Í tilefni 45 ára afmælis stjórnmálasambands Kína og Íslands Zhang Weidong skrifar 8. desember 2016 07:00 Hinn 8. desember 1971 ákváðu Alþýðulýðveldið Kína og Lýðveldið Ísland „með hliðsjón af þeim meginreglum að ríki virði gagnkvæmt fullveldi, friðhelgi landamæra, afskiptaleysi af innanríkismálum hvers annars og jafnrétti og gagnkvæman hag“, „orðið ásáttar um gagnkvæma viðurkenningu og stofnun stjórnmálasambands og skipti á sendiherrum.“ Í ár eru liðin nákvæmlega 45 ár síðan. Hinn þekkti kínverski hugsuður og fræðimaður Konfúsíus, mun hafa sagt: „Þrítugur stendur maður á eigin fótum, fertugur er maður laus við óstöðugleika.“ Í þessum orðum hans felst að um þrítugt séu línur lagðar fyrir lífshlaup hvers manns auk þess sem hann hafi náð ákveðnum áföngum bæði í námi og starfi. Um fertugt sé hann að mestu orðinn ónæmur fyrir utanaðkomandi áreiti. Á þeim 45 árum sem liðin eru síðan hefur vinátta og samvinna Kína og Íslands borið góðan ávöxt á mörgum sviðum og hefur okkur farsællega auðnast að stíga fleiri og fleiri skref fram á við. Samskipti landanna hafa þroskast vel og standa á traustum grunni. Fyrst má nefna tíðar heimsóknir leiðtoga ríkjanna. Eftir að stjórnmálasamband var tekið upp hafa átt sér stað margar gagnkvæmar heimsóknir leiðtoga ríkjanna, líkt og góðir vinir færast nær hvor öðrum. Á meðal leiðtoga þeirra hefur náðst samkomulag um fjölmarga mikilvæga þætti í þróun samskipta ríkjanna. Með auknu trausti, skilningi, samkennd og hvatningu á stjórnmálasviðinu hefur verið lagður traustur grunnur að öðrum samskiptum ríkjanna. Í öðru lagi, stóraukning í viðskiptum landanna. Þrátt fyrir að magn viðskipta þeirra sé ekki mikið hefur umfang þeirra aukist talsvert. Ísland var annað af tveimur fyrstu Evrópuríkjum til að viðurkenna Kína sem ríki með markaðshagkerfi. Seðlabankar beggja landanna hafa skrifað undir gjaldeyrisskiptasamning. Í júlí árið 2014 tók fríverslunarsamningur á milli Kína og Íslands gildi og með honum sköpuðust skilyrði fyrir stóru skrefi fram á við í viðskiptum landanna. Í alþjóðlegu umhverfi þar sem viðskipti landa á milli eru undir miklum þrýstingi hafa viðskipti þjóðanna haldið áfram að eflast á jákvæðan hátt. Í þriðja lagi, aukning á menningarlegum samskiptum. Einungis 3 árum eftir að nýja Kína var stofnað árið 1949 heimsótti fyrsta menningarsendinefndin frá Íslandi Kína árið 1952. Síðan þá hafa menningarsamskipti vaxið hröðum skrefum. Íslenskri tónlist og nútímadansi hefur verið tekið opnum örmum af kínverskum almenningi. Hin kínverska Pekingópera, bardagalistir, fjöllistamenn og þjóðlagatónlist frá Kína hefur vakið áhuga Íslendinga. Bókin um veginn eftir Laozi og Speki Konfúsíusar hafa verið þýddar á íslensku, gefnar út og vakið mikla athygli. Þá hafa Snorra-Edda og Íslendingasögur verið gefnar út á kínversku og hafa orðið mikilvæg verkfæri fyrir Kínverja til að skilja Ísland. Fyrir meira en 20 árum kom talsvert af kínverskum íþróttaþjálfurum til Íslands. Í október á þessu ári tók íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu þátt í móti í Kína. Háskóli Íslands hefur komið á fót Konfúsíusarstofnuninni Norðurljósum. Í Háskóla erlendra fræða í Beijing er íslenska kennd sem námsgrein. Nemendaskipti á milli landanna eru meiri en nokkru sinni fyrr. Á síðustu árum hefur kínverskum ferðamönnum á Íslandi fjölgað gríðarlega. Allt þetta hefur leitt til aukins skilnings á milli þjóðanna og þær hafa borið gæfu til að læra hvor af annarri. Í fjórða lagi, dýpri samskipti á vísindasviðinu. Vísindamenn beggja þjóða á fræðasviðum jarðskjálfta og jarðhita hafa aukið tengsl sín á milli. Samvinna á sviðum norðurskauts-, jökla- og norðurljósarannsókna hefur borið góðan ávöxt. Kína hefur verið virkur þátttakandi í ráðstefnunni Hringborð norðurslóða og hefur aukið samskipti og samvinnu við aðila frá ýmsum þjóðum í málefnum Norðurskautsins. Í fimmta lagi, aukin samvinna á alþjóðavettvangi. Árið 1971 studdi Ísland endurkomu Kínverska alþýðulýðveldisins sem réttmæts fulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum. Löndin tvö hafa síðan þá samfleytt aukið samvinnu og samræmingu aðgerða í alþjóðamálum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana. Báðir aðilar hafa staðið saman í fjölmörgum mikilvægum og alþjóðlegum deilum og hafa stutt samtal á milli þjóða til lausnar deilumála með það að leiðarljósi að efla frið og framþróun á alþjóðavettvangi til hagsbóta fyrir allt mannkyn. Einstaklingur sem hefur náð 45 ára aldri þarf að taka ábyrgð gagnvart fjölskyldu sinni og samfélagi. Við 45 ára brúðkaupsafmæli, sem nefnist safírbrúðkaup, skilja hjón betur hvort annað, bera traust til og eru umburðarlynd gagnvart hvort öðru. Í 45 ár hafa Ísland og Kína, þrátt fyrir ólík efnahagskerfi og samfélagsgerð, náð á árangursríkan hátt að feta saman brautina til hagsbóta fyrir báða aðila. Í dag standa bæði löndin frammi fyrir nýjum tækifærum og áskorunum. Margs konar tækifæri eru fólgin í því að auka samvinnu þeirra á millum með gagnkvæman ávinning að markmiði. Við skulum marka rétta stefnu til framtíðar með hag almennings beggja landanna að leiðarljósi og vinna saman að því að koma samskiptum Íslands og Kína á ennþá hærri stall. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Hinn 8. desember 1971 ákváðu Alþýðulýðveldið Kína og Lýðveldið Ísland „með hliðsjón af þeim meginreglum að ríki virði gagnkvæmt fullveldi, friðhelgi landamæra, afskiptaleysi af innanríkismálum hvers annars og jafnrétti og gagnkvæman hag“, „orðið ásáttar um gagnkvæma viðurkenningu og stofnun stjórnmálasambands og skipti á sendiherrum.“ Í ár eru liðin nákvæmlega 45 ár síðan. Hinn þekkti kínverski hugsuður og fræðimaður Konfúsíus, mun hafa sagt: „Þrítugur stendur maður á eigin fótum, fertugur er maður laus við óstöðugleika.“ Í þessum orðum hans felst að um þrítugt séu línur lagðar fyrir lífshlaup hvers manns auk þess sem hann hafi náð ákveðnum áföngum bæði í námi og starfi. Um fertugt sé hann að mestu orðinn ónæmur fyrir utanaðkomandi áreiti. Á þeim 45 árum sem liðin eru síðan hefur vinátta og samvinna Kína og Íslands borið góðan ávöxt á mörgum sviðum og hefur okkur farsællega auðnast að stíga fleiri og fleiri skref fram á við. Samskipti landanna hafa þroskast vel og standa á traustum grunni. Fyrst má nefna tíðar heimsóknir leiðtoga ríkjanna. Eftir að stjórnmálasamband var tekið upp hafa átt sér stað margar gagnkvæmar heimsóknir leiðtoga ríkjanna, líkt og góðir vinir færast nær hvor öðrum. Á meðal leiðtoga þeirra hefur náðst samkomulag um fjölmarga mikilvæga þætti í þróun samskipta ríkjanna. Með auknu trausti, skilningi, samkennd og hvatningu á stjórnmálasviðinu hefur verið lagður traustur grunnur að öðrum samskiptum ríkjanna. Í öðru lagi, stóraukning í viðskiptum landanna. Þrátt fyrir að magn viðskipta þeirra sé ekki mikið hefur umfang þeirra aukist talsvert. Ísland var annað af tveimur fyrstu Evrópuríkjum til að viðurkenna Kína sem ríki með markaðshagkerfi. Seðlabankar beggja landanna hafa skrifað undir gjaldeyrisskiptasamning. Í júlí árið 2014 tók fríverslunarsamningur á milli Kína og Íslands gildi og með honum sköpuðust skilyrði fyrir stóru skrefi fram á við í viðskiptum landanna. Í alþjóðlegu umhverfi þar sem viðskipti landa á milli eru undir miklum þrýstingi hafa viðskipti þjóðanna haldið áfram að eflast á jákvæðan hátt. Í þriðja lagi, aukning á menningarlegum samskiptum. Einungis 3 árum eftir að nýja Kína var stofnað árið 1949 heimsótti fyrsta menningarsendinefndin frá Íslandi Kína árið 1952. Síðan þá hafa menningarsamskipti vaxið hröðum skrefum. Íslenskri tónlist og nútímadansi hefur verið tekið opnum örmum af kínverskum almenningi. Hin kínverska Pekingópera, bardagalistir, fjöllistamenn og þjóðlagatónlist frá Kína hefur vakið áhuga Íslendinga. Bókin um veginn eftir Laozi og Speki Konfúsíusar hafa verið þýddar á íslensku, gefnar út og vakið mikla athygli. Þá hafa Snorra-Edda og Íslendingasögur verið gefnar út á kínversku og hafa orðið mikilvæg verkfæri fyrir Kínverja til að skilja Ísland. Fyrir meira en 20 árum kom talsvert af kínverskum íþróttaþjálfurum til Íslands. Í október á þessu ári tók íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu þátt í móti í Kína. Háskóli Íslands hefur komið á fót Konfúsíusarstofnuninni Norðurljósum. Í Háskóla erlendra fræða í Beijing er íslenska kennd sem námsgrein. Nemendaskipti á milli landanna eru meiri en nokkru sinni fyrr. Á síðustu árum hefur kínverskum ferðamönnum á Íslandi fjölgað gríðarlega. Allt þetta hefur leitt til aukins skilnings á milli þjóðanna og þær hafa borið gæfu til að læra hvor af annarri. Í fjórða lagi, dýpri samskipti á vísindasviðinu. Vísindamenn beggja þjóða á fræðasviðum jarðskjálfta og jarðhita hafa aukið tengsl sín á milli. Samvinna á sviðum norðurskauts-, jökla- og norðurljósarannsókna hefur borið góðan ávöxt. Kína hefur verið virkur þátttakandi í ráðstefnunni Hringborð norðurslóða og hefur aukið samskipti og samvinnu við aðila frá ýmsum þjóðum í málefnum Norðurskautsins. Í fimmta lagi, aukin samvinna á alþjóðavettvangi. Árið 1971 studdi Ísland endurkomu Kínverska alþýðulýðveldisins sem réttmæts fulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum. Löndin tvö hafa síðan þá samfleytt aukið samvinnu og samræmingu aðgerða í alþjóðamálum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana. Báðir aðilar hafa staðið saman í fjölmörgum mikilvægum og alþjóðlegum deilum og hafa stutt samtal á milli þjóða til lausnar deilumála með það að leiðarljósi að efla frið og framþróun á alþjóðavettvangi til hagsbóta fyrir allt mannkyn. Einstaklingur sem hefur náð 45 ára aldri þarf að taka ábyrgð gagnvart fjölskyldu sinni og samfélagi. Við 45 ára brúðkaupsafmæli, sem nefnist safírbrúðkaup, skilja hjón betur hvort annað, bera traust til og eru umburðarlynd gagnvart hvort öðru. Í 45 ár hafa Ísland og Kína, þrátt fyrir ólík efnahagskerfi og samfélagsgerð, náð á árangursríkan hátt að feta saman brautina til hagsbóta fyrir báða aðila. Í dag standa bæði löndin frammi fyrir nýjum tækifærum og áskorunum. Margs konar tækifæri eru fólgin í því að auka samvinnu þeirra á millum með gagnkvæman ávinning að markmiði. Við skulum marka rétta stefnu til framtíðar með hag almennings beggja landanna að leiðarljósi og vinna saman að því að koma samskiptum Íslands og Kína á ennþá hærri stall. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun