Borgarlínan – nútímasamgöngur á vaxandi borgarsvæði Borgar- og bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu skrifar 17. desember 2016 09:00 Borgarlínan, hágæðakerfi almenningssamgangna, er stærsta sameiginlega verkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Með hágæðakerfi almenningssamgangna er átt við kerfi hraðvagna (Bus Rapid Transit) eða léttlesta (Light Rail). Það sem einkennir slík kerfi, óháð því hvort um er að ræða hraðvagna eða léttlestir, er í megindráttum þrennt. Í fyrsta lagi ferðast vagnarnir á sérakreinum og fá forgang á umferðarljósum. Þannig fæst áreiðanleiki og hraði og ferðatími er samkeppnishæfari við aðra ferðamáta. Í öðru lagi er tíðni ferða mikil. Algeng tíðni vagna á annatímum er 5-7 mínútur en þar sem þörf er á meiri afkastagetu getur hún farið í um 2 mínútur. Í þriðja lagi eru biðstöðvar yfirbyggðar og vandaðar, með farmiðasjálfsölum og upplýsingaskiltum sem sýna í rauntíma hvenær næsti vagn kemur. Aðgengi er fyrir alla þar sem vagnarnir stöðva þétt upp við brautarpalla sem eru í sömu hæð og gólf vagnanna. Borgarlínan er afrakstur umfangsmikils og náins samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þar sem að baki liggja nákvæmar greiningar á framtíð samgangna á höfuðborgarsvæðinu.Af hverju Borgarlína? Hágæðakerfi almenningssamgangna er hryggjarstykkið í Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til 2040. Borgarlína er lykilverkefni í samgöngum, hagkvæm og vistvæn leið til að auka flutningsgetu á milli sveitarfélaganna og gera þeim kleift að mæta tæplega 40% fjölgun íbúa og fjölgun ferðamanna án þess að álag á stofnvegakerfið aukist í sama hlutfalli. Borgarlína er grundvöllur þess að sveitarfélögin geti þétt byggð í miðkjörnum og við línuna og vaxið án þess að brjóta nýtt land undir byggð utan skilgreindra vaxtarmarka. Með borgarlínu verður hægt að draga úr byggingarkostnaði og gera uppbyggingaraðilum kleift að byggja í þéttri byggð með minni kostnaði t.d. með því að fækka bílastæðum. Á næstu 25 árum mun íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölga um a.m.k. 70.000. Umferðarspár sýna að þrátt fyrir miklar fjárfestingar í nýjum umferðarmannvirkjum aukast umferðartafir verulega ef þeim fjölgar ekki sem nýta sér aðra ferðamáta en einkabíl. Þess vegna eru afkastamiklar almenningssamgöngur mikilvægt lífsgæðamál fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins.Hvað gera aðrar borgir? Um allan heim hefur verið horfið frá því að skipuleggja borgir í kringum einkabílinn með fjölgun akreina og mislægra gatnamóta með tilheyrandi umferð og mengun. Líkt og á höfuðborgarsvæðinu er víða unnið að þróun og uppbyggingu hágæðakerfa almenningssamgangna samhliða þéttingu byggðar á áhrifasvæðum þeirra. Vaxandi borgir á Norðurlöndunum, sem eru sambærilegar höfuðborgarsvæðinu að stærð, vinna eftir sömu hugmyndafræði. Sem dæmi má nefna Stavanger, Þrándheim, Bergen, Álaborg og Óðinsvé. Í Frakklandi hafa verið byggð léttlestakerfi í 25 borgum með færri en 250 þúsund íbúa. Í Bandaríkjunum og Kanada eru fjölmörg hágæðakerfi almenningssamgangna í undirbúningi eða framkvæmd samhliða þéttingu byggðar og endurnýtingu á vannýttum svæðum í borgum. Á höfuðborgarsvæðinu og áhrifasvæði þess búa 70% af öllum íbúum landsins auk tugþúsunda ferðamanna. Rekstrargrundvöllurinn fyrir hraðvagnakerfi eða léttlestakerfi er því ótvírætt fyrir hendi. Fjármögnunaraðferðir eru mismunandi eftir borgarsvæðum en í nær öllum tilfellum kemur ríkisvaldið að fjármögnun samgangnanna og í mörgum borgum koma einkaaðilar með fjármagn.Samkomulagið Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu fyrir helgi undir samkomulag um innleiðingu hágæða almenningsamgangna. Hluti af því samkomulagi er að farið verði í viðræður við innanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneyti ásamt Vegagerðinni um formlegt samstarf um fjármögnun og nauðsynlegar lagabreytingar. Það er því mat okkar, borgarstjóra og bæjarstjóranna á höfuðborgarsvæðinu, að ný ríkisstjórn verði að koma að uppbyggingu hágæða almenningssamgöngukerfis á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við sveitarfélögin og eftir atvikum einkaaðila. Um borgarlínuna ríkir algjör samstaða meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Með samstilltu átaki getum við aukið þjónustu við íbúana á svæðinu og lífsgæði þeirra um leið. Við getum dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, fækkað slysum, stóraukið flutningsgetu samgöngukerfisins og minnkað fjárþörf til viðhalds vegakerfisins. Með tilkomu borgarlínu fæst hvatning til íbúa til að breyta ferðavenjum sínum – enda mun forgangsakstur hraðvagna eða léttlesta með hárri tíðni gera mörgum kleift að ferðast hraðar á milli staða en á einkabílnum.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri KópavogsÁsgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri SeltjarnarnessDagur B. Eggertsson, borgarstjóri ReykjavíkurGunnar Einarsson, bæjarstjóri GarðabæjarHaraldur Líndal, bæjarstjóri HafnarfjarðarHaraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Dagur B. Eggertsson Samgöngur Tengdar fréttir Borgarlína og aðrar samgöngulínur Fjármagn til samgöngumála er og hefur verið af skornum skammti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður nýsamþykkt samgönguáætlun skorin niður um 13 milljarða og væntingar margra verða að engu. 16. desember 2016 07:00 Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Borgarlínan, hágæðakerfi almenningssamgangna, er stærsta sameiginlega verkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Með hágæðakerfi almenningssamgangna er átt við kerfi hraðvagna (Bus Rapid Transit) eða léttlesta (Light Rail). Það sem einkennir slík kerfi, óháð því hvort um er að ræða hraðvagna eða léttlestir, er í megindráttum þrennt. Í fyrsta lagi ferðast vagnarnir á sérakreinum og fá forgang á umferðarljósum. Þannig fæst áreiðanleiki og hraði og ferðatími er samkeppnishæfari við aðra ferðamáta. Í öðru lagi er tíðni ferða mikil. Algeng tíðni vagna á annatímum er 5-7 mínútur en þar sem þörf er á meiri afkastagetu getur hún farið í um 2 mínútur. Í þriðja lagi eru biðstöðvar yfirbyggðar og vandaðar, með farmiðasjálfsölum og upplýsingaskiltum sem sýna í rauntíma hvenær næsti vagn kemur. Aðgengi er fyrir alla þar sem vagnarnir stöðva þétt upp við brautarpalla sem eru í sömu hæð og gólf vagnanna. Borgarlínan er afrakstur umfangsmikils og náins samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þar sem að baki liggja nákvæmar greiningar á framtíð samgangna á höfuðborgarsvæðinu.Af hverju Borgarlína? Hágæðakerfi almenningssamgangna er hryggjarstykkið í Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til 2040. Borgarlína er lykilverkefni í samgöngum, hagkvæm og vistvæn leið til að auka flutningsgetu á milli sveitarfélaganna og gera þeim kleift að mæta tæplega 40% fjölgun íbúa og fjölgun ferðamanna án þess að álag á stofnvegakerfið aukist í sama hlutfalli. Borgarlína er grundvöllur þess að sveitarfélögin geti þétt byggð í miðkjörnum og við línuna og vaxið án þess að brjóta nýtt land undir byggð utan skilgreindra vaxtarmarka. Með borgarlínu verður hægt að draga úr byggingarkostnaði og gera uppbyggingaraðilum kleift að byggja í þéttri byggð með minni kostnaði t.d. með því að fækka bílastæðum. Á næstu 25 árum mun íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölga um a.m.k. 70.000. Umferðarspár sýna að þrátt fyrir miklar fjárfestingar í nýjum umferðarmannvirkjum aukast umferðartafir verulega ef þeim fjölgar ekki sem nýta sér aðra ferðamáta en einkabíl. Þess vegna eru afkastamiklar almenningssamgöngur mikilvægt lífsgæðamál fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins.Hvað gera aðrar borgir? Um allan heim hefur verið horfið frá því að skipuleggja borgir í kringum einkabílinn með fjölgun akreina og mislægra gatnamóta með tilheyrandi umferð og mengun. Líkt og á höfuðborgarsvæðinu er víða unnið að þróun og uppbyggingu hágæðakerfa almenningssamgangna samhliða þéttingu byggðar á áhrifasvæðum þeirra. Vaxandi borgir á Norðurlöndunum, sem eru sambærilegar höfuðborgarsvæðinu að stærð, vinna eftir sömu hugmyndafræði. Sem dæmi má nefna Stavanger, Þrándheim, Bergen, Álaborg og Óðinsvé. Í Frakklandi hafa verið byggð léttlestakerfi í 25 borgum með færri en 250 þúsund íbúa. Í Bandaríkjunum og Kanada eru fjölmörg hágæðakerfi almenningssamgangna í undirbúningi eða framkvæmd samhliða þéttingu byggðar og endurnýtingu á vannýttum svæðum í borgum. Á höfuðborgarsvæðinu og áhrifasvæði þess búa 70% af öllum íbúum landsins auk tugþúsunda ferðamanna. Rekstrargrundvöllurinn fyrir hraðvagnakerfi eða léttlestakerfi er því ótvírætt fyrir hendi. Fjármögnunaraðferðir eru mismunandi eftir borgarsvæðum en í nær öllum tilfellum kemur ríkisvaldið að fjármögnun samgangnanna og í mörgum borgum koma einkaaðilar með fjármagn.Samkomulagið Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu fyrir helgi undir samkomulag um innleiðingu hágæða almenningsamgangna. Hluti af því samkomulagi er að farið verði í viðræður við innanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneyti ásamt Vegagerðinni um formlegt samstarf um fjármögnun og nauðsynlegar lagabreytingar. Það er því mat okkar, borgarstjóra og bæjarstjóranna á höfuðborgarsvæðinu, að ný ríkisstjórn verði að koma að uppbyggingu hágæða almenningssamgöngukerfis á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við sveitarfélögin og eftir atvikum einkaaðila. Um borgarlínuna ríkir algjör samstaða meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Með samstilltu átaki getum við aukið þjónustu við íbúana á svæðinu og lífsgæði þeirra um leið. Við getum dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, fækkað slysum, stóraukið flutningsgetu samgöngukerfisins og minnkað fjárþörf til viðhalds vegakerfisins. Með tilkomu borgarlínu fæst hvatning til íbúa til að breyta ferðavenjum sínum – enda mun forgangsakstur hraðvagna eða léttlesta með hárri tíðni gera mörgum kleift að ferðast hraðar á milli staða en á einkabílnum.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri KópavogsÁsgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri SeltjarnarnessDagur B. Eggertsson, borgarstjóri ReykjavíkurGunnar Einarsson, bæjarstjóri GarðabæjarHaraldur Líndal, bæjarstjóri HafnarfjarðarHaraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar
Borgarlína og aðrar samgöngulínur Fjármagn til samgöngumála er og hefur verið af skornum skammti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður nýsamþykkt samgönguáætlun skorin niður um 13 milljarða og væntingar margra verða að engu. 16. desember 2016 07:00
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar