Enn um Pisa Inga Sigrún Atladóttir skrifar 8. desember 2016 07:00 Það er margt gott við íslenska skólakerfið, það er meira að segja margt mjög gott við íslenska skólakerfið. En staðreyndin er hins vegar sú að við erum að koma illa út úr samanburðarrannsóknum miðað við önnur lönd þegar ákveðnir hlutir eru mældir. Það er staðreynd sem alger óþarfi er að leiða fram hjá sér. Það má margt betur gera í íslensku skólakerfi. Það þarf að efla metnað fyrir námi og skólakerfið og samfélagið allt þarf að endurspegla þau skilaboð að það sé gott að standa sig í námi. Skólinn þarf að hafa ríka eftirfylgni með námsárangri sem byggir á vel skilgreindum markmiðum. Skólinn þarf að beita mörgum og margvíslegum inngripum á þann hátt að í raun og veru verði „ekkert barn skilið eftir“. Kennarar þurfa að fá tíma til að undirbúa gæðakennslu. Beita fjölbreyttum og skilvirkum aðferðum sem reyna á nemendur og fá þá til að ígrunda námsefnið og gera það virkilega að sínu. Góðar kennsluáætlanir eru grundvöllur góðrar kennslu, það þarf að skilgreina markmið, velta fyrir sér bestu leiðunum og íhuga hvernig hægt er að bregðast við fjölbreytileika þeirra nemenda sem í skólastofunni finnast. Það þarf að huga að því að tími sé fyrir samskipti, skoðanaskipti, dýpra nám og að nemendur hafi tíma til að tileinka sér grundvallarþekkingaratriði. En til þess að hægt sé að skipuleggja kennslu vel og hafa öfluga eftirfylgni þurfa kennarar að hafa tíma til að sinna þeim þáttum og skólastjórnendur þurfa að hafa getu til að eiga samtal um góða kennsluhætti og getu til að fylgja því eftir að skipulagningu kennslu sé vel sinnt. Íslenska skólakerfið er á margan hátt virkilega gott og á ákveðnum þáttum á pari við það besta sem gerist í heiminum. PISA-þekking er þó ekki einn af okkar styrkleikum og það verðum við öll að leggja okkur fram um að bæta. Það verður ekki gert með fleiri stofnunum sem hringja og senda tölvupósta. Það verður ekki gert með ráðherrum og átaksverkefnum þeirra. Þessu verður ekki snúið við nema með alvöru samtali við foreldra, nemendur og starfsmenn skóla. Þar liggur lykillinn og aðeins með þeim lykli getum við opnað dyrnar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Það er margt gott við íslenska skólakerfið, það er meira að segja margt mjög gott við íslenska skólakerfið. En staðreyndin er hins vegar sú að við erum að koma illa út úr samanburðarrannsóknum miðað við önnur lönd þegar ákveðnir hlutir eru mældir. Það er staðreynd sem alger óþarfi er að leiða fram hjá sér. Það má margt betur gera í íslensku skólakerfi. Það þarf að efla metnað fyrir námi og skólakerfið og samfélagið allt þarf að endurspegla þau skilaboð að það sé gott að standa sig í námi. Skólinn þarf að hafa ríka eftirfylgni með námsárangri sem byggir á vel skilgreindum markmiðum. Skólinn þarf að beita mörgum og margvíslegum inngripum á þann hátt að í raun og veru verði „ekkert barn skilið eftir“. Kennarar þurfa að fá tíma til að undirbúa gæðakennslu. Beita fjölbreyttum og skilvirkum aðferðum sem reyna á nemendur og fá þá til að ígrunda námsefnið og gera það virkilega að sínu. Góðar kennsluáætlanir eru grundvöllur góðrar kennslu, það þarf að skilgreina markmið, velta fyrir sér bestu leiðunum og íhuga hvernig hægt er að bregðast við fjölbreytileika þeirra nemenda sem í skólastofunni finnast. Það þarf að huga að því að tími sé fyrir samskipti, skoðanaskipti, dýpra nám og að nemendur hafi tíma til að tileinka sér grundvallarþekkingaratriði. En til þess að hægt sé að skipuleggja kennslu vel og hafa öfluga eftirfylgni þurfa kennarar að hafa tíma til að sinna þeim þáttum og skólastjórnendur þurfa að hafa getu til að eiga samtal um góða kennsluhætti og getu til að fylgja því eftir að skipulagningu kennslu sé vel sinnt. Íslenska skólakerfið er á margan hátt virkilega gott og á ákveðnum þáttum á pari við það besta sem gerist í heiminum. PISA-þekking er þó ekki einn af okkar styrkleikum og það verðum við öll að leggja okkur fram um að bæta. Það verður ekki gert með fleiri stofnunum sem hringja og senda tölvupósta. Það verður ekki gert með ráðherrum og átaksverkefnum þeirra. Þessu verður ekki snúið við nema með alvöru samtali við foreldra, nemendur og starfsmenn skóla. Þar liggur lykillinn og aðeins með þeim lykli getum við opnað dyrnar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun