Hlustað á norðurljósin Þórður Bjarnason skrifar 7. desember 2016 09:00 Íslenska sprotafyrirtækið Elf Tech hefur þróað vöruna Aurorafy sem gerir notandanum kleift að hlusta á norðurljósin. Vinsældir norðurljósaferða hafa aldrei verið meiri og í nýrri skýrslu Ferðamálastofu eru norðurljósin tilgreind sem minnisstæðasta upplifun ferðamanna yfir vetrartímann á Íslandi. Aurorafy auðgar upplifunina af norðurljósunum og skapar þannig enn ógleymanlegri upplifun með því að tvinna saman ljósadýrðina á himninum og heillandi hljóðheim. Móttökubúnaður sem festur er á ökutæki sendir þráðlaust hljóðmerki í heyrnartól og heyrist það í rauntíma. „Við nemum ljós á annarri bylgjulengd en þeirri sýnilegu og ummyndum það beint í hljóð, án þess að eiga frekar við merkið,“ útskýrir Kristján Klausen tæknistjóri og annar tveggja stofnenda Elf Tech. Kristján er meistaranemi í eðlisfræði með grunn í jarðeðlisfræði og hefur starfað hjá Íslenskum orkurannsóknum og Veðurstofu Íslands samhliða námi. Framkvæmdastjóri Elf Tech og stjúpbróðir Kristjáns er Þórður Bjarnason sem á langan feril að baki í ferðaþjónustu og rekstri. Elf Tech er eitt af sjö fyrirtækjum sem valin voru til þátttöku í viðskiptahraðlinum Startup Energy Reykjavík 2016. „Við höfum fengið mikinn meðbyr og góða leiðsögn ásamt því að kynnast frábæru fólki með þátttöku okkar í Startup Energy Reykjavík,“ segir Þórður. Áætlað er að um milljón ferðamenn komi til Íslands yfir norðurljósatímabilið í ár og að rúmur þriðjungur þeirra greiði fyrir norðurljósaferð. Norðurljósin eða aurora borealis eru sýnileg í grennd við heimskautsbauginn í löndum á borð við Noreg, Svíþjóð, Finnland og Kanada. Ljósin eru einnig sýnileg á suðurhveli jarðar en bera þá nafnið aurora australis og sjást í Suður-Ástralíu og löndum á borð við Nýja-Sjáland, Chile og Argentínu. Aurorafy kemur á markað haustið 2017 sem viðbót við skipulagðar norðurljósaferðir á jeppum eða rútum. Kristján og Þórður sjá jafnframt fyrir sér að varan Aurorafy geti auðgað norðurljósaupplifun ferðamanna sem ferðast á eigin vegum um Ísland og leigja bíla, gista á hótelum eða jafnvel með heimsóknum í baðlaugar með því að nota vatnsheld heyrnartól. Hægt er að hlusta á tóndæmi og fylgjast með framvindu Aurorafy á Facebook-síðunni https://www.facebook.com/AurorafyIceland. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband í gegnum www.aurorafy.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska sprotafyrirtækið Elf Tech hefur þróað vöruna Aurorafy sem gerir notandanum kleift að hlusta á norðurljósin. Vinsældir norðurljósaferða hafa aldrei verið meiri og í nýrri skýrslu Ferðamálastofu eru norðurljósin tilgreind sem minnisstæðasta upplifun ferðamanna yfir vetrartímann á Íslandi. Aurorafy auðgar upplifunina af norðurljósunum og skapar þannig enn ógleymanlegri upplifun með því að tvinna saman ljósadýrðina á himninum og heillandi hljóðheim. Móttökubúnaður sem festur er á ökutæki sendir þráðlaust hljóðmerki í heyrnartól og heyrist það í rauntíma. „Við nemum ljós á annarri bylgjulengd en þeirri sýnilegu og ummyndum það beint í hljóð, án þess að eiga frekar við merkið,“ útskýrir Kristján Klausen tæknistjóri og annar tveggja stofnenda Elf Tech. Kristján er meistaranemi í eðlisfræði með grunn í jarðeðlisfræði og hefur starfað hjá Íslenskum orkurannsóknum og Veðurstofu Íslands samhliða námi. Framkvæmdastjóri Elf Tech og stjúpbróðir Kristjáns er Þórður Bjarnason sem á langan feril að baki í ferðaþjónustu og rekstri. Elf Tech er eitt af sjö fyrirtækjum sem valin voru til þátttöku í viðskiptahraðlinum Startup Energy Reykjavík 2016. „Við höfum fengið mikinn meðbyr og góða leiðsögn ásamt því að kynnast frábæru fólki með þátttöku okkar í Startup Energy Reykjavík,“ segir Þórður. Áætlað er að um milljón ferðamenn komi til Íslands yfir norðurljósatímabilið í ár og að rúmur þriðjungur þeirra greiði fyrir norðurljósaferð. Norðurljósin eða aurora borealis eru sýnileg í grennd við heimskautsbauginn í löndum á borð við Noreg, Svíþjóð, Finnland og Kanada. Ljósin eru einnig sýnileg á suðurhveli jarðar en bera þá nafnið aurora australis og sjást í Suður-Ástralíu og löndum á borð við Nýja-Sjáland, Chile og Argentínu. Aurorafy kemur á markað haustið 2017 sem viðbót við skipulagðar norðurljósaferðir á jeppum eða rútum. Kristján og Þórður sjá jafnframt fyrir sér að varan Aurorafy geti auðgað norðurljósaupplifun ferðamanna sem ferðast á eigin vegum um Ísland og leigja bíla, gista á hótelum eða jafnvel með heimsóknum í baðlaugar með því að nota vatnsheld heyrnartól. Hægt er að hlusta á tóndæmi og fylgjast með framvindu Aurorafy á Facebook-síðunni https://www.facebook.com/AurorafyIceland. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband í gegnum www.aurorafy.is.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun