Fyrirgefning Ívar Karl Bjarnason skrifar 4. desember 2016 07:00 Fegurð fyrirgefningarinnar er víðtekin hugmynd í samfélagi okkar. Siðferðislegan grundvöll hennar má finna innan trúarbragða sem utan og hefur fyrirgefningin víða öðlast nánast sjálfgefið siðferðisgildi í menningu okkar. Þar sem fyrirgefningin er ekki aðeins álitin siðferðislega rétt heldur jafnframt talin skilvirkasta leiðin til bata eftir að brotið hafi verið á manni. Þess háttar ógagnrýnin áhersla á fyrirgefningu getur þó allt eins virkað til þess að staðfesta ríkjandi valdahlutföll og undirskipa brotaþola enn á ný valdi þeirra sem brotið hafa á þeim. Fólki sem beitt hefur verið kynbundnu ofbeldi, kynferðislegu, líkamlegu og/eða andlegu er ósjaldan ráðlagt að fyrirgefa gerendum ofbeldisins. Er það iðulega gert á þeim forsendum að hún feli í sér græðandi afl og greiðustu leið brotaþola til þess að vinna úr reynslu sinni og láta að baki. Svo mikil áhersla á fyrirgefningu getur hins vegar sett þolendur í verulega erfiða stöðu, sér í lagi þegar ekki er tekið mið af líðan þeirra, eða yfir höfuð hvort þeir telji sig tilbúna til þess að fyrirgefa. Jafnvel þótt þess háttar þrýstingur sé oft gerður af góðum hug þá getur hann orðið öfugverkandi. Þegar knúið er á um fyrirgefningu kemur það fram í frekari valdbeitingu og þvingunum sem þolandi getur upplifað á þann hátt að brotið sé á sér öðru sinni. Þar á ofan virðist þess háttar fyrirgefning oft skilyrðislaus. Að afsökunarbeiðni kalli á fyrirgefningu, og raunar að þar sem að fyrirgefningin sé fyrir þolandann en ekki gerendur, þá þurfi afsökunarbeiðni ekki einu sinni til og viðbrögð gerenda, ábyrgð og iðrun skipti þar engu máli. En sé fyrirgefningin ætluð til þess að veita gerendum syndaaflausn án þess að þeir þurfi að taka ábyrgð á gjörðum sínum né sýna yfirbót þá leiðir hún síður fram sátt hjá þolendum. Þess í stað getur það haft þveröfug áhrif á þann veg að þolendur upplifi það sem enn frekara ofbeldi. Hér er því nauðsynlegt að borin sé virðing fyrir afstöðu þolanda og það, hvort hann sé tilbúinn að skoða þess háttar leiðir, sé látið ráða för. Á móti séu ótímabærar afsökunarbeiðnir og sáttarfundir að frumkvæði gerenda fremur til þess að óvirða þolendur og valdi þeim jafnvel frekari skaða, þegar þolandi er enn einu sinni beðinn um að setja vilja gerandans ofar sínum eigin. Án þess að gera lítið úr fegurð hugmyndarinnar um fyrirgefningu, dygðinni sem í henni býr eða veigamiklum þætti hennar í upplifunum margra og merkt skref þeirra við að vinna úr reynslu sinni af kynbundnu ofbeldi, þá ber að vera meðvitaður um að: afsökunarbeiðni ber ekki með sér syndaaflausn, fyrirgefning þarf ekki að fylgja afsökunarbeiðni, enginn á heimtingu á fyrirgefningu, svo þeim, sem beittir hafa verið ofbeldi, sé ekki gert að sæta frekari þvingunum og valdbeitingu. Siðferðisgildi séu þannig látin standa með brotaþolum en ekki gegn þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Fegurð fyrirgefningarinnar er víðtekin hugmynd í samfélagi okkar. Siðferðislegan grundvöll hennar má finna innan trúarbragða sem utan og hefur fyrirgefningin víða öðlast nánast sjálfgefið siðferðisgildi í menningu okkar. Þar sem fyrirgefningin er ekki aðeins álitin siðferðislega rétt heldur jafnframt talin skilvirkasta leiðin til bata eftir að brotið hafi verið á manni. Þess háttar ógagnrýnin áhersla á fyrirgefningu getur þó allt eins virkað til þess að staðfesta ríkjandi valdahlutföll og undirskipa brotaþola enn á ný valdi þeirra sem brotið hafa á þeim. Fólki sem beitt hefur verið kynbundnu ofbeldi, kynferðislegu, líkamlegu og/eða andlegu er ósjaldan ráðlagt að fyrirgefa gerendum ofbeldisins. Er það iðulega gert á þeim forsendum að hún feli í sér græðandi afl og greiðustu leið brotaþola til þess að vinna úr reynslu sinni og láta að baki. Svo mikil áhersla á fyrirgefningu getur hins vegar sett þolendur í verulega erfiða stöðu, sér í lagi þegar ekki er tekið mið af líðan þeirra, eða yfir höfuð hvort þeir telji sig tilbúna til þess að fyrirgefa. Jafnvel þótt þess háttar þrýstingur sé oft gerður af góðum hug þá getur hann orðið öfugverkandi. Þegar knúið er á um fyrirgefningu kemur það fram í frekari valdbeitingu og þvingunum sem þolandi getur upplifað á þann hátt að brotið sé á sér öðru sinni. Þar á ofan virðist þess háttar fyrirgefning oft skilyrðislaus. Að afsökunarbeiðni kalli á fyrirgefningu, og raunar að þar sem að fyrirgefningin sé fyrir þolandann en ekki gerendur, þá þurfi afsökunarbeiðni ekki einu sinni til og viðbrögð gerenda, ábyrgð og iðrun skipti þar engu máli. En sé fyrirgefningin ætluð til þess að veita gerendum syndaaflausn án þess að þeir þurfi að taka ábyrgð á gjörðum sínum né sýna yfirbót þá leiðir hún síður fram sátt hjá þolendum. Þess í stað getur það haft þveröfug áhrif á þann veg að þolendur upplifi það sem enn frekara ofbeldi. Hér er því nauðsynlegt að borin sé virðing fyrir afstöðu þolanda og það, hvort hann sé tilbúinn að skoða þess háttar leiðir, sé látið ráða för. Á móti séu ótímabærar afsökunarbeiðnir og sáttarfundir að frumkvæði gerenda fremur til þess að óvirða þolendur og valdi þeim jafnvel frekari skaða, þegar þolandi er enn einu sinni beðinn um að setja vilja gerandans ofar sínum eigin. Án þess að gera lítið úr fegurð hugmyndarinnar um fyrirgefningu, dygðinni sem í henni býr eða veigamiklum þætti hennar í upplifunum margra og merkt skref þeirra við að vinna úr reynslu sinni af kynbundnu ofbeldi, þá ber að vera meðvitaður um að: afsökunarbeiðni ber ekki með sér syndaaflausn, fyrirgefning þarf ekki að fylgja afsökunarbeiðni, enginn á heimtingu á fyrirgefningu, svo þeim, sem beittir hafa verið ofbeldi, sé ekki gert að sæta frekari þvingunum og valdbeitingu. Siðferðisgildi séu þannig látin standa með brotaþolum en ekki gegn þeim.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun