Skyldur Fríkirkjunnar og köllun Hjörtur Magni Jóhannsson skrifar 1. desember 2016 07:00 Ein af skyldum Fríkirkjunnar er að tryggja þjónustu um land allt. Fríkirkjan er óháð landfræðilegum mörkum og fólk um allt land tilheyrir henni. Fríkirkjan leitast við að sinna þjónustu um land allt m.a. með góðum samskiptum sem er nokkuð auðvelt að gera með fjölbreyttri nútímasamskiptatækni sem og með góðum samgöngum. Skyldur evangelísk lúterskra kirkna helgast eingöngu af köllun Jesú Krists og sú köllun er og á að vera óháð landfræðilegum mörkum og landamærum veraldlegra þjóðríkja. Nú ritaði biskupsritari þjóðkirkjunnar, Þorvaldur Víðisson, hér í blaðið þann 21.11. sl. „Þjóðkirkjan ber þær skyldur umfram aðra kristna söfnuði á Íslandi að tryggja þjónustu um land allt.“ Hér gætir einhvers misskilnings. Hér virðist það gefið í skyn að köllun Krists til þjóðkirkjunnar sé mikilvægari, helgari eða a.m.k. umfram aðrar lúterskar kirkjur. Fríkirkjan er ekki einn af söfnuðum þjóðkirkjustofnunarinnar. Fríkirkjan í Reykjavík er sjálfstætt evangelískt lúterskt trúfélag og hún á sína eigin sögu sem nær langt aftur til þess tíma er við fengum trúfrelsi. Í 62 gr. Stjórnarskrár Íslands segir: „Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda?…“. Því er hin lúterska Fríkirkja samkvæmt stjórnarskrá sjálfstæður hluti af „þjóðarkirkjunni“ í víðri merkingu þess orðs en lýtur ekki stjórn Biskupsstofu eða kirkjuþings þjóðkirkjustofnunarinnar.Æðri köllun þjóðkirkjunnar? Starfseiningar þjóðkirkjustofnunarinnar eru aftur á móti afmarkaðar með landfræðilegum sóknarmörkum. Það er m.a. frá þeim tíma þegar sóknarmörk ríkiskirkjunnar voru hluti af stjórnsýslumörkum og stjórntækjum danska ríkisins þegar við vorum þeirra nýlenda. Reyndar nær hugmyndin um landfræðileg sóknarmörk allt aftur til miðalda og þess tíma kristindóms þegar trúarstríð geisuðu í Evrópu og kirkjustofnanir börðust um landfræðileg yfirráðasvæði til að drottna yfir. Sá kristindómur olli það miklu böli að hann hefur með tímanum að mestu afkristnað Evrópu og svipt hefðbundnar ríkiskirkjur trúverðugleika. Hér á öldum áður höfðu embættismenn ríkiskirkjunnar hlutverki að gegna víða um land gagnvart hinu veraldlega yfirvaldi. Það var á sviði, uppfræðslu og mennta, skráningar upplýsinga um heilsufar, á sviði manntals og sálgæslu. Öll þau hlutverk eru nú komin á hendur annarra fagstétta og stofnana. Aðeins hið trúarlega svið er nú eftir og í nútíma samfélagi telst það til einkamála. Það að ríkislaunaður embættismaður þjóðkirkjunnar hafi búsetu á tilteknu svæði gerir hvorki jörðina sem hann stendur á, ákveðin landsvæði né samfélagið sem þar býr „meira kristið“. Forræðishyggja í anda miðaldakirkjunnar á þessu sviði á ekki lengur við í dag og veldur skaða. Samkvæmt Lúter eru allir kristnir menn prestar og köllun eins er ekki annarri köllun æðri. Tilraunir þjóðkirkjustofnunarinnar til að skapa henni hlutverk umfram önnur kristin trúfélög sem dæmigerðri ríkisstofnun eins og t.d. RÚV eru ótrúverðugar og ganga alls ekki upp. Vísað er í óljósar borgaralegar og þjóðernislegar skyldur sem talsmenn þjóðkirkjunnar telja hana gegna umfram önnur trúfélög en þær eru einfaldlega ekki lengur til staðar. Eða að það eru almennar skyldur sem allir þegnar landsins bera en hafa ósköp lítið með kirkju eða kristni að gera. Það sem að baki liggur er þörfin fyrir að réttlæta árlegar milljarðagreiðslur til þjóðkirkjunnar umfram önnur evangelísk lútersk trúfélög sem ættu að njóta jafnræðis.Fagrar hugsjónir Markmið Fríkirkjunnar er ekki að hún vaxi sem mest og verði sjálfri sér til dýrðar. Hún tekur ekki miðaldakirkjuna eða ríkiskirkjur til fyrirmyndar. Markmið hennar er m.a. að stuðla að lýðræðislegu jafnræðisfyrirkomulagi lífsskoðana og trúmála hér á landi. Hennar tilgangur er m.a. að vera vettvangur fyrir einlæga trúarleit og tjáningu, þar sem fólk sameinast um bjarta lífssýn, fagrar vonir í anda Krists. Þegar þeim markmiðum er náð má Fríkirkjan vel leysast upp í frumeiningar sínar. En nú þurfum við öll í sameiningu að skapa þjóðinni trúverðuga og lýðræðislega umgjörð lífsskoðana og trúmála. Þörfin hefur sjaldan verið brýnni en einmitt nú. Þegar margir óttast vaxandi erlend áhrif framandi trúarbragða hér á landi þá eru það áherslur á mannréttindi sem vernda okkur best, ekki afturhvarf til kirkju miðalda. Með því að leggja áherslu á mannréttindi og að manngildið er æðra allri bókstafshyggju, æðra allri þröngsýnni stofnunarhyggju, þá erum við að starfa í anda Jesú frá Nasaret og hins þýska Lúters sem við kennum okkar kirkjudeild við. Það er í anda okkar æðri máttar, þess frumglæðis ljóssins sem við förum brátt að syngja um á aðventu og ljósanna hátíð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ein af skyldum Fríkirkjunnar er að tryggja þjónustu um land allt. Fríkirkjan er óháð landfræðilegum mörkum og fólk um allt land tilheyrir henni. Fríkirkjan leitast við að sinna þjónustu um land allt m.a. með góðum samskiptum sem er nokkuð auðvelt að gera með fjölbreyttri nútímasamskiptatækni sem og með góðum samgöngum. Skyldur evangelísk lúterskra kirkna helgast eingöngu af köllun Jesú Krists og sú köllun er og á að vera óháð landfræðilegum mörkum og landamærum veraldlegra þjóðríkja. Nú ritaði biskupsritari þjóðkirkjunnar, Þorvaldur Víðisson, hér í blaðið þann 21.11. sl. „Þjóðkirkjan ber þær skyldur umfram aðra kristna söfnuði á Íslandi að tryggja þjónustu um land allt.“ Hér gætir einhvers misskilnings. Hér virðist það gefið í skyn að köllun Krists til þjóðkirkjunnar sé mikilvægari, helgari eða a.m.k. umfram aðrar lúterskar kirkjur. Fríkirkjan er ekki einn af söfnuðum þjóðkirkjustofnunarinnar. Fríkirkjan í Reykjavík er sjálfstætt evangelískt lúterskt trúfélag og hún á sína eigin sögu sem nær langt aftur til þess tíma er við fengum trúfrelsi. Í 62 gr. Stjórnarskrár Íslands segir: „Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda?…“. Því er hin lúterska Fríkirkja samkvæmt stjórnarskrá sjálfstæður hluti af „þjóðarkirkjunni“ í víðri merkingu þess orðs en lýtur ekki stjórn Biskupsstofu eða kirkjuþings þjóðkirkjustofnunarinnar.Æðri köllun þjóðkirkjunnar? Starfseiningar þjóðkirkjustofnunarinnar eru aftur á móti afmarkaðar með landfræðilegum sóknarmörkum. Það er m.a. frá þeim tíma þegar sóknarmörk ríkiskirkjunnar voru hluti af stjórnsýslumörkum og stjórntækjum danska ríkisins þegar við vorum þeirra nýlenda. Reyndar nær hugmyndin um landfræðileg sóknarmörk allt aftur til miðalda og þess tíma kristindóms þegar trúarstríð geisuðu í Evrópu og kirkjustofnanir börðust um landfræðileg yfirráðasvæði til að drottna yfir. Sá kristindómur olli það miklu böli að hann hefur með tímanum að mestu afkristnað Evrópu og svipt hefðbundnar ríkiskirkjur trúverðugleika. Hér á öldum áður höfðu embættismenn ríkiskirkjunnar hlutverki að gegna víða um land gagnvart hinu veraldlega yfirvaldi. Það var á sviði, uppfræðslu og mennta, skráningar upplýsinga um heilsufar, á sviði manntals og sálgæslu. Öll þau hlutverk eru nú komin á hendur annarra fagstétta og stofnana. Aðeins hið trúarlega svið er nú eftir og í nútíma samfélagi telst það til einkamála. Það að ríkislaunaður embættismaður þjóðkirkjunnar hafi búsetu á tilteknu svæði gerir hvorki jörðina sem hann stendur á, ákveðin landsvæði né samfélagið sem þar býr „meira kristið“. Forræðishyggja í anda miðaldakirkjunnar á þessu sviði á ekki lengur við í dag og veldur skaða. Samkvæmt Lúter eru allir kristnir menn prestar og köllun eins er ekki annarri köllun æðri. Tilraunir þjóðkirkjustofnunarinnar til að skapa henni hlutverk umfram önnur kristin trúfélög sem dæmigerðri ríkisstofnun eins og t.d. RÚV eru ótrúverðugar og ganga alls ekki upp. Vísað er í óljósar borgaralegar og þjóðernislegar skyldur sem talsmenn þjóðkirkjunnar telja hana gegna umfram önnur trúfélög en þær eru einfaldlega ekki lengur til staðar. Eða að það eru almennar skyldur sem allir þegnar landsins bera en hafa ósköp lítið með kirkju eða kristni að gera. Það sem að baki liggur er þörfin fyrir að réttlæta árlegar milljarðagreiðslur til þjóðkirkjunnar umfram önnur evangelísk lútersk trúfélög sem ættu að njóta jafnræðis.Fagrar hugsjónir Markmið Fríkirkjunnar er ekki að hún vaxi sem mest og verði sjálfri sér til dýrðar. Hún tekur ekki miðaldakirkjuna eða ríkiskirkjur til fyrirmyndar. Markmið hennar er m.a. að stuðla að lýðræðislegu jafnræðisfyrirkomulagi lífsskoðana og trúmála hér á landi. Hennar tilgangur er m.a. að vera vettvangur fyrir einlæga trúarleit og tjáningu, þar sem fólk sameinast um bjarta lífssýn, fagrar vonir í anda Krists. Þegar þeim markmiðum er náð má Fríkirkjan vel leysast upp í frumeiningar sínar. En nú þurfum við öll í sameiningu að skapa þjóðinni trúverðuga og lýðræðislega umgjörð lífsskoðana og trúmála. Þörfin hefur sjaldan verið brýnni en einmitt nú. Þegar margir óttast vaxandi erlend áhrif framandi trúarbragða hér á landi þá eru það áherslur á mannréttindi sem vernda okkur best, ekki afturhvarf til kirkju miðalda. Með því að leggja áherslu á mannréttindi og að manngildið er æðra allri bókstafshyggju, æðra allri þröngsýnni stofnunarhyggju, þá erum við að starfa í anda Jesú frá Nasaret og hins þýska Lúters sem við kennum okkar kirkjudeild við. Það er í anda okkar æðri máttar, þess frumglæðis ljóssins sem við förum brátt að syngja um á aðventu og ljósanna hátíð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar