Er þekking og færni mælanleg? Lára Lilliendahl Magnúsdóttir skrifar 16. desember 2016 07:00 Í ljósi þess að niðurstöður PISA-prófanna hafa nýlega verið gerðar opinberar, vil ég benda á mikilvæga spurningu sem oft gleymist. Spurningin er hvort hægt sé að mæla þekkingu og færni? Þessi pistill á sér mikla og langa forvinnu sem ég ætla hvorki að fara í kjölinn á né að fara í öll smáatriðin sem styðja það að PISA-prófin og niðurstöður þeirra á að taka með mjög miklum fyrirvara og efasemdum hvað varðar gildi þeirra. En fyrir áhugasama vil ég benda á meistararitgerðina mína „Are Knowledge and Skills Measurable?“ þar sem ég grandskoða þessa spurningu með tilliti til PISA-prófanna. Ég fullyrði það að niðurstöður PISA-prófanna á að taka með fyrirvara vegna þess að þekking og færni eru flókin fyrirbæri, og þetta á sérstaklega við þegar árangur náms er mældur og greindur með stöðluðum mælikvarða. Þetta er vegna þess að staðbundin áhrif, viðhorf nemandans, líkamlegt og tilfinningalegt ástand nemandans, menning, hefðir, hvatning, skyldutilfinning og svo margt annað hefur áhrif á það hvernig þekking og færni einstaklings verður til og hvernig hann/hún getur nýtt sér þessa eiginleika í mismunandi raunverulegum aðstæðum. Á meðan ekki er hægt að útiloka þessi áhrif til fulls við prófanir á víðtækri þekkingu og færni, ber að hafa það í huga að niðurstöður PISA gefa ekki rétta mynd af því sem prófað er.Virðist engin áhrif hafa Við hönnun PISA-prófanna er reynt að taka tillit til nokkurra þessara þátta, en það er ómögulegt að segja til um hvernig það lukkast vegna þess að enn er ekki til staðlaður mælikvarði fyrir þessa áhrifaþætti og þá er ekki hægt að taka tillit til þeirra þegar niðurstöðurnar eru reiknaðar. Þrátt fyrir mikla og reglulega gagnrýni sem sýnir fram á að PISA-prófin skuli taka með fyrirvara með tilliti til þessara fáu áhrifaþátta sem ég nefni sem dæmi, og annarra atriða, þá virðist það engin áhrif hafa á stjórnvöld og stjórnendur skóla hvað varðar viðurkenningu þeirra á PISA-könnununum. Þetta sést til dæmis í minnkandi áherslu á listræn fög, lengri viðveru í skólum og aukna áherslu á raungreinar og lestur. Með þessum orðum vil ég alls ekki draga úr mikilvægi þessara greina, heldur frekar benda á mikilvægi allra greina. Hvað er þekking og færni? Þessi spurning hefur plagað marga vísindamenn og heimspekinga og gerir enn. Vandamálið er flókið og felur í sér til dæmis meðvitund um það sem við vitum og erum áskynja, en einnig það sem við skynjum en erum ekki meðvituð um. Til dæmis þegar við munum allt í einu eftir ákveðinni manneskju, atburðum eða staðreyndum. Við erum ekki alltaf meðvituð um hvað það er sem framkallar minningarnar en oft tengist það til dæmis umhverfinu, lykt eða lagi sem við heyrum. Í öðrum kringumstæðum gætum við hins vegar átt í erfiðleikum með að kalla fram minningar og þekkingu sem við þurfum á að halda. Þegar þekking og færni eru skilgreind verður að vera hægt að segja nákvæmlega á hverju þessi fyrirbæri byggjast og hvað hefur áhrif á þau til þess að geta sagt með vissu hvort einstaklingurinn búi yfir þeim. Þess vegna spyr ég alveg eins og svo margir hafa spurt: Er þekking það að muna? Er þekking fólgin í því að þekkja margar staðreyndir? Er færnin í því að framkvæma einhverja aðgerð (að kunna eitthvað) fólgin í því að þekkja allar staðreyndir varðandi þá aðgerð? Er hægt að skilja þessi fyrirbæri þannig að hægt sé að segja að maður viti en á sama tíma að maður kunni ekki, eða eru þau af sama toga og óaðskiljanleg? Samkvæmt kenningarramma PISA og þeim fræðum sem hann byggir á eiga nemendur að vera búnir að læra aðferðir og staðreyndir jafnframt því að búa yfir færninni til þess að nýta sér þessa þekkingu í hvers konar aðstæðum sem er. Það er auðvitað óskandi og mjög líklegt að mun fleiri nemendur geti þetta en þeir sem geta sýnt fram á það í PISA-prófunum. Prófin eru nefnilega bara mælikvarði á það hvað nemandinn getur í prófinu sjálfu, en ekki í raunverulegum aðstæðum eins og markmið PISA-prófanna segir til um. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi þess að niðurstöður PISA-prófanna hafa nýlega verið gerðar opinberar, vil ég benda á mikilvæga spurningu sem oft gleymist. Spurningin er hvort hægt sé að mæla þekkingu og færni? Þessi pistill á sér mikla og langa forvinnu sem ég ætla hvorki að fara í kjölinn á né að fara í öll smáatriðin sem styðja það að PISA-prófin og niðurstöður þeirra á að taka með mjög miklum fyrirvara og efasemdum hvað varðar gildi þeirra. En fyrir áhugasama vil ég benda á meistararitgerðina mína „Are Knowledge and Skills Measurable?“ þar sem ég grandskoða þessa spurningu með tilliti til PISA-prófanna. Ég fullyrði það að niðurstöður PISA-prófanna á að taka með fyrirvara vegna þess að þekking og færni eru flókin fyrirbæri, og þetta á sérstaklega við þegar árangur náms er mældur og greindur með stöðluðum mælikvarða. Þetta er vegna þess að staðbundin áhrif, viðhorf nemandans, líkamlegt og tilfinningalegt ástand nemandans, menning, hefðir, hvatning, skyldutilfinning og svo margt annað hefur áhrif á það hvernig þekking og færni einstaklings verður til og hvernig hann/hún getur nýtt sér þessa eiginleika í mismunandi raunverulegum aðstæðum. Á meðan ekki er hægt að útiloka þessi áhrif til fulls við prófanir á víðtækri þekkingu og færni, ber að hafa það í huga að niðurstöður PISA gefa ekki rétta mynd af því sem prófað er.Virðist engin áhrif hafa Við hönnun PISA-prófanna er reynt að taka tillit til nokkurra þessara þátta, en það er ómögulegt að segja til um hvernig það lukkast vegna þess að enn er ekki til staðlaður mælikvarði fyrir þessa áhrifaþætti og þá er ekki hægt að taka tillit til þeirra þegar niðurstöðurnar eru reiknaðar. Þrátt fyrir mikla og reglulega gagnrýni sem sýnir fram á að PISA-prófin skuli taka með fyrirvara með tilliti til þessara fáu áhrifaþátta sem ég nefni sem dæmi, og annarra atriða, þá virðist það engin áhrif hafa á stjórnvöld og stjórnendur skóla hvað varðar viðurkenningu þeirra á PISA-könnununum. Þetta sést til dæmis í minnkandi áherslu á listræn fög, lengri viðveru í skólum og aukna áherslu á raungreinar og lestur. Með þessum orðum vil ég alls ekki draga úr mikilvægi þessara greina, heldur frekar benda á mikilvægi allra greina. Hvað er þekking og færni? Þessi spurning hefur plagað marga vísindamenn og heimspekinga og gerir enn. Vandamálið er flókið og felur í sér til dæmis meðvitund um það sem við vitum og erum áskynja, en einnig það sem við skynjum en erum ekki meðvituð um. Til dæmis þegar við munum allt í einu eftir ákveðinni manneskju, atburðum eða staðreyndum. Við erum ekki alltaf meðvituð um hvað það er sem framkallar minningarnar en oft tengist það til dæmis umhverfinu, lykt eða lagi sem við heyrum. Í öðrum kringumstæðum gætum við hins vegar átt í erfiðleikum með að kalla fram minningar og þekkingu sem við þurfum á að halda. Þegar þekking og færni eru skilgreind verður að vera hægt að segja nákvæmlega á hverju þessi fyrirbæri byggjast og hvað hefur áhrif á þau til þess að geta sagt með vissu hvort einstaklingurinn búi yfir þeim. Þess vegna spyr ég alveg eins og svo margir hafa spurt: Er þekking það að muna? Er þekking fólgin í því að þekkja margar staðreyndir? Er færnin í því að framkvæma einhverja aðgerð (að kunna eitthvað) fólgin í því að þekkja allar staðreyndir varðandi þá aðgerð? Er hægt að skilja þessi fyrirbæri þannig að hægt sé að segja að maður viti en á sama tíma að maður kunni ekki, eða eru þau af sama toga og óaðskiljanleg? Samkvæmt kenningarramma PISA og þeim fræðum sem hann byggir á eiga nemendur að vera búnir að læra aðferðir og staðreyndir jafnframt því að búa yfir færninni til þess að nýta sér þessa þekkingu í hvers konar aðstæðum sem er. Það er auðvitað óskandi og mjög líklegt að mun fleiri nemendur geti þetta en þeir sem geta sýnt fram á það í PISA-prófunum. Prófin eru nefnilega bara mælikvarði á það hvað nemandinn getur í prófinu sjálfu, en ekki í raunverulegum aðstæðum eins og markmið PISA-prófanna segir til um. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun