Þráhyggja og árátta – hin falda kvíðaröskun Ásmundur Gunnarsson skrifar 6. desember 2016 17:00 Hefur einhvern tímann leitað á þig skrítin og óvenjuleg hugsun, þú jafnvel séð eitthvað ljóslifandi fyrir þér gerast eða fengið hálfgerða löngun til að gera eitthvað sem þér finnst algjörlega rangt og væri mjög ólíkt þér? Kannski hefur þú hugsað um að skaða einhvern sem þér þykir mjög vænt um, öskra upphátt í bíó, séð þig fyrir þér keyra bílinn þinn fram af brú eða stunda kynlíf með skyldmenni—þó svo að þú viljir það engan veginn. Ef til vill hefur þú einhvern tímann efast um að þú hafir tekið rétta ákvörðun í vissum aðstæðum. Slökkti ég á kaffivélinni? Setti ég bílinn í handbremsu? Elska ég maka minn? Flestir svara þessum spurningum játandi. Rannsóknir benda nefnilega til þess að við fáum eiginlega öll svona hugsanir og þær eru fullkomlega eðlilegar. Fyrr um daginn leitaði, sem dæmi, á mig hugsun um að keyra yfir hóp af fólki sem beið samviskusamlega við gatnaljós að bíða eftir græna kallinum. Vitaskuld var það eitthvað sem mig langaði alls ekki að gera. Ég hristi hana af mér og hélt áfram að keyra (en ekki yfir þau samt). Þannig virkar þetta hjá flestum. Fólk tekur yfirleitt eftir þessum hugsunum, finnst þær einkennilegar og oft óþægilegar, en spáir að öðru leyti lítið í þeim. Í sumum tilvikum byrja þessar hugsanir að leita endurtekið á fólk gegn vilja þess og valda því gríðarlegu uppnámi. Þegar svo er nefnist það þráhyggja. Fólk finnur sig knúið til að bregðast við þessum hugsunum, ýmist með því að ýta þeim í burtu, endurtaka eitthvað eða gera eitthvað í huganum til þess að draga úr kvíða og afstýra einhverri hættu. Þráhyggja í þessum skilningi snýst ekki um að hugsa mjög mikið um eitthvað hversdagslegt („að fá eitthvað á heilann“ eins og ræktina eða sjónvarpsseríuna Westworld) eða of miklar áhyggjur (eins og af prófum eða fjárhag). Hugsanamynstur í þráhyggju er eitthvað sem fólki finnst (eða öðrum myndi finnast) óþægilegt, skrítið og oft fjarstæðukennt og stríðir gegn persónulegum skoðunum þess og siðferðiskennd. Birtingarmynd þráhyggju getur verið margvísleg. Algengt er að hún snúi að: • smiti sem tengist óhreinindum, sýklum, sjúkdómum og efnum (ótti um að smitast af salmonellu og dreifa því til annarra o.fl.) • efasemdum (hvort maður hafi læst hurðinni, hvort maður elski maka sinn o.fl.) • ofbeldi (ótti um að skaða börn sín, ráðast á ókunnuga, keyra út af o.fl.) • siðferðis- og trúarlegum málefnum (að guðlasta, sjá eitthvað klámfengið fyrir sér) • röð og reglu Fólk finnur sig svo í kjölfarið knúið til að bregðast við þráhyggju sinni á ýmsan hátt með áráttu. Slík hegðun getur snúið að einhverju sem fólk finnur sig knúið til að gera (eins og að þrífa sig, athuga, telja upphátt, raða hlutum á vissan hátt) en líka því sem gert er í huganum (eins og að streitast á móti hugsunum, skipta neikvæðum hugsunum út fyrir jákvæðar, endurtaka orð eða setningar eða sjá hluti fyrir sér). Mikilvægt að taka fram að þetta er eitthvað sem fólk gerir aftur og aftur og er mjög tímafrekt. Því er alltaf ætlað að koma í veg fyrir hættu og draga úr kvíða—og er í fullkomnu samhengi við það sem við óttumst. Ef ég óttast að guðlasta og að það muni leiða til þess að ég brenni að eilífu í helvíti, reyni ég líklega að forðast að fá slæmar hugsanir um guð, skipta þeim út fyrir jákvæðar hugsanir (endurtaka „ég elska þig Guð“ tíu sinnum) og játa syndir mínar við minnsta tilefni. Ef ég fer að efast mikið um að hafa slökkt á kaffikönnunni heima og að allir í blokkinni geti brunnið inni, þá fer ég líklega heim til að gá að því. Það er því mikið í húfi fyrir fólk og getur því skiljanlega liðið mjög illa ef það kemst ekki til að framkvæma áráttuna. Rannsóknir benda til þess að 2% almennings glími einhvern tímann við þráhyggju-áráttu á lífsleið sinni—sem þýðir að um 6800 Íslendingar hafa reynslu af þessum vanda. Hann birtist jafnt hjá konum og körlum og hefst yfirleitt seint á unglingsárum. Vandinn getur valdið gífurlegri þjáningu og haft truflandi áhrif á daglegt líf þeirra, samskipti og getu til að stunda nám og/eða vinnu.Hverjir fá þráhyggju-áráttu?Eins og áður var nefnt fáum við öll óþægilegar og óboðnar hugsanir, ímyndir, efasemdir eða hvatir sem stríða gegn skoðunum okkar eða siðferðiskennd. Við tökum eftir þeim en leggjum enga sérstaka merkingu í þær. Þeir sem eru með þráhyggju áráttu leggja meiri ógnandi merkingu í þessar hugsanir—þá sérstaklega að það sé raunveruleg hætta á ferðum og þeir beri ábyrgð á að koma í veg fyrir hana. Þeir telja jafnvel að það að hugsa um einhvern atburð hljóti að vera jafn slæmt og að framkvæma hann og jafnvel að það að hugsa um slíka atburði auki líkurnar á því að þeir verði að veruleika. Fólk fer að taka þessum hugsunum persónulega og finnst að þær hljóti að merkja eitthvað slæmt um það sjálft—að það sé illa innrætt, geðveikt eða beinlínis hættulegt. Ábyrgur faðir sem sér ekki sólina fyrir börnum sínum gæti fengið endurteknar og óboðnar hugsanir um að skaða börnin sín. Hann gæti talið að aðeins vondar og viðbjóðslegar manneskjur myndu hugsi svona og að hann þyrfti að gera allt sem í sínu valdi stæði til að koma í veg fyrir að hann myndi skaða þau. Þessi merking sem við leggjum í hugsanir okkar gerir það að verkum að við finnum oft fyrir gríðarlega erfiðum tilfinningum eins og kvíða, depurð, skömm og sektarkennd. Einnig gerir hún það að verkum að við bregðumst við á ákveðinn hátt. Faðirinn hér að ofan væri líklegur til að reyna að ýta hugsunum sínum í burtu, forðast að vera einn með börnin sín og ekki nota hnífa nálægt þeim. En þegar fólk fer að reyna of mikið að bregðast við hugsunum sínum verða hugsanirnar enn áleitnari og það enn sannfærðara um að hætta sé á ferðum. Lausnin verður að vandamálinu. Ef faðirinn ætlar að forðast hættuna (hugsanir sínar, beitta hnífa, vera einn með börnin sín) fer hann að leita eftir öllum hættumerkjum í umhverfi sínu og tekur eftir ýmsu sem hann hefði ekki spáð í áður. Leitið og þér munið finna! Sama gerist þegar hann reynir að ýta hugsunum sínum í burtu. Þær koma hreinlega oftar (prófaðu að hugsa ekki um bleikan fíl!). Einnig er hætta á því að öryggisráðstafanir föðurins, eins og að forðast hnífa eða vera einn með börnunum sínum, komi í veg fyrir að hann komist að því að ekkert slæmt hefði gerst hvort eð er. Þær viðhalda trú hans á því að hann sé vondur faðir. Ef þú tekur eftir svona vítahring hjá þér hvet ég þig eindregið til að leita þér aðstoðar hjá sálfræðingi sem sérhæfir sig í hugrænni atferlismeðferð og hefur reynslu af því að vinna með þennan vanda. Ég vil einnig minna á að það eru ekki þessar hugsanir sem eru vandamálið, sama hversu oft þær leita á þig og hvers eðlis þær eru. Hugsanir sem þessar eru eðlilegar og flestir fá þær. Vandinn snýst um það hvernig þú túlkar þær—og í meðferð er unnið að því að læra að túlka þær öðruvísi. Höfundur er sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Hefur einhvern tímann leitað á þig skrítin og óvenjuleg hugsun, þú jafnvel séð eitthvað ljóslifandi fyrir þér gerast eða fengið hálfgerða löngun til að gera eitthvað sem þér finnst algjörlega rangt og væri mjög ólíkt þér? Kannski hefur þú hugsað um að skaða einhvern sem þér þykir mjög vænt um, öskra upphátt í bíó, séð þig fyrir þér keyra bílinn þinn fram af brú eða stunda kynlíf með skyldmenni—þó svo að þú viljir það engan veginn. Ef til vill hefur þú einhvern tímann efast um að þú hafir tekið rétta ákvörðun í vissum aðstæðum. Slökkti ég á kaffivélinni? Setti ég bílinn í handbremsu? Elska ég maka minn? Flestir svara þessum spurningum játandi. Rannsóknir benda nefnilega til þess að við fáum eiginlega öll svona hugsanir og þær eru fullkomlega eðlilegar. Fyrr um daginn leitaði, sem dæmi, á mig hugsun um að keyra yfir hóp af fólki sem beið samviskusamlega við gatnaljós að bíða eftir græna kallinum. Vitaskuld var það eitthvað sem mig langaði alls ekki að gera. Ég hristi hana af mér og hélt áfram að keyra (en ekki yfir þau samt). Þannig virkar þetta hjá flestum. Fólk tekur yfirleitt eftir þessum hugsunum, finnst þær einkennilegar og oft óþægilegar, en spáir að öðru leyti lítið í þeim. Í sumum tilvikum byrja þessar hugsanir að leita endurtekið á fólk gegn vilja þess og valda því gríðarlegu uppnámi. Þegar svo er nefnist það þráhyggja. Fólk finnur sig knúið til að bregðast við þessum hugsunum, ýmist með því að ýta þeim í burtu, endurtaka eitthvað eða gera eitthvað í huganum til þess að draga úr kvíða og afstýra einhverri hættu. Þráhyggja í þessum skilningi snýst ekki um að hugsa mjög mikið um eitthvað hversdagslegt („að fá eitthvað á heilann“ eins og ræktina eða sjónvarpsseríuna Westworld) eða of miklar áhyggjur (eins og af prófum eða fjárhag). Hugsanamynstur í þráhyggju er eitthvað sem fólki finnst (eða öðrum myndi finnast) óþægilegt, skrítið og oft fjarstæðukennt og stríðir gegn persónulegum skoðunum þess og siðferðiskennd. Birtingarmynd þráhyggju getur verið margvísleg. Algengt er að hún snúi að: • smiti sem tengist óhreinindum, sýklum, sjúkdómum og efnum (ótti um að smitast af salmonellu og dreifa því til annarra o.fl.) • efasemdum (hvort maður hafi læst hurðinni, hvort maður elski maka sinn o.fl.) • ofbeldi (ótti um að skaða börn sín, ráðast á ókunnuga, keyra út af o.fl.) • siðferðis- og trúarlegum málefnum (að guðlasta, sjá eitthvað klámfengið fyrir sér) • röð og reglu Fólk finnur sig svo í kjölfarið knúið til að bregðast við þráhyggju sinni á ýmsan hátt með áráttu. Slík hegðun getur snúið að einhverju sem fólk finnur sig knúið til að gera (eins og að þrífa sig, athuga, telja upphátt, raða hlutum á vissan hátt) en líka því sem gert er í huganum (eins og að streitast á móti hugsunum, skipta neikvæðum hugsunum út fyrir jákvæðar, endurtaka orð eða setningar eða sjá hluti fyrir sér). Mikilvægt að taka fram að þetta er eitthvað sem fólk gerir aftur og aftur og er mjög tímafrekt. Því er alltaf ætlað að koma í veg fyrir hættu og draga úr kvíða—og er í fullkomnu samhengi við það sem við óttumst. Ef ég óttast að guðlasta og að það muni leiða til þess að ég brenni að eilífu í helvíti, reyni ég líklega að forðast að fá slæmar hugsanir um guð, skipta þeim út fyrir jákvæðar hugsanir (endurtaka „ég elska þig Guð“ tíu sinnum) og játa syndir mínar við minnsta tilefni. Ef ég fer að efast mikið um að hafa slökkt á kaffikönnunni heima og að allir í blokkinni geti brunnið inni, þá fer ég líklega heim til að gá að því. Það er því mikið í húfi fyrir fólk og getur því skiljanlega liðið mjög illa ef það kemst ekki til að framkvæma áráttuna. Rannsóknir benda til þess að 2% almennings glími einhvern tímann við þráhyggju-áráttu á lífsleið sinni—sem þýðir að um 6800 Íslendingar hafa reynslu af þessum vanda. Hann birtist jafnt hjá konum og körlum og hefst yfirleitt seint á unglingsárum. Vandinn getur valdið gífurlegri þjáningu og haft truflandi áhrif á daglegt líf þeirra, samskipti og getu til að stunda nám og/eða vinnu.Hverjir fá þráhyggju-áráttu?Eins og áður var nefnt fáum við öll óþægilegar og óboðnar hugsanir, ímyndir, efasemdir eða hvatir sem stríða gegn skoðunum okkar eða siðferðiskennd. Við tökum eftir þeim en leggjum enga sérstaka merkingu í þær. Þeir sem eru með þráhyggju áráttu leggja meiri ógnandi merkingu í þessar hugsanir—þá sérstaklega að það sé raunveruleg hætta á ferðum og þeir beri ábyrgð á að koma í veg fyrir hana. Þeir telja jafnvel að það að hugsa um einhvern atburð hljóti að vera jafn slæmt og að framkvæma hann og jafnvel að það að hugsa um slíka atburði auki líkurnar á því að þeir verði að veruleika. Fólk fer að taka þessum hugsunum persónulega og finnst að þær hljóti að merkja eitthvað slæmt um það sjálft—að það sé illa innrætt, geðveikt eða beinlínis hættulegt. Ábyrgur faðir sem sér ekki sólina fyrir börnum sínum gæti fengið endurteknar og óboðnar hugsanir um að skaða börnin sín. Hann gæti talið að aðeins vondar og viðbjóðslegar manneskjur myndu hugsi svona og að hann þyrfti að gera allt sem í sínu valdi stæði til að koma í veg fyrir að hann myndi skaða þau. Þessi merking sem við leggjum í hugsanir okkar gerir það að verkum að við finnum oft fyrir gríðarlega erfiðum tilfinningum eins og kvíða, depurð, skömm og sektarkennd. Einnig gerir hún það að verkum að við bregðumst við á ákveðinn hátt. Faðirinn hér að ofan væri líklegur til að reyna að ýta hugsunum sínum í burtu, forðast að vera einn með börnin sín og ekki nota hnífa nálægt þeim. En þegar fólk fer að reyna of mikið að bregðast við hugsunum sínum verða hugsanirnar enn áleitnari og það enn sannfærðara um að hætta sé á ferðum. Lausnin verður að vandamálinu. Ef faðirinn ætlar að forðast hættuna (hugsanir sínar, beitta hnífa, vera einn með börnin sín) fer hann að leita eftir öllum hættumerkjum í umhverfi sínu og tekur eftir ýmsu sem hann hefði ekki spáð í áður. Leitið og þér munið finna! Sama gerist þegar hann reynir að ýta hugsunum sínum í burtu. Þær koma hreinlega oftar (prófaðu að hugsa ekki um bleikan fíl!). Einnig er hætta á því að öryggisráðstafanir föðurins, eins og að forðast hnífa eða vera einn með börnunum sínum, komi í veg fyrir að hann komist að því að ekkert slæmt hefði gerst hvort eð er. Þær viðhalda trú hans á því að hann sé vondur faðir. Ef þú tekur eftir svona vítahring hjá þér hvet ég þig eindregið til að leita þér aðstoðar hjá sálfræðingi sem sérhæfir sig í hugrænni atferlismeðferð og hefur reynslu af því að vinna með þennan vanda. Ég vil einnig minna á að það eru ekki þessar hugsanir sem eru vandamálið, sama hversu oft þær leita á þig og hvers eðlis þær eru. Hugsanir sem þessar eru eðlilegar og flestir fá þær. Vandinn snýst um það hvernig þú túlkar þær—og í meðferð er unnið að því að læra að túlka þær öðruvísi. Höfundur er sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun