Kennum kynjafræði! Hann Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 1. desember 2016 07:00 Sagan er svo glimrandi góð leið til að útskýra núið. Með henni getum við skoðað fyrirbæri í sögulegu samhengi, tengt við nútímann og varpað þannig skýrara ljósi á veruleikann. Konur hafa þurft að gjalda fyrir kynferði sitt frá upphafi siðmenningar, frá drekkingum til drusluskömmunar. Kerfisbundin kúgun hefur verið hluti af daglegu lífi kvenna um allan heim frá örófi alda. Aukin virðing gagnvart konum og þeim hlutverkum sem ætluð hafa verið konum í gegnum söguna skiptir sköpum í jafnréttisbaráttunni. Þeir sem hafa notið forréttinda taka ekki eftir misrétti og verða blindir á yfirburðastöðu sína. Fræðsla getur orðið til þess að fólk skilur mikilvægi þess að setja sig í spor annarra. Tengsl launamisréttis og kláms eru kannski ekki augljós við fyrstu sýn, en ef normalíseruð kvenfyrirlitning er sett inn í jöfnuna skerpist skilningurinn og samfléttað misrétti á öllum sviðum samfélagsins afhjúpast. Þjálfun í notkun á kynjagleraugum í öruggu rými kennslustofunnar opnar möguleika nemenda, ekki bara á samfélagslegum skilningi og gagnrýnni hugsun, heldur líka til farsældar og hamingju. Nemendur sjá að reglusafnið í kynjakerfinu, sem takmarkar okkur öll og skaðar, snýst ekki um okkur heldur um fjandsamlega menningu sem við öll erum ofurseld. Skilningurinn er valdeflandi og gefur nemandanum forsendur til að verja sig fyrir skaðlegum áhrifum samfélagskrafna. Knýjandi þörfin á að gefa stúlkum varnir gegn síöskrandi útlitskröfum er slík að það er nánast siðleysi að hunsa. Það er margt fallegt, jákvætt og gott í karlmennskunni – en þar er líka að finna heftandi þætti og hörku sem skaðar bæði karla sjálfa og aðra í kringum þá. Það þarf að endurskilgreina karlmennsku og frelsa karla undan oki úreltra hugmynda um hlutverk þeirra og hegðun. Sagan sýnir okkur að þrátt fyrir mikla baráttu hefur ekki tekist að ná jafnrétti. Menntakerfið er hluti af vandanum – nú þarf það að verða hluti af lausninni með markvissri kynja- og jafnréttisfræðslu, þar sem hinsegin fræðsla er sjálfsagður hluti af námsefninu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Sagan er svo glimrandi góð leið til að útskýra núið. Með henni getum við skoðað fyrirbæri í sögulegu samhengi, tengt við nútímann og varpað þannig skýrara ljósi á veruleikann. Konur hafa þurft að gjalda fyrir kynferði sitt frá upphafi siðmenningar, frá drekkingum til drusluskömmunar. Kerfisbundin kúgun hefur verið hluti af daglegu lífi kvenna um allan heim frá örófi alda. Aukin virðing gagnvart konum og þeim hlutverkum sem ætluð hafa verið konum í gegnum söguna skiptir sköpum í jafnréttisbaráttunni. Þeir sem hafa notið forréttinda taka ekki eftir misrétti og verða blindir á yfirburðastöðu sína. Fræðsla getur orðið til þess að fólk skilur mikilvægi þess að setja sig í spor annarra. Tengsl launamisréttis og kláms eru kannski ekki augljós við fyrstu sýn, en ef normalíseruð kvenfyrirlitning er sett inn í jöfnuna skerpist skilningurinn og samfléttað misrétti á öllum sviðum samfélagsins afhjúpast. Þjálfun í notkun á kynjagleraugum í öruggu rými kennslustofunnar opnar möguleika nemenda, ekki bara á samfélagslegum skilningi og gagnrýnni hugsun, heldur líka til farsældar og hamingju. Nemendur sjá að reglusafnið í kynjakerfinu, sem takmarkar okkur öll og skaðar, snýst ekki um okkur heldur um fjandsamlega menningu sem við öll erum ofurseld. Skilningurinn er valdeflandi og gefur nemandanum forsendur til að verja sig fyrir skaðlegum áhrifum samfélagskrafna. Knýjandi þörfin á að gefa stúlkum varnir gegn síöskrandi útlitskröfum er slík að það er nánast siðleysi að hunsa. Það er margt fallegt, jákvætt og gott í karlmennskunni – en þar er líka að finna heftandi þætti og hörku sem skaðar bæði karla sjálfa og aðra í kringum þá. Það þarf að endurskilgreina karlmennsku og frelsa karla undan oki úreltra hugmynda um hlutverk þeirra og hegðun. Sagan sýnir okkur að þrátt fyrir mikla baráttu hefur ekki tekist að ná jafnrétti. Menntakerfið er hluti af vandanum – nú þarf það að verða hluti af lausninni með markvissri kynja- og jafnréttisfræðslu, þar sem hinsegin fræðsla er sjálfsagður hluti af námsefninu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar