Hlustað á norðurljósin Þórður Bjarnason skrifar 7. desember 2016 09:00 Íslenska sprotafyrirtækið Elf Tech hefur þróað vöruna Aurorafy sem gerir notandanum kleift að hlusta á norðurljósin. Vinsældir norðurljósaferða hafa aldrei verið meiri og í nýrri skýrslu Ferðamálastofu eru norðurljósin tilgreind sem minnisstæðasta upplifun ferðamanna yfir vetrartímann á Íslandi. Aurorafy auðgar upplifunina af norðurljósunum og skapar þannig enn ógleymanlegri upplifun með því að tvinna saman ljósadýrðina á himninum og heillandi hljóðheim. Móttökubúnaður sem festur er á ökutæki sendir þráðlaust hljóðmerki í heyrnartól og heyrist það í rauntíma. „Við nemum ljós á annarri bylgjulengd en þeirri sýnilegu og ummyndum það beint í hljóð, án þess að eiga frekar við merkið,“ útskýrir Kristján Klausen tæknistjóri og annar tveggja stofnenda Elf Tech. Kristján er meistaranemi í eðlisfræði með grunn í jarðeðlisfræði og hefur starfað hjá Íslenskum orkurannsóknum og Veðurstofu Íslands samhliða námi. Framkvæmdastjóri Elf Tech og stjúpbróðir Kristjáns er Þórður Bjarnason sem á langan feril að baki í ferðaþjónustu og rekstri. Elf Tech er eitt af sjö fyrirtækjum sem valin voru til þátttöku í viðskiptahraðlinum Startup Energy Reykjavík 2016. „Við höfum fengið mikinn meðbyr og góða leiðsögn ásamt því að kynnast frábæru fólki með þátttöku okkar í Startup Energy Reykjavík,“ segir Þórður. Áætlað er að um milljón ferðamenn komi til Íslands yfir norðurljósatímabilið í ár og að rúmur þriðjungur þeirra greiði fyrir norðurljósaferð. Norðurljósin eða aurora borealis eru sýnileg í grennd við heimskautsbauginn í löndum á borð við Noreg, Svíþjóð, Finnland og Kanada. Ljósin eru einnig sýnileg á suðurhveli jarðar en bera þá nafnið aurora australis og sjást í Suður-Ástralíu og löndum á borð við Nýja-Sjáland, Chile og Argentínu. Aurorafy kemur á markað haustið 2017 sem viðbót við skipulagðar norðurljósaferðir á jeppum eða rútum. Kristján og Þórður sjá jafnframt fyrir sér að varan Aurorafy geti auðgað norðurljósaupplifun ferðamanna sem ferðast á eigin vegum um Ísland og leigja bíla, gista á hótelum eða jafnvel með heimsóknum í baðlaugar með því að nota vatnsheld heyrnartól. Hægt er að hlusta á tóndæmi og fylgjast með framvindu Aurorafy á Facebook-síðunni https://www.facebook.com/AurorafyIceland. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband í gegnum www.aurorafy.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Íslenska sprotafyrirtækið Elf Tech hefur þróað vöruna Aurorafy sem gerir notandanum kleift að hlusta á norðurljósin. Vinsældir norðurljósaferða hafa aldrei verið meiri og í nýrri skýrslu Ferðamálastofu eru norðurljósin tilgreind sem minnisstæðasta upplifun ferðamanna yfir vetrartímann á Íslandi. Aurorafy auðgar upplifunina af norðurljósunum og skapar þannig enn ógleymanlegri upplifun með því að tvinna saman ljósadýrðina á himninum og heillandi hljóðheim. Móttökubúnaður sem festur er á ökutæki sendir þráðlaust hljóðmerki í heyrnartól og heyrist það í rauntíma. „Við nemum ljós á annarri bylgjulengd en þeirri sýnilegu og ummyndum það beint í hljóð, án þess að eiga frekar við merkið,“ útskýrir Kristján Klausen tæknistjóri og annar tveggja stofnenda Elf Tech. Kristján er meistaranemi í eðlisfræði með grunn í jarðeðlisfræði og hefur starfað hjá Íslenskum orkurannsóknum og Veðurstofu Íslands samhliða námi. Framkvæmdastjóri Elf Tech og stjúpbróðir Kristjáns er Þórður Bjarnason sem á langan feril að baki í ferðaþjónustu og rekstri. Elf Tech er eitt af sjö fyrirtækjum sem valin voru til þátttöku í viðskiptahraðlinum Startup Energy Reykjavík 2016. „Við höfum fengið mikinn meðbyr og góða leiðsögn ásamt því að kynnast frábæru fólki með þátttöku okkar í Startup Energy Reykjavík,“ segir Þórður. Áætlað er að um milljón ferðamenn komi til Íslands yfir norðurljósatímabilið í ár og að rúmur þriðjungur þeirra greiði fyrir norðurljósaferð. Norðurljósin eða aurora borealis eru sýnileg í grennd við heimskautsbauginn í löndum á borð við Noreg, Svíþjóð, Finnland og Kanada. Ljósin eru einnig sýnileg á suðurhveli jarðar en bera þá nafnið aurora australis og sjást í Suður-Ástralíu og löndum á borð við Nýja-Sjáland, Chile og Argentínu. Aurorafy kemur á markað haustið 2017 sem viðbót við skipulagðar norðurljósaferðir á jeppum eða rútum. Kristján og Þórður sjá jafnframt fyrir sér að varan Aurorafy geti auðgað norðurljósaupplifun ferðamanna sem ferðast á eigin vegum um Ísland og leigja bíla, gista á hótelum eða jafnvel með heimsóknum í baðlaugar með því að nota vatnsheld heyrnartól. Hægt er að hlusta á tóndæmi og fylgjast með framvindu Aurorafy á Facebook-síðunni https://www.facebook.com/AurorafyIceland. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband í gegnum www.aurorafy.is.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar