Náttúruperlur við Rauðufossa Ólafur Örn Haraldsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Það er stefna og starf Ferðafélags Íslands að kynna íslenska náttúru og hvetja fólk til að njóta hennar en um leið að vernda hana. Þetta kemur meðal annars fram í árbókum félagsins sem gefnar hafa verið út samfellt í 90 ár frá stofnun félagsins. Árbækur félagsins eru ein víðtækasta og vandaðasta heimild um náttúrufar, staðhætti, byggðir og óbyggðir landsins. Það var því ekki rétta orðalagið sem ég notaði á samfélagsmiðli og í blaðaviðtali þegar ég vildi benda á hversu ofurviðkvæm náttúra við uppsprettu Rauðufossakvíslar væri. Þetta var mín ónákvæmni og því töldu einhverjir að ætlunin hafi verið að halda svæðinu leyndu. Það er fjarri því að þetta sé ætlun Ferðafélagsins eða árbókarhöfundar. Þetta þarf að leiðrétta. Þvert á móti er svæðinu haldið mjög á lofti í árbók Ferðafélagsins 2010 sem undirritaður samdi og eru náttúruunnendur hvattir til að ganga þar en gæta að viðkvæmri náttúru. Í bókinni var svæðinu lýst heildstætt með fallegum myndum og texta sbr. hér að neðan. Í árbók Ferðafélagsins 2010 (bls. 74) eru birtar glæsilegar myndir af Rauðufossakvíslinni á bls. 72–75, fegurð svæðisins lýst og göngumenn hvattir til að leita þangað. Þar segir m.a. í texta: „Það er til mikils að vinna að skoða Rauðufossa og svæðið upp að Rauðufossafjöllum en þar leynast fagrir og óvenjulegir staðir … Göngumaður ætti að snúa för sinni upp með Rauðufossakvísl fyrir ofan fossinn … Fegurðin á þessari göngu er fyrst og fremst í ánni sjálfri og við hana því að þar er gróður einstaklega fallegur, bæði á árbökkum og í grynnsta vatninu. Hér er lögð þung áhersla á að svæðið er viðkvæmt enda í 700-800 m hæð, dýjamosi við ána og þurr mosi á melum og önnur náttúrufegurð bíður þess seint bætur ef margir spora ógætilega. Því eru náttúruunnendur, sem leggja þessa göngu á sig, beðnir um að hlífa náttúrunni, taka sveig fram hjá viðkæmum stöðum, þannig að hún fái að standa óspillt og öllum til yndis sem þangað koma. Við Rauðufossafjöll og Dalakvísl er ósnortin fegurð og öræfakyrrð. Þeir sem leita að sterkum áhrifum óbyggðanna finna þau þarna.“Tilgangurinn að kynna landið Tilgangur Ferðafélags Íslands er að kynna landið og opna fyrir ferðamönnum og er það gert meðal annars með landlýsingum, kortagerð, uppbyggingu á aðstöðu fyrir ferðamenn og ferðum um landið. Þegar vakin er athygli á einstökum náttúruperlum landsins þarf um leið að tryggja verndun þeirra og stýringu ferðamanna um svæðið. Þar þurfa margir að koma að verki. Ferðafélag Íslands hefur í áratugi átt gott samstarf og samleið með Ómari Ragnarssyni og nú með vönduðum þáttum Láru Ómarsdóttur sem vinna að sömu markmiðum og félagið. Nú hefur komið á daginn að þegar eru skemmdir við upptök Rauðufossakvíslar. Styrkja þarf skipulag sem verndar þetta náttúrufyrirbrigði um leið og sem flestir fái að njóta. Þar þurfa bæði áhugafólk, fjallmenn á Landmannaafrétti, sveitarfélag, ferðaþjónusta og Umhverfisstofnun að koma að verki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það er stefna og starf Ferðafélags Íslands að kynna íslenska náttúru og hvetja fólk til að njóta hennar en um leið að vernda hana. Þetta kemur meðal annars fram í árbókum félagsins sem gefnar hafa verið út samfellt í 90 ár frá stofnun félagsins. Árbækur félagsins eru ein víðtækasta og vandaðasta heimild um náttúrufar, staðhætti, byggðir og óbyggðir landsins. Það var því ekki rétta orðalagið sem ég notaði á samfélagsmiðli og í blaðaviðtali þegar ég vildi benda á hversu ofurviðkvæm náttúra við uppsprettu Rauðufossakvíslar væri. Þetta var mín ónákvæmni og því töldu einhverjir að ætlunin hafi verið að halda svæðinu leyndu. Það er fjarri því að þetta sé ætlun Ferðafélagsins eða árbókarhöfundar. Þetta þarf að leiðrétta. Þvert á móti er svæðinu haldið mjög á lofti í árbók Ferðafélagsins 2010 sem undirritaður samdi og eru náttúruunnendur hvattir til að ganga þar en gæta að viðkvæmri náttúru. Í bókinni var svæðinu lýst heildstætt með fallegum myndum og texta sbr. hér að neðan. Í árbók Ferðafélagsins 2010 (bls. 74) eru birtar glæsilegar myndir af Rauðufossakvíslinni á bls. 72–75, fegurð svæðisins lýst og göngumenn hvattir til að leita þangað. Þar segir m.a. í texta: „Það er til mikils að vinna að skoða Rauðufossa og svæðið upp að Rauðufossafjöllum en þar leynast fagrir og óvenjulegir staðir … Göngumaður ætti að snúa för sinni upp með Rauðufossakvísl fyrir ofan fossinn … Fegurðin á þessari göngu er fyrst og fremst í ánni sjálfri og við hana því að þar er gróður einstaklega fallegur, bæði á árbökkum og í grynnsta vatninu. Hér er lögð þung áhersla á að svæðið er viðkvæmt enda í 700-800 m hæð, dýjamosi við ána og þurr mosi á melum og önnur náttúrufegurð bíður þess seint bætur ef margir spora ógætilega. Því eru náttúruunnendur, sem leggja þessa göngu á sig, beðnir um að hlífa náttúrunni, taka sveig fram hjá viðkæmum stöðum, þannig að hún fái að standa óspillt og öllum til yndis sem þangað koma. Við Rauðufossafjöll og Dalakvísl er ósnortin fegurð og öræfakyrrð. Þeir sem leita að sterkum áhrifum óbyggðanna finna þau þarna.“Tilgangurinn að kynna landið Tilgangur Ferðafélags Íslands er að kynna landið og opna fyrir ferðamönnum og er það gert meðal annars með landlýsingum, kortagerð, uppbyggingu á aðstöðu fyrir ferðamenn og ferðum um landið. Þegar vakin er athygli á einstökum náttúruperlum landsins þarf um leið að tryggja verndun þeirra og stýringu ferðamanna um svæðið. Þar þurfa margir að koma að verki. Ferðafélag Íslands hefur í áratugi átt gott samstarf og samleið með Ómari Ragnarssyni og nú með vönduðum þáttum Láru Ómarsdóttur sem vinna að sömu markmiðum og félagið. Nú hefur komið á daginn að þegar eru skemmdir við upptök Rauðufossakvíslar. Styrkja þarf skipulag sem verndar þetta náttúrufyrirbrigði um leið og sem flestir fái að njóta. Þar þurfa bæði áhugafólk, fjallmenn á Landmannaafrétti, sveitarfélag, ferðaþjónusta og Umhverfisstofnun að koma að verki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar