Borgar sig að fara í háskóla? Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 1. desember 2016 07:00 Nútímasamfélög krefjast háskólamenntunar á öllum sviðum enda er hún forsenda almennra efnahagslegra og félagslegra framfara. Þar með er ekki sagt að öll störf krefjist háskólamenntunar en flestir viðurkenna að hún er grunnstoð góðra lífskjara og velferðar hér á landi. Með þetta í huga er dapurlegt að horfast í augu við hversu lítill efnahagslegur ávinningur háskólamenntunar er á Íslandi. Tekjuaukning sem rekja má til háskólamenntunar er til muna minni hér á landi en í nágrannalöndunum, eða 16% þegar miðað er við tekjur þeirra sem aðeins hafa lokið grunnskólanámi. Í Finnlandi og Danmörku geta háskólamenntaðir gert ráð fyrir að langskólamenntun færi þeim 40 prósenta tekjuaukningu. Í Noregi og Svíþjóð er hún 25,30 prósent (skv. OECD). Sú tíð er liðin að háskólagráða tryggi fólki gott og öruggt starf. Hún eykur vissulega líkurnar á því og bætir samkeppnisstöðu fólks á vinnumarkaði en kjör háskólamenntaðra, sérstaklega hjá hinu opinbera, eru langt frá því að vera samkeppnishæf við einkamarkað og útlönd. Það er bæði málefnalegt og í raun samfélagsleg nauðsyn að umbuna háskólamenntuðum í samræmi við fjárfestingu þeirra í langskólanámi. Krafa BHM um að menntun skuli metin til launa hefur hljómað um samfélagið á liðnum misserum. Árið 2015 gripu 18 aðildarfélög BHM til verkfallsaðgerða til að fylgja henni eftir. Þeim aðgerðum lauk illu heilli með lagasetningu á Alþingi. Ríflega ári eftir úrskurð gerðardóms hafa félagsmenn okkar enn ekki fengið greitt samkvæmt sérstöku menntunarákvæði hans. Hinu sama ákvæði hefur hins vegar verið smurt yfir vinnumarkaðinn með ákvörðunum kjararáðs og samningum á almennum vinnumarkaði. Þannig hafa aðilar Salek-samstarfsins virt kröfu BHM um að menntun sé málefnaleg breyta við ákvörðun launa að vettugi og hleypt af stað nýju „höfrungahlaupi“ um kaup og kjör. Við þetta verður ekki unað. Ríkisvaldið – sem er langstærsti vinnuveitandi á Íslandi – verður að láta af láglaunastefnu sinni gagnvart tilteknum hópum háskólamenntaðra hjá hinu opinbera. Um slíkar aðgerðir þarf að sjálfsögðu að ríkja samstaða á vinnumarkaði, enda eru þær nauðsynlegar ef ekki á að horfa til auðnar í starfsstéttum sem mynda hryggjarstykkið í menntun og velferð þjóðarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Nútímasamfélög krefjast háskólamenntunar á öllum sviðum enda er hún forsenda almennra efnahagslegra og félagslegra framfara. Þar með er ekki sagt að öll störf krefjist háskólamenntunar en flestir viðurkenna að hún er grunnstoð góðra lífskjara og velferðar hér á landi. Með þetta í huga er dapurlegt að horfast í augu við hversu lítill efnahagslegur ávinningur háskólamenntunar er á Íslandi. Tekjuaukning sem rekja má til háskólamenntunar er til muna minni hér á landi en í nágrannalöndunum, eða 16% þegar miðað er við tekjur þeirra sem aðeins hafa lokið grunnskólanámi. Í Finnlandi og Danmörku geta háskólamenntaðir gert ráð fyrir að langskólamenntun færi þeim 40 prósenta tekjuaukningu. Í Noregi og Svíþjóð er hún 25,30 prósent (skv. OECD). Sú tíð er liðin að háskólagráða tryggi fólki gott og öruggt starf. Hún eykur vissulega líkurnar á því og bætir samkeppnisstöðu fólks á vinnumarkaði en kjör háskólamenntaðra, sérstaklega hjá hinu opinbera, eru langt frá því að vera samkeppnishæf við einkamarkað og útlönd. Það er bæði málefnalegt og í raun samfélagsleg nauðsyn að umbuna háskólamenntuðum í samræmi við fjárfestingu þeirra í langskólanámi. Krafa BHM um að menntun skuli metin til launa hefur hljómað um samfélagið á liðnum misserum. Árið 2015 gripu 18 aðildarfélög BHM til verkfallsaðgerða til að fylgja henni eftir. Þeim aðgerðum lauk illu heilli með lagasetningu á Alþingi. Ríflega ári eftir úrskurð gerðardóms hafa félagsmenn okkar enn ekki fengið greitt samkvæmt sérstöku menntunarákvæði hans. Hinu sama ákvæði hefur hins vegar verið smurt yfir vinnumarkaðinn með ákvörðunum kjararáðs og samningum á almennum vinnumarkaði. Þannig hafa aðilar Salek-samstarfsins virt kröfu BHM um að menntun sé málefnaleg breyta við ákvörðun launa að vettugi og hleypt af stað nýju „höfrungahlaupi“ um kaup og kjör. Við þetta verður ekki unað. Ríkisvaldið – sem er langstærsti vinnuveitandi á Íslandi – verður að láta af láglaunastefnu sinni gagnvart tilteknum hópum háskólamenntaðra hjá hinu opinbera. Um slíkar aðgerðir þarf að sjálfsögðu að ríkja samstaða á vinnumarkaði, enda eru þær nauðsynlegar ef ekki á að horfa til auðnar í starfsstéttum sem mynda hryggjarstykkið í menntun og velferð þjóðarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun