Er þekking og færni mælanleg? Lára Lilliendahl Magnúsdóttir skrifar 16. desember 2016 07:00 Í ljósi þess að niðurstöður PISA-prófanna hafa nýlega verið gerðar opinberar, vil ég benda á mikilvæga spurningu sem oft gleymist. Spurningin er hvort hægt sé að mæla þekkingu og færni? Þessi pistill á sér mikla og langa forvinnu sem ég ætla hvorki að fara í kjölinn á né að fara í öll smáatriðin sem styðja það að PISA-prófin og niðurstöður þeirra á að taka með mjög miklum fyrirvara og efasemdum hvað varðar gildi þeirra. En fyrir áhugasama vil ég benda á meistararitgerðina mína „Are Knowledge and Skills Measurable?“ þar sem ég grandskoða þessa spurningu með tilliti til PISA-prófanna. Ég fullyrði það að niðurstöður PISA-prófanna á að taka með fyrirvara vegna þess að þekking og færni eru flókin fyrirbæri, og þetta á sérstaklega við þegar árangur náms er mældur og greindur með stöðluðum mælikvarða. Þetta er vegna þess að staðbundin áhrif, viðhorf nemandans, líkamlegt og tilfinningalegt ástand nemandans, menning, hefðir, hvatning, skyldutilfinning og svo margt annað hefur áhrif á það hvernig þekking og færni einstaklings verður til og hvernig hann/hún getur nýtt sér þessa eiginleika í mismunandi raunverulegum aðstæðum. Á meðan ekki er hægt að útiloka þessi áhrif til fulls við prófanir á víðtækri þekkingu og færni, ber að hafa það í huga að niðurstöður PISA gefa ekki rétta mynd af því sem prófað er.Virðist engin áhrif hafa Við hönnun PISA-prófanna er reynt að taka tillit til nokkurra þessara þátta, en það er ómögulegt að segja til um hvernig það lukkast vegna þess að enn er ekki til staðlaður mælikvarði fyrir þessa áhrifaþætti og þá er ekki hægt að taka tillit til þeirra þegar niðurstöðurnar eru reiknaðar. Þrátt fyrir mikla og reglulega gagnrýni sem sýnir fram á að PISA-prófin skuli taka með fyrirvara með tilliti til þessara fáu áhrifaþátta sem ég nefni sem dæmi, og annarra atriða, þá virðist það engin áhrif hafa á stjórnvöld og stjórnendur skóla hvað varðar viðurkenningu þeirra á PISA-könnununum. Þetta sést til dæmis í minnkandi áherslu á listræn fög, lengri viðveru í skólum og aukna áherslu á raungreinar og lestur. Með þessum orðum vil ég alls ekki draga úr mikilvægi þessara greina, heldur frekar benda á mikilvægi allra greina. Hvað er þekking og færni? Þessi spurning hefur plagað marga vísindamenn og heimspekinga og gerir enn. Vandamálið er flókið og felur í sér til dæmis meðvitund um það sem við vitum og erum áskynja, en einnig það sem við skynjum en erum ekki meðvituð um. Til dæmis þegar við munum allt í einu eftir ákveðinni manneskju, atburðum eða staðreyndum. Við erum ekki alltaf meðvituð um hvað það er sem framkallar minningarnar en oft tengist það til dæmis umhverfinu, lykt eða lagi sem við heyrum. Í öðrum kringumstæðum gætum við hins vegar átt í erfiðleikum með að kalla fram minningar og þekkingu sem við þurfum á að halda. Þegar þekking og færni eru skilgreind verður að vera hægt að segja nákvæmlega á hverju þessi fyrirbæri byggjast og hvað hefur áhrif á þau til þess að geta sagt með vissu hvort einstaklingurinn búi yfir þeim. Þess vegna spyr ég alveg eins og svo margir hafa spurt: Er þekking það að muna? Er þekking fólgin í því að þekkja margar staðreyndir? Er færnin í því að framkvæma einhverja aðgerð (að kunna eitthvað) fólgin í því að þekkja allar staðreyndir varðandi þá aðgerð? Er hægt að skilja þessi fyrirbæri þannig að hægt sé að segja að maður viti en á sama tíma að maður kunni ekki, eða eru þau af sama toga og óaðskiljanleg? Samkvæmt kenningarramma PISA og þeim fræðum sem hann byggir á eiga nemendur að vera búnir að læra aðferðir og staðreyndir jafnframt því að búa yfir færninni til þess að nýta sér þessa þekkingu í hvers konar aðstæðum sem er. Það er auðvitað óskandi og mjög líklegt að mun fleiri nemendur geti þetta en þeir sem geta sýnt fram á það í PISA-prófunum. Prófin eru nefnilega bara mælikvarði á það hvað nemandinn getur í prófinu sjálfu, en ekki í raunverulegum aðstæðum eins og markmið PISA-prófanna segir til um. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Í ljósi þess að niðurstöður PISA-prófanna hafa nýlega verið gerðar opinberar, vil ég benda á mikilvæga spurningu sem oft gleymist. Spurningin er hvort hægt sé að mæla þekkingu og færni? Þessi pistill á sér mikla og langa forvinnu sem ég ætla hvorki að fara í kjölinn á né að fara í öll smáatriðin sem styðja það að PISA-prófin og niðurstöður þeirra á að taka með mjög miklum fyrirvara og efasemdum hvað varðar gildi þeirra. En fyrir áhugasama vil ég benda á meistararitgerðina mína „Are Knowledge and Skills Measurable?“ þar sem ég grandskoða þessa spurningu með tilliti til PISA-prófanna. Ég fullyrði það að niðurstöður PISA-prófanna á að taka með fyrirvara vegna þess að þekking og færni eru flókin fyrirbæri, og þetta á sérstaklega við þegar árangur náms er mældur og greindur með stöðluðum mælikvarða. Þetta er vegna þess að staðbundin áhrif, viðhorf nemandans, líkamlegt og tilfinningalegt ástand nemandans, menning, hefðir, hvatning, skyldutilfinning og svo margt annað hefur áhrif á það hvernig þekking og færni einstaklings verður til og hvernig hann/hún getur nýtt sér þessa eiginleika í mismunandi raunverulegum aðstæðum. Á meðan ekki er hægt að útiloka þessi áhrif til fulls við prófanir á víðtækri þekkingu og færni, ber að hafa það í huga að niðurstöður PISA gefa ekki rétta mynd af því sem prófað er.Virðist engin áhrif hafa Við hönnun PISA-prófanna er reynt að taka tillit til nokkurra þessara þátta, en það er ómögulegt að segja til um hvernig það lukkast vegna þess að enn er ekki til staðlaður mælikvarði fyrir þessa áhrifaþætti og þá er ekki hægt að taka tillit til þeirra þegar niðurstöðurnar eru reiknaðar. Þrátt fyrir mikla og reglulega gagnrýni sem sýnir fram á að PISA-prófin skuli taka með fyrirvara með tilliti til þessara fáu áhrifaþátta sem ég nefni sem dæmi, og annarra atriða, þá virðist það engin áhrif hafa á stjórnvöld og stjórnendur skóla hvað varðar viðurkenningu þeirra á PISA-könnununum. Þetta sést til dæmis í minnkandi áherslu á listræn fög, lengri viðveru í skólum og aukna áherslu á raungreinar og lestur. Með þessum orðum vil ég alls ekki draga úr mikilvægi þessara greina, heldur frekar benda á mikilvægi allra greina. Hvað er þekking og færni? Þessi spurning hefur plagað marga vísindamenn og heimspekinga og gerir enn. Vandamálið er flókið og felur í sér til dæmis meðvitund um það sem við vitum og erum áskynja, en einnig það sem við skynjum en erum ekki meðvituð um. Til dæmis þegar við munum allt í einu eftir ákveðinni manneskju, atburðum eða staðreyndum. Við erum ekki alltaf meðvituð um hvað það er sem framkallar minningarnar en oft tengist það til dæmis umhverfinu, lykt eða lagi sem við heyrum. Í öðrum kringumstæðum gætum við hins vegar átt í erfiðleikum með að kalla fram minningar og þekkingu sem við þurfum á að halda. Þegar þekking og færni eru skilgreind verður að vera hægt að segja nákvæmlega á hverju þessi fyrirbæri byggjast og hvað hefur áhrif á þau til þess að geta sagt með vissu hvort einstaklingurinn búi yfir þeim. Þess vegna spyr ég alveg eins og svo margir hafa spurt: Er þekking það að muna? Er þekking fólgin í því að þekkja margar staðreyndir? Er færnin í því að framkvæma einhverja aðgerð (að kunna eitthvað) fólgin í því að þekkja allar staðreyndir varðandi þá aðgerð? Er hægt að skilja þessi fyrirbæri þannig að hægt sé að segja að maður viti en á sama tíma að maður kunni ekki, eða eru þau af sama toga og óaðskiljanleg? Samkvæmt kenningarramma PISA og þeim fræðum sem hann byggir á eiga nemendur að vera búnir að læra aðferðir og staðreyndir jafnframt því að búa yfir færninni til þess að nýta sér þessa þekkingu í hvers konar aðstæðum sem er. Það er auðvitað óskandi og mjög líklegt að mun fleiri nemendur geti þetta en þeir sem geta sýnt fram á það í PISA-prófunum. Prófin eru nefnilega bara mælikvarði á það hvað nemandinn getur í prófinu sjálfu, en ekki í raunverulegum aðstæðum eins og markmið PISA-prófanna segir til um. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun