Ólafía er 18 holum frá draumnum: "Planið er að vera andlega sterk og þolinmóð“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2016 08:16 Ólafía Þórunn er í góðum gír fyrir lokahringinn. Mynd/Golfsamband Íslands Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er nú einungis einum hring frá því að tryggja sig inn á stærstu kvennamótaröð heims í golfi. Ólafía leikur í dag fimmta og síðasta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir LGPA-atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum. Gert er ráð fyrir því að hún hefji leik um klukkan 14:30 en til að vinna sér fullan keppnisrétt á mótinu þarf hún að enda meðal tuttugu efstu kylfinganna eftir daginn. Í samtali við golf.is segist Ólafíu líða vel fyrir lokadaginn, eins og fyrir hina daga. „Ég reyni að hugsa sem minnst um golf eftir hringina og ég vinn með hugarþjálfunarverkefni á kvöldin,“ segir Ólafía við golf.is þegar hún var innt eftir því hvernig hún hafði undirbúið sig fyrir síðasta hring.Ólafía @olafiakri hefur leik kl 14:31 á sunnudaginn á lokahringnum á lokaúrtökumótinu fyrir @LPGA pic.twitter.com/vJrP7CqLkT— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) December 3, 2016 „Mér líður vel og þessi hringur var mjög svipaður og hinir, var með 27 pútt. Planið fyrir lokahringinn er að vera andlega sterk og þolinmóð,“ segir Ólafía.Sjá einnig: Tekst Ólafíu að endurskrifa íslenska golfsögu?Það er vart annað hægt að segja en að Ólafía sé í ágætri stöðu fyrir daginn. Hún er í öðru sæti með -13, tveimur höggum á eftir Jaye Marie Green, og með níu högga forskot á fjóra kylfinga sem deila 19. sæti fyrir lokahringinn. Það er þó ekkert í hendi ennþá enda hefur það sýnt sig á þessum mótum að hlutirnir eru fljótir að breytast. Þarf ekki að fara lengra en að skoða frammistöðuna sem Ólafía sýndi á öðrum degi þegar hún lyfti sér upp um 62. sæti og blandaði sér í toppbaráttuna. Sem fyrr segir mun Ólafía hefja leik klukkan 14:30 í dag og mun Vísir greina frá gangi mála á lokahringnum. Hér að neðan má sjá þegar Ólafía púttaði fyrir fugli á 18. holu í gær.Hér púttar Ólafía fyrir fugli á 18......lokahola dagsins.. https://t.co/T9k7xxTVq5 pic.twitter.com/aYwA2Ap5RR— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) December 3, 2016 Golf Tengdar fréttir Ólafía í öðru sæti fyrir lokadaginn eftir frábæran hring Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í frábærum málum fyrir lokahringinn á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í golfi eftir að hafa leikið fjórða hring á fjórum höggum undir pari. 3. desember 2016 20:15 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er nú einungis einum hring frá því að tryggja sig inn á stærstu kvennamótaröð heims í golfi. Ólafía leikur í dag fimmta og síðasta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir LGPA-atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum. Gert er ráð fyrir því að hún hefji leik um klukkan 14:30 en til að vinna sér fullan keppnisrétt á mótinu þarf hún að enda meðal tuttugu efstu kylfinganna eftir daginn. Í samtali við golf.is segist Ólafíu líða vel fyrir lokadaginn, eins og fyrir hina daga. „Ég reyni að hugsa sem minnst um golf eftir hringina og ég vinn með hugarþjálfunarverkefni á kvöldin,“ segir Ólafía við golf.is þegar hún var innt eftir því hvernig hún hafði undirbúið sig fyrir síðasta hring.Ólafía @olafiakri hefur leik kl 14:31 á sunnudaginn á lokahringnum á lokaúrtökumótinu fyrir @LPGA pic.twitter.com/vJrP7CqLkT— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) December 3, 2016 „Mér líður vel og þessi hringur var mjög svipaður og hinir, var með 27 pútt. Planið fyrir lokahringinn er að vera andlega sterk og þolinmóð,“ segir Ólafía.Sjá einnig: Tekst Ólafíu að endurskrifa íslenska golfsögu?Það er vart annað hægt að segja en að Ólafía sé í ágætri stöðu fyrir daginn. Hún er í öðru sæti með -13, tveimur höggum á eftir Jaye Marie Green, og með níu högga forskot á fjóra kylfinga sem deila 19. sæti fyrir lokahringinn. Það er þó ekkert í hendi ennþá enda hefur það sýnt sig á þessum mótum að hlutirnir eru fljótir að breytast. Þarf ekki að fara lengra en að skoða frammistöðuna sem Ólafía sýndi á öðrum degi þegar hún lyfti sér upp um 62. sæti og blandaði sér í toppbaráttuna. Sem fyrr segir mun Ólafía hefja leik klukkan 14:30 í dag og mun Vísir greina frá gangi mála á lokahringnum. Hér að neðan má sjá þegar Ólafía púttaði fyrir fugli á 18. holu í gær.Hér púttar Ólafía fyrir fugli á 18......lokahola dagsins.. https://t.co/T9k7xxTVq5 pic.twitter.com/aYwA2Ap5RR— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) December 3, 2016
Golf Tengdar fréttir Ólafía í öðru sæti fyrir lokadaginn eftir frábæran hring Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í frábærum málum fyrir lokahringinn á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í golfi eftir að hafa leikið fjórða hring á fjórum höggum undir pari. 3. desember 2016 20:15 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira
Ólafía í öðru sæti fyrir lokadaginn eftir frábæran hring Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í frábærum málum fyrir lokahringinn á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í golfi eftir að hafa leikið fjórða hring á fjórum höggum undir pari. 3. desember 2016 20:15