S O S Þórir Stephensen skrifar 8. desember 2016 07:00 Þetta neyðarkall, er skammstöfun setningarinnar „Save Our Souls,“ og þýðir „frelsa sálir okkar“. Það gildir nánast hvar sem hættu ber að höndum. Eitt af því, sem nú virðist geta leitt til mikillar hættu á alþjóðavettvangi, er afleiðingar forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Megi taka mark á orðum Donalds Trump sýnist auðsætt, að hugsanir hans og framkvæmdir geta orðið ein mesta vá sem að mannkyni gæti steðjað. Reynist orð hans hins vegar ekki marktæk, er ljóst að hann er í senn ómerkilegur undirróðursmaður og bullukollur eða jafnvel loddari, sem ekki er óhætt að trúa fyrir stjórn voldugasta ríkis jarðar. Mér verður hugsað til nýliðinna forsetakosninga hér heima, þar sem frambjóðendur lögðu sig alla fram um að útskýra hvað best skilning sinn á embættinu og háleit markmið er þeir vildu fylgja. Persónulegar árásir heyrðu til undantekninga. Þessu var öfugt farið í Bandaríkjunum, a.m.k. hvað Trump varðar, en hann stjórnaði í raun umræðunni með fúkyrðum og fullyrðingum, sem að stórum hluta voru, í líkingu talað, högg fyrir neðan mitti. Þau voru þar að auki svo þrungin illvilja og mannfyrirlitningu, að býsna langt þarf að leita til mannjafnaðar. Í því, sem fréttir hafa borið mér, hefur aðeins í einu máli örlað á hugsjónum, sem gætu hvatt þjóð hans í sólarátt, en það er um aukinn möguleika fátæks fólks til að koma börnum sínum til mennta. Málflutningur hans hefur miklu fremur höfðað til hinna lægri hvata, sem ala upp girnd og grimmd, öfl myrkursins. Og þau hrósuðu sigri.Á sér marga skoðanabræður Hér er ekki hægt að nefna nema fátt af því sem hann boðaði. Stefnan í málum innflytjenda er ekki í takt við boðskap kristninnar um bróðerni og samhjálp, sem heimurinn þarfnast svo mjög. Þar eru mannfyrirlitning og rasismi samferða. Orð hans um að draga úr starfsemi Nató vekja ugg, ekki síst þegar þar fylgir nánara samstarf við Putin. Sá maður verður seint kallaður mannvinur. Nálgun þeirra tveggja minnir óþægilega á orð Lúkasarguðspjalls: „Á þeim degi urðu þeir Heródes og Pílatus vinir.“ Sá dagur var föstudagurinn langi, þegar kærleikurinn var krossfestur. Hann gæti þá enn og aftur orðið staðreynd í sögu okkar. Loks eru það loftslagsmálin. Trump segir, að hlýnun jarðar sé kínverskur uppspuni. Hann ætlar ekki að gera neitt með Parísarsamkomulagið, sem 195 ríki standa að. Gangi það eftir, tel ég það vera glæp gegn mannkyni. Með þessum skrifum vil ég vekja athygli á, að Trump á sér marga skoðanabræður meðal nágranna- og vinaþjóða okkar. Rasistar, nasistar, fasistar og hægri pópúlistar í Evrópu, sem eiga vaxandi fylgi að fagna, skynja bergmál skoðana sinna í boðskap Trumps. Sænskir nasistar hafa, vegna sigurs hans, farið í einhverja sína glæsilegustu fánagöngu til að fagna því sem þeir kalla upphaf byltingar í þeirra anda. Vonandi reynist það ekki rétt, en við skulum ekki gleyma því, að Hitler var líka kosinn á sinni tíð. Veikburða viðleitni íslenskra rasista til að komast á þing í haust mistókst. En við megum búast við, að það verði reynt aftur. Vegna framtíðar manns og heims verðum við öll að leggja áherslu á síðustu bæn Faðirvorsins: „ …frelsa oss frá illu,“ og fylgja henni eftir í orði og verki. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta neyðarkall, er skammstöfun setningarinnar „Save Our Souls,“ og þýðir „frelsa sálir okkar“. Það gildir nánast hvar sem hættu ber að höndum. Eitt af því, sem nú virðist geta leitt til mikillar hættu á alþjóðavettvangi, er afleiðingar forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Megi taka mark á orðum Donalds Trump sýnist auðsætt, að hugsanir hans og framkvæmdir geta orðið ein mesta vá sem að mannkyni gæti steðjað. Reynist orð hans hins vegar ekki marktæk, er ljóst að hann er í senn ómerkilegur undirróðursmaður og bullukollur eða jafnvel loddari, sem ekki er óhætt að trúa fyrir stjórn voldugasta ríkis jarðar. Mér verður hugsað til nýliðinna forsetakosninga hér heima, þar sem frambjóðendur lögðu sig alla fram um að útskýra hvað best skilning sinn á embættinu og háleit markmið er þeir vildu fylgja. Persónulegar árásir heyrðu til undantekninga. Þessu var öfugt farið í Bandaríkjunum, a.m.k. hvað Trump varðar, en hann stjórnaði í raun umræðunni með fúkyrðum og fullyrðingum, sem að stórum hluta voru, í líkingu talað, högg fyrir neðan mitti. Þau voru þar að auki svo þrungin illvilja og mannfyrirlitningu, að býsna langt þarf að leita til mannjafnaðar. Í því, sem fréttir hafa borið mér, hefur aðeins í einu máli örlað á hugsjónum, sem gætu hvatt þjóð hans í sólarátt, en það er um aukinn möguleika fátæks fólks til að koma börnum sínum til mennta. Málflutningur hans hefur miklu fremur höfðað til hinna lægri hvata, sem ala upp girnd og grimmd, öfl myrkursins. Og þau hrósuðu sigri.Á sér marga skoðanabræður Hér er ekki hægt að nefna nema fátt af því sem hann boðaði. Stefnan í málum innflytjenda er ekki í takt við boðskap kristninnar um bróðerni og samhjálp, sem heimurinn þarfnast svo mjög. Þar eru mannfyrirlitning og rasismi samferða. Orð hans um að draga úr starfsemi Nató vekja ugg, ekki síst þegar þar fylgir nánara samstarf við Putin. Sá maður verður seint kallaður mannvinur. Nálgun þeirra tveggja minnir óþægilega á orð Lúkasarguðspjalls: „Á þeim degi urðu þeir Heródes og Pílatus vinir.“ Sá dagur var föstudagurinn langi, þegar kærleikurinn var krossfestur. Hann gæti þá enn og aftur orðið staðreynd í sögu okkar. Loks eru það loftslagsmálin. Trump segir, að hlýnun jarðar sé kínverskur uppspuni. Hann ætlar ekki að gera neitt með Parísarsamkomulagið, sem 195 ríki standa að. Gangi það eftir, tel ég það vera glæp gegn mannkyni. Með þessum skrifum vil ég vekja athygli á, að Trump á sér marga skoðanabræður meðal nágranna- og vinaþjóða okkar. Rasistar, nasistar, fasistar og hægri pópúlistar í Evrópu, sem eiga vaxandi fylgi að fagna, skynja bergmál skoðana sinna í boðskap Trumps. Sænskir nasistar hafa, vegna sigurs hans, farið í einhverja sína glæsilegustu fánagöngu til að fagna því sem þeir kalla upphaf byltingar í þeirra anda. Vonandi reynist það ekki rétt, en við skulum ekki gleyma því, að Hitler var líka kosinn á sinni tíð. Veikburða viðleitni íslenskra rasista til að komast á þing í haust mistókst. En við megum búast við, að það verði reynt aftur. Vegna framtíðar manns og heims verðum við öll að leggja áherslu á síðustu bæn Faðirvorsins: „ …frelsa oss frá illu,“ og fylgja henni eftir í orði og verki. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar