Þegar tröllið stal heilsunni, jólunum og hamingjunni Þórhallur Heimisson skrifar 16. desember 2016 07:00 Já, ég er orðin alveg stíf í hnakkanum og öxlunum aftur alveg eins og í fyrra,“ sagði hún. „Svo sef ég líka illa,“ bætir hún við „er andvaka allar nætur. Er eitthvað sem ég get gert í þessu?“ heldur hún áfram. „Um hvað ertu að hugsa á nóttunni þegar þú getur ekki sofið?“ spurði ég hana. „Allt og ekkert. Hugsanirnar þeytast bara um, hring eftir hring. Ég hugsa um allt það sem ég á eftir að gera, börnin og vinnuna til dæmis. Og þá fæ ég í magann. Ég og M., maðurinn minn, eigum þrjú börn, átta, tólf og fjórtán ára. Þau eru á fullu í félagsstarfi. En ég verð stundum svo þreytt á öllu veseninu í kringum þetta allt. Og það er sko margt sem við foreldrarnir eigum að gera í þessu öllu. Við eigum að koma á alla foreldrafundi og auðvitað líka foreldrafundina í skólanum. Það þarf líka að skutlast með börnin í flest. Og núna fyrir jólin nær þetta algeru hámarki með jólatónleikum og jólasýningum og jólaskemmtunum. Stundum líður mér eins og ég sé að reka flutningafyrirtæki!“ „Ertu ein að standa í þessu öllu,“ spurði ég. „Maðurinn minn er svo upptekinn í vinnunni, hann þarf oft að vinna yfirvinnu og þá fær hann að vita af því með mjög stuttum fyrirvara. Börnin lenda því að mestu á mér. Ég er líka að vinna, en bara hálfan daginn. Þannig að okkur veitir ekkert af peningunum sem maðurinn minn vinnur inn, erum að byggja og allt það.“ „Hvernig líður ykkur þá saman núna?“ sagði ég. „Okkur hefur nú oft liðið betur. Mér finnst ég vera svo mikið ein. Ég veit varla hvort okkur þykir vænt um hvort annað lengur, tilfinningarnar eru að mestu horfnar. Svo eru jólin að koma með öllu jólaveseninu. Ég velti því oft fyrir mér hvernig þetta muni nú allt saman enda…“ Það eru víst margir sem velta því fyrir sér eins og G. hvernig þeirra líf muni nú fara. Ætli við séum ekki of mörg föst í einhverri ofkeyrslu sem kemur niður á okkur bæði andlega og líkamlega núna fyrir jólin. Stundum verður keyrslan innan fjölskyldunnar og allar kröfurnar sem við viljum standast, eins og eitthvert óviðráðanlegt tröll sem stelur frá okkur kröftum og hamingju. Látum ekki tröllin stela heilsunni og hamingjunni frá okkur fyrir þessi jól. En hvað er til ráða? Hér fylgir lítill listi, jólagjöf til ykkar, sem þið getið hengt á ísskápinn heima og tékkað á þegar jólastressið fer að segja til sín.Gátlisti hamingjunnar Ég get gefið mér tíma til þess að tala við fjölskyldu mína um hluti sem í raun og veru skipta okkur máli. Ég get reglulega tekið þátt í einhverju með maka mínum sem auðgar sambandið. Ég get tekið á vandamálum í sambandi okkar í stað þess að forðast að ræða um þau. Ég get talað reglulega og einlæglega, helst á hverjum degi, við maka minn, um samskipti okkar. Ég get lært að rækta ástina í samskiptum mínum við maka minn með því að fullnægja þörfum okkar beggja fyrir hrós, viðurkenningu, snertingu, hlýju, virðingu og umhyggju. Ég get gagnrýnt á uppbyggilegan og heiðarlegan hátt og tekið gagnrýni án þess að fara í fýlu. Ég get viðhaldið vináttu minni við gamla vini, gert mitt til að eignast nýja með maka mínum og stutt vináttu maka míns við sína vini.Gleðileg jól Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Já, ég er orðin alveg stíf í hnakkanum og öxlunum aftur alveg eins og í fyrra,“ sagði hún. „Svo sef ég líka illa,“ bætir hún við „er andvaka allar nætur. Er eitthvað sem ég get gert í þessu?“ heldur hún áfram. „Um hvað ertu að hugsa á nóttunni þegar þú getur ekki sofið?“ spurði ég hana. „Allt og ekkert. Hugsanirnar þeytast bara um, hring eftir hring. Ég hugsa um allt það sem ég á eftir að gera, börnin og vinnuna til dæmis. Og þá fæ ég í magann. Ég og M., maðurinn minn, eigum þrjú börn, átta, tólf og fjórtán ára. Þau eru á fullu í félagsstarfi. En ég verð stundum svo þreytt á öllu veseninu í kringum þetta allt. Og það er sko margt sem við foreldrarnir eigum að gera í þessu öllu. Við eigum að koma á alla foreldrafundi og auðvitað líka foreldrafundina í skólanum. Það þarf líka að skutlast með börnin í flest. Og núna fyrir jólin nær þetta algeru hámarki með jólatónleikum og jólasýningum og jólaskemmtunum. Stundum líður mér eins og ég sé að reka flutningafyrirtæki!“ „Ertu ein að standa í þessu öllu,“ spurði ég. „Maðurinn minn er svo upptekinn í vinnunni, hann þarf oft að vinna yfirvinnu og þá fær hann að vita af því með mjög stuttum fyrirvara. Börnin lenda því að mestu á mér. Ég er líka að vinna, en bara hálfan daginn. Þannig að okkur veitir ekkert af peningunum sem maðurinn minn vinnur inn, erum að byggja og allt það.“ „Hvernig líður ykkur þá saman núna?“ sagði ég. „Okkur hefur nú oft liðið betur. Mér finnst ég vera svo mikið ein. Ég veit varla hvort okkur þykir vænt um hvort annað lengur, tilfinningarnar eru að mestu horfnar. Svo eru jólin að koma með öllu jólaveseninu. Ég velti því oft fyrir mér hvernig þetta muni nú allt saman enda…“ Það eru víst margir sem velta því fyrir sér eins og G. hvernig þeirra líf muni nú fara. Ætli við séum ekki of mörg föst í einhverri ofkeyrslu sem kemur niður á okkur bæði andlega og líkamlega núna fyrir jólin. Stundum verður keyrslan innan fjölskyldunnar og allar kröfurnar sem við viljum standast, eins og eitthvert óviðráðanlegt tröll sem stelur frá okkur kröftum og hamingju. Látum ekki tröllin stela heilsunni og hamingjunni frá okkur fyrir þessi jól. En hvað er til ráða? Hér fylgir lítill listi, jólagjöf til ykkar, sem þið getið hengt á ísskápinn heima og tékkað á þegar jólastressið fer að segja til sín.Gátlisti hamingjunnar Ég get gefið mér tíma til þess að tala við fjölskyldu mína um hluti sem í raun og veru skipta okkur máli. Ég get reglulega tekið þátt í einhverju með maka mínum sem auðgar sambandið. Ég get tekið á vandamálum í sambandi okkar í stað þess að forðast að ræða um þau. Ég get talað reglulega og einlæglega, helst á hverjum degi, við maka minn, um samskipti okkar. Ég get lært að rækta ástina í samskiptum mínum við maka minn með því að fullnægja þörfum okkar beggja fyrir hrós, viðurkenningu, snertingu, hlýju, virðingu og umhyggju. Ég get gagnrýnt á uppbyggilegan og heiðarlegan hátt og tekið gagnrýni án þess að fara í fýlu. Ég get viðhaldið vináttu minni við gamla vini, gert mitt til að eignast nýja með maka mínum og stutt vináttu maka míns við sína vini.Gleðileg jól Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar