Kennum kynjafræði! Hann Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 1. desember 2016 07:00 Sagan er svo glimrandi góð leið til að útskýra núið. Með henni getum við skoðað fyrirbæri í sögulegu samhengi, tengt við nútímann og varpað þannig skýrara ljósi á veruleikann. Konur hafa þurft að gjalda fyrir kynferði sitt frá upphafi siðmenningar, frá drekkingum til drusluskömmunar. Kerfisbundin kúgun hefur verið hluti af daglegu lífi kvenna um allan heim frá örófi alda. Aukin virðing gagnvart konum og þeim hlutverkum sem ætluð hafa verið konum í gegnum söguna skiptir sköpum í jafnréttisbaráttunni. Þeir sem hafa notið forréttinda taka ekki eftir misrétti og verða blindir á yfirburðastöðu sína. Fræðsla getur orðið til þess að fólk skilur mikilvægi þess að setja sig í spor annarra. Tengsl launamisréttis og kláms eru kannski ekki augljós við fyrstu sýn, en ef normalíseruð kvenfyrirlitning er sett inn í jöfnuna skerpist skilningurinn og samfléttað misrétti á öllum sviðum samfélagsins afhjúpast. Þjálfun í notkun á kynjagleraugum í öruggu rými kennslustofunnar opnar möguleika nemenda, ekki bara á samfélagslegum skilningi og gagnrýnni hugsun, heldur líka til farsældar og hamingju. Nemendur sjá að reglusafnið í kynjakerfinu, sem takmarkar okkur öll og skaðar, snýst ekki um okkur heldur um fjandsamlega menningu sem við öll erum ofurseld. Skilningurinn er valdeflandi og gefur nemandanum forsendur til að verja sig fyrir skaðlegum áhrifum samfélagskrafna. Knýjandi þörfin á að gefa stúlkum varnir gegn síöskrandi útlitskröfum er slík að það er nánast siðleysi að hunsa. Það er margt fallegt, jákvætt og gott í karlmennskunni – en þar er líka að finna heftandi þætti og hörku sem skaðar bæði karla sjálfa og aðra í kringum þá. Það þarf að endurskilgreina karlmennsku og frelsa karla undan oki úreltra hugmynda um hlutverk þeirra og hegðun. Sagan sýnir okkur að þrátt fyrir mikla baráttu hefur ekki tekist að ná jafnrétti. Menntakerfið er hluti af vandanum – nú þarf það að verða hluti af lausninni með markvissri kynja- og jafnréttisfræðslu, þar sem hinsegin fræðsla er sjálfsagður hluti af námsefninu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Sagan er svo glimrandi góð leið til að útskýra núið. Með henni getum við skoðað fyrirbæri í sögulegu samhengi, tengt við nútímann og varpað þannig skýrara ljósi á veruleikann. Konur hafa þurft að gjalda fyrir kynferði sitt frá upphafi siðmenningar, frá drekkingum til drusluskömmunar. Kerfisbundin kúgun hefur verið hluti af daglegu lífi kvenna um allan heim frá örófi alda. Aukin virðing gagnvart konum og þeim hlutverkum sem ætluð hafa verið konum í gegnum söguna skiptir sköpum í jafnréttisbaráttunni. Þeir sem hafa notið forréttinda taka ekki eftir misrétti og verða blindir á yfirburðastöðu sína. Fræðsla getur orðið til þess að fólk skilur mikilvægi þess að setja sig í spor annarra. Tengsl launamisréttis og kláms eru kannski ekki augljós við fyrstu sýn, en ef normalíseruð kvenfyrirlitning er sett inn í jöfnuna skerpist skilningurinn og samfléttað misrétti á öllum sviðum samfélagsins afhjúpast. Þjálfun í notkun á kynjagleraugum í öruggu rými kennslustofunnar opnar möguleika nemenda, ekki bara á samfélagslegum skilningi og gagnrýnni hugsun, heldur líka til farsældar og hamingju. Nemendur sjá að reglusafnið í kynjakerfinu, sem takmarkar okkur öll og skaðar, snýst ekki um okkur heldur um fjandsamlega menningu sem við öll erum ofurseld. Skilningurinn er valdeflandi og gefur nemandanum forsendur til að verja sig fyrir skaðlegum áhrifum samfélagskrafna. Knýjandi þörfin á að gefa stúlkum varnir gegn síöskrandi útlitskröfum er slík að það er nánast siðleysi að hunsa. Það er margt fallegt, jákvætt og gott í karlmennskunni – en þar er líka að finna heftandi þætti og hörku sem skaðar bæði karla sjálfa og aðra í kringum þá. Það þarf að endurskilgreina karlmennsku og frelsa karla undan oki úreltra hugmynda um hlutverk þeirra og hegðun. Sagan sýnir okkur að þrátt fyrir mikla baráttu hefur ekki tekist að ná jafnrétti. Menntakerfið er hluti af vandanum – nú þarf það að verða hluti af lausninni með markvissri kynja- og jafnréttisfræðslu, þar sem hinsegin fræðsla er sjálfsagður hluti af námsefninu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun