Hlustað á norðurljósin Þórður Bjarnason skrifar 7. desember 2016 09:00 Íslenska sprotafyrirtækið Elf Tech hefur þróað vöruna Aurorafy sem gerir notandanum kleift að hlusta á norðurljósin. Vinsældir norðurljósaferða hafa aldrei verið meiri og í nýrri skýrslu Ferðamálastofu eru norðurljósin tilgreind sem minnisstæðasta upplifun ferðamanna yfir vetrartímann á Íslandi. Aurorafy auðgar upplifunina af norðurljósunum og skapar þannig enn ógleymanlegri upplifun með því að tvinna saman ljósadýrðina á himninum og heillandi hljóðheim. Móttökubúnaður sem festur er á ökutæki sendir þráðlaust hljóðmerki í heyrnartól og heyrist það í rauntíma. „Við nemum ljós á annarri bylgjulengd en þeirri sýnilegu og ummyndum það beint í hljóð, án þess að eiga frekar við merkið,“ útskýrir Kristján Klausen tæknistjóri og annar tveggja stofnenda Elf Tech. Kristján er meistaranemi í eðlisfræði með grunn í jarðeðlisfræði og hefur starfað hjá Íslenskum orkurannsóknum og Veðurstofu Íslands samhliða námi. Framkvæmdastjóri Elf Tech og stjúpbróðir Kristjáns er Þórður Bjarnason sem á langan feril að baki í ferðaþjónustu og rekstri. Elf Tech er eitt af sjö fyrirtækjum sem valin voru til þátttöku í viðskiptahraðlinum Startup Energy Reykjavík 2016. „Við höfum fengið mikinn meðbyr og góða leiðsögn ásamt því að kynnast frábæru fólki með þátttöku okkar í Startup Energy Reykjavík,“ segir Þórður. Áætlað er að um milljón ferðamenn komi til Íslands yfir norðurljósatímabilið í ár og að rúmur þriðjungur þeirra greiði fyrir norðurljósaferð. Norðurljósin eða aurora borealis eru sýnileg í grennd við heimskautsbauginn í löndum á borð við Noreg, Svíþjóð, Finnland og Kanada. Ljósin eru einnig sýnileg á suðurhveli jarðar en bera þá nafnið aurora australis og sjást í Suður-Ástralíu og löndum á borð við Nýja-Sjáland, Chile og Argentínu. Aurorafy kemur á markað haustið 2017 sem viðbót við skipulagðar norðurljósaferðir á jeppum eða rútum. Kristján og Þórður sjá jafnframt fyrir sér að varan Aurorafy geti auðgað norðurljósaupplifun ferðamanna sem ferðast á eigin vegum um Ísland og leigja bíla, gista á hótelum eða jafnvel með heimsóknum í baðlaugar með því að nota vatnsheld heyrnartól. Hægt er að hlusta á tóndæmi og fylgjast með framvindu Aurorafy á Facebook-síðunni https://www.facebook.com/AurorafyIceland. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband í gegnum www.aurorafy.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Íslenska sprotafyrirtækið Elf Tech hefur þróað vöruna Aurorafy sem gerir notandanum kleift að hlusta á norðurljósin. Vinsældir norðurljósaferða hafa aldrei verið meiri og í nýrri skýrslu Ferðamálastofu eru norðurljósin tilgreind sem minnisstæðasta upplifun ferðamanna yfir vetrartímann á Íslandi. Aurorafy auðgar upplifunina af norðurljósunum og skapar þannig enn ógleymanlegri upplifun með því að tvinna saman ljósadýrðina á himninum og heillandi hljóðheim. Móttökubúnaður sem festur er á ökutæki sendir þráðlaust hljóðmerki í heyrnartól og heyrist það í rauntíma. „Við nemum ljós á annarri bylgjulengd en þeirri sýnilegu og ummyndum það beint í hljóð, án þess að eiga frekar við merkið,“ útskýrir Kristján Klausen tæknistjóri og annar tveggja stofnenda Elf Tech. Kristján er meistaranemi í eðlisfræði með grunn í jarðeðlisfræði og hefur starfað hjá Íslenskum orkurannsóknum og Veðurstofu Íslands samhliða námi. Framkvæmdastjóri Elf Tech og stjúpbróðir Kristjáns er Þórður Bjarnason sem á langan feril að baki í ferðaþjónustu og rekstri. Elf Tech er eitt af sjö fyrirtækjum sem valin voru til þátttöku í viðskiptahraðlinum Startup Energy Reykjavík 2016. „Við höfum fengið mikinn meðbyr og góða leiðsögn ásamt því að kynnast frábæru fólki með þátttöku okkar í Startup Energy Reykjavík,“ segir Þórður. Áætlað er að um milljón ferðamenn komi til Íslands yfir norðurljósatímabilið í ár og að rúmur þriðjungur þeirra greiði fyrir norðurljósaferð. Norðurljósin eða aurora borealis eru sýnileg í grennd við heimskautsbauginn í löndum á borð við Noreg, Svíþjóð, Finnland og Kanada. Ljósin eru einnig sýnileg á suðurhveli jarðar en bera þá nafnið aurora australis og sjást í Suður-Ástralíu og löndum á borð við Nýja-Sjáland, Chile og Argentínu. Aurorafy kemur á markað haustið 2017 sem viðbót við skipulagðar norðurljósaferðir á jeppum eða rútum. Kristján og Þórður sjá jafnframt fyrir sér að varan Aurorafy geti auðgað norðurljósaupplifun ferðamanna sem ferðast á eigin vegum um Ísland og leigja bíla, gista á hótelum eða jafnvel með heimsóknum í baðlaugar með því að nota vatnsheld heyrnartól. Hægt er að hlusta á tóndæmi og fylgjast með framvindu Aurorafy á Facebook-síðunni https://www.facebook.com/AurorafyIceland. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband í gegnum www.aurorafy.is.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun