert. Er munurinn sagður vera vegna mikillar áherslu á fjarkennslu í HA og þess vegna hafi verið sett fjármagn í slíkan fjarfundarbúnað þar. Í nýrri stefnu HÍ er þó lögð aukin áhersla á fjarnám og því standast þessi rök ekki lengur neina skoðun. Því er enn mikilvægara en áður að tryggja fjármagn til Háskóla Íslands svo að hægt sé að framfylgja stefnu skólans um fjölbreyttari kennsluhætti.Þörf fyrir áætlun Búið er að setja skýra stefnu fyrir Háskóla Íslands 2016-2021. Stefnur eru gagnslausar ef þeim er ekki framfylgt og því þarf að leggja fram áætlun um hvernig eigi að ná þeim markmiðum sem þar eru sett fram. Ekki er nóg að kennarar séu hvattir til starfsþróunar og endurmenntunar heldur þarf að gera þeim ljóst að ætlast sé til að þeir taki þátt í þróun kennsluhátta. Lendi þeir í tæknilegum vandræðum með búnaðinn verður einnig að vera starfsmaður innan handar til að aðstoða þá (líkt og í HA). Þá væri til dæmis hægt að umbuna kennurum með kennslustigum fyrir upptöku á fyrirlestrum eða fyrir góða einkunn á kennslukönnunum, en kennarar sem stunda fjölbreytta kennsluhætti og taka upp fyrirlestra eru líklegri til að fá betri einkunn á kennslukönnunum en aðrir. Nú lögðu allir stjórnmálaflokkarnir áherslu á að hlúa að menntakerfinu í aðdraganda kosninganna. Ljóst er að það krefst vinnu og fjármagns að færa skóla inn á 21. öldina. Gera þarf skýrari áætlun um hvernig skal ná fram settum markmiðum og hvatinn til að gera breytingar verður að vera til staðar, annars stendur fólk bara í stað. Stöðnun jafngildir jú afturför. Ef við ætlum ekki að dragast enn lengra aftur úr þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við þurfum við að leggja aukna áherslu á framþróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Í nýrri stefnu Háskóla Íslands 2016-2021 er lögð áhersla á þróun kennsluhátta til að búa nemendur undir áframhaldandi nám, þátttöku í lýðræðislegu samfélagi og fjölbreyttu atvinnulífi. Lögð er áhersla á nýsköpun í kennslu og aukna skuldbindingu nemenda við nám sitt. Er sérstaklega minnst á upptökur fyrirlestra, fjarnám og Panopto upptökukerfið í því samhengi. Jafnframt eru starfsmenn hvattir til starfsþróunar og endurmenntunar.Jafnt aðgengi að námi Við Háskóla Íslands hafa nemendur lengi beitt sér fyrir fjölbreyttari kennsluháttum. Ein helsta krafa stúdenta er að fyrirlestrar séu teknir upp en nokkuð ljóst er að upptaka fyrirlestra myndi gjörbreyta aðgengi fólks til náms. grein formanns Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem birtist fyrr á árinu eru kostir upptöku fyrirlestra fyrir nemendur útlistaðir með skýrum hætti. Auðvelda upptökur m.a. fólki með sjúkdóma eða sem veikist skyndilega, fólki utan af landi eða í vinnu og foreldrum að stunda nám sitt. En þrátt fyrir að kostirnir séu margir og augljósir er ennþá eitthvað sem stendur í vegi fyrir því að kennarar hafi nú þegar tamið sér þau vinnubrögð að taka upp fyrirlestra sína við kennslu. Af hverju stafar þessi hindrun og hvernig er hægt að yfirstíga hana?Andstaða við breytingar Í PISA 2015 könnuninni voru skólastjórar beðnir um að svara hverjar helstu hindranirnar væru þegar kemur að menntun nemenda. Á Íslandi var andstaða starfsfólks við breytingar talin algengust og því næst að kennarar næðu ekki að mæta einstaklingsbundnum þörfum nemenda nógu vel. Ekki er nóg að setja í stefnu háskólans um að leggja skuli áherslu á nýsköpun í kennslu og að kennarar séu hvattir til starfsþróunar og láta þar við sitja. Ef kennarar eru ekki hlynntir breytingum munu þeir ekki breyta neinu í kennslu sinni nema þeir sjái hag af því að brjóta upp mynstrið.Ólíkar áherslur? Þegar tveir ríkisreknir háskólar, Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands, eru bornir saman er gríðarlegur munur þar á. Öllum kennurum í HA er skylt að taka upp þá fyrirlestra sem kenndir eru í fjarkennslu og setja þá inn á netið en í HÍ ræður áhugi og metnaður kennarans því hvort það er gert. Er munurinn sagður vera vegna mikillar áherslu á fjarkennslu í HA og þess vegna hafi verið sett fjármagn í slíkan fjarfundarbúnað þar. Í nýrri stefnu HÍ er þó lögð aukin áhersla á fjarnám og því standast þessi rök ekki lengur neina skoðun. Því er enn mikilvægara en áður að tryggja fjármagn til Háskóla Íslands svo að hægt sé að framfylgja stefnu skólans um fjölbreyttari kennsluhætti.Þörf fyrir áætlun Búið er að setja skýra stefnu fyrir Háskóla Íslands 2016-2021. Stefnur eru gagnslausar ef þeim er ekki framfylgt og því þarf að leggja fram áætlun um hvernig eigi að ná þeim markmiðum sem þar eru sett fram. Ekki er nóg að kennarar séu hvattir til starfsþróunar og endurmenntunar heldur þarf að gera þeim ljóst að ætlast sé til að þeir taki þátt í þróun kennsluhátta. Lendi þeir í tæknilegum vandræðum með búnaðinn verður einnig að vera starfsmaður innan handar til að aðstoða þá (líkt og í HA). Þá væri til dæmis hægt að umbuna kennurum með kennslustigum fyrir upptöku á fyrirlestrum eða fyrir góða einkunn á kennslukönnunum, en kennarar sem stunda fjölbreytta kennsluhætti og taka upp fyrirlestra eru líklegri til að fá betri einkunn á kennslukönnunum en aðrir. Nú lögðu allir stjórnmálaflokkarnir áherslu á að hlúa að menntakerfinu í aðdraganda kosninganna. Ljóst er að það krefst vinnu og fjármagns að færa skóla inn á 21. öldina. Gera þarf skýrari áætlun um hvernig skal ná fram settum markmiðum og hvatinn til að gera breytingar verður að vera til staðar, annars stendur fólk bara í stað. Stöðnun jafngildir jú afturför. Ef við ætlum ekki að dragast enn lengra aftur úr þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við þurfum við að leggja aukna áherslu á framþróun.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun