Brotið á réttindum fatlaðs fólks því eftirlitið brást! Aileen Soffía Svensdóttir og Snæbjörn Áki Friðriksson skrifar 3. desember 2016 07:00 Að vera einstaklingur með einhvers konar fötlun er eiginlega ávísun á það að geta ekki lifað eðlilegu lífi. Ekki vegna þess að fötlunin sé eitthvað hamlandi, nei, aðeins vegna þess að samfélagið hindrar. Stoltgangan var gengin í fyrsta sinn í byrjun september þessa árs. Hún var viðburður þar sem fatlað og ófatlað fólk sameinaðist og gekk saman til að sýna sig sjálft og láta raddir sínar heyrast. Ganga stolt, vera sýnileg og fagna fjölbreytileikanum. Eftir Stoltgönguna fékk stjórn Átaks, félags fólks með þroskahömlun, ábendingu um að einhverjir einstaklingar sem ætluðu í gönguna gætu það ekki vegna þess að ekki fékkst þjónusta. Sökum þess fékk fólk ekki þann stuðning sem þurfti til að geta mætt í gönguna og verið sýnilegt.Er þetta raunin? Fyrst töldum við að um væri að ræða lítinn hóp, en annað kom í ljós. Margir höfðu þessa sögu að segja. Meira að segja einn af okkar góðu félagsmönnum sem fær reglulega að standa með grátstafinn í kverkunum vegna þess að það er óvíst að hann geti komist á viðburði hjá Átaki. Já, þetta er raunin í íslensku samfélagi árið 2016. Því hljótum við, fatlaða fólkið, að spyrja hvort sparnaður ríkis og sveitarfélaga sé þess valdandi að fatlað fólk fái ekki næga þjónustu til að vera þátttakendur í samfélaginu. Okkur finnst þetta viðhorf vera hættulegt samfélaginu og gera það að verkum að fólk einangrast og hefur ekki jafn mikla möguleika og ófatlað fólk til þess að taka þátt í því. Ferðaþjónusta fatlaðs fólks er svo annað tilefni til óöryggis í lífi fatlaðs fólks, aðgangur að réttarkerfinu, heilbrigðiskerfinu, nauðung og fleira og fleira. Fatlað fólk verður sífellt fyrir mannréttindabrotum. Það á ekki að líðast. Við finnum til mikillar samstöðu með öðrum minnihlutahópum sem þurfa að þola mannréttindabrot. Dýravernd er líka mjög mikilvæg og ill meðferð á dýrum á alls ekki að líðast. En það veldur okkur miklum vonbrigðum að áhugi samfélagsins og fjölmiðla á því óréttlæti sem fatlað fólk þarf að þola alla daga skuli ekki vera meiri en hann er. Er það eðlilegt að fatlaður einstaklingur komist ekki á viðburði, komist ekki á klósettið, fái ekki að búa heima hjá sér og fái í raun ekki aðgang að samfélaginu vegna þess að sveitarfélagið vill ekki búa til fordæmi þannig að aðrir geti kannski óskað eftir sömu þjónustu? Hvar er eftirlitið sem á að fylgja þessu eftir? Hvar er fólkið sem vill vekja athygli á þessum mannréttindabrotum sem eiga sér stað í íslensku samfélagi á hverjum degi? Því viljum við á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember, hvetja allt samfélagið til þess að eiga samtal við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess um hvernig lífi okkar er háttað. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 26.07.2025 Halldór Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Að vera einstaklingur með einhvers konar fötlun er eiginlega ávísun á það að geta ekki lifað eðlilegu lífi. Ekki vegna þess að fötlunin sé eitthvað hamlandi, nei, aðeins vegna þess að samfélagið hindrar. Stoltgangan var gengin í fyrsta sinn í byrjun september þessa árs. Hún var viðburður þar sem fatlað og ófatlað fólk sameinaðist og gekk saman til að sýna sig sjálft og láta raddir sínar heyrast. Ganga stolt, vera sýnileg og fagna fjölbreytileikanum. Eftir Stoltgönguna fékk stjórn Átaks, félags fólks með þroskahömlun, ábendingu um að einhverjir einstaklingar sem ætluðu í gönguna gætu það ekki vegna þess að ekki fékkst þjónusta. Sökum þess fékk fólk ekki þann stuðning sem þurfti til að geta mætt í gönguna og verið sýnilegt.Er þetta raunin? Fyrst töldum við að um væri að ræða lítinn hóp, en annað kom í ljós. Margir höfðu þessa sögu að segja. Meira að segja einn af okkar góðu félagsmönnum sem fær reglulega að standa með grátstafinn í kverkunum vegna þess að það er óvíst að hann geti komist á viðburði hjá Átaki. Já, þetta er raunin í íslensku samfélagi árið 2016. Því hljótum við, fatlaða fólkið, að spyrja hvort sparnaður ríkis og sveitarfélaga sé þess valdandi að fatlað fólk fái ekki næga þjónustu til að vera þátttakendur í samfélaginu. Okkur finnst þetta viðhorf vera hættulegt samfélaginu og gera það að verkum að fólk einangrast og hefur ekki jafn mikla möguleika og ófatlað fólk til þess að taka þátt í því. Ferðaþjónusta fatlaðs fólks er svo annað tilefni til óöryggis í lífi fatlaðs fólks, aðgangur að réttarkerfinu, heilbrigðiskerfinu, nauðung og fleira og fleira. Fatlað fólk verður sífellt fyrir mannréttindabrotum. Það á ekki að líðast. Við finnum til mikillar samstöðu með öðrum minnihlutahópum sem þurfa að þola mannréttindabrot. Dýravernd er líka mjög mikilvæg og ill meðferð á dýrum á alls ekki að líðast. En það veldur okkur miklum vonbrigðum að áhugi samfélagsins og fjölmiðla á því óréttlæti sem fatlað fólk þarf að þola alla daga skuli ekki vera meiri en hann er. Er það eðlilegt að fatlaður einstaklingur komist ekki á viðburði, komist ekki á klósettið, fái ekki að búa heima hjá sér og fái í raun ekki aðgang að samfélaginu vegna þess að sveitarfélagið vill ekki búa til fordæmi þannig að aðrir geti kannski óskað eftir sömu þjónustu? Hvar er eftirlitið sem á að fylgja þessu eftir? Hvar er fólkið sem vill vekja athygli á þessum mannréttindabrotum sem eiga sér stað í íslensku samfélagi á hverjum degi? Því viljum við á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember, hvetja allt samfélagið til þess að eiga samtal við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess um hvernig lífi okkar er háttað. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun