„Einn blár strengur“ - Kynferðislegt ofbeldi gegn drengjum Sigrún Sigurðardóttir skrifar 8. desember 2016 07:00 Alþjóðlegar rannsóknir sýna að kynferðislegt ofbeldi í æsku getur haft víðtæk, alvarleg og langvinn áhrif á heilsufar og líðan. Það er útbreitt vandamál á heimsvísu sem hefur áhrif á líf milljóna barna. Heilbrigðismála-, menntamála-, félagsmála- og lagayfirvöld eru hvött til að taka ábyrgð gagnvart því af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Kynferðislegt ofbeldi gegn drengjum er betur falið og minna rannsakað en gegn stúlkum og því flókið að bera saman. Drengir sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi upplifa oft fordóma frá samfélaginu og að vera einhvers konar jaðarhópur. Þeir segja sjaldan frá ofbeldi á þeim tíma sem það á sér stað og það tekur þá langan tíma að deila þeirri reynslu, ef þeir gera það á annað borð. Geta þar karllæg gildi, karlmennskuímynd eða staðalímyndir haft áhrif á. Vandamál sem fylgt geta karlmönnum með slíka reynslu til unglings- og fullorðinsára eru brotin sjálfsmynd, reiði, skömm, einangrun, sektarkennd, sjálfskaðandi hegðun, áfengis- og fíkniefnamisnotkun, afbrot, áhættuhegðun, tilfinningaleg aftenging og flótti frá aðstæðum. Einnig þunglyndi, kvíði, fælni, áfallastreituröskun, sjálfsvígshugsanir, sjálfsvígstilraunir og sjálfsvíg. Karlmenn efast oft um kynhneigð sína eftir slíka reynslu, upplifa vandamál tengd kynferði og brotinni karlímynd. Þeir geta glímt við endurminningar sem trufla kynlíf þeirra og taka frekar þátt í áhættusömu kynlífi, glíma við sambands- og hjónabandsvandamál og vinnufíkn. Einstaklingar sem upplifa ofbeldi í einhverri mynd og segja ekki frá, lifa oft við streitu sem hefur bælandi áhrif á ónæmiskerfið og getur valdið sjúkdómum. Að segja frá ofbeldinu er því mjög mikilvægt fyrir heilsufar og líðan. Rannsóknir sýna að einn af hverjum sex drengjum verður fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku og er Einn blár strengur átaksverkefni til að vekja athygli á því. Tónlistarmenn setja einn bláan streng í gítar sinn sem stendur fyrir einn dreng af sex. Nemendur á heilbrigðisvísindasiði við Háskólann á Akureyri hafa unnið að verkefninu og verður ráðstefna tengd því í Háskólanum á Akureyri 20. maí 2017. Opnað hefur verið fyrir innsendingu ágripa og Facebook-síða stofnuð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegar rannsóknir sýna að kynferðislegt ofbeldi í æsku getur haft víðtæk, alvarleg og langvinn áhrif á heilsufar og líðan. Það er útbreitt vandamál á heimsvísu sem hefur áhrif á líf milljóna barna. Heilbrigðismála-, menntamála-, félagsmála- og lagayfirvöld eru hvött til að taka ábyrgð gagnvart því af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Kynferðislegt ofbeldi gegn drengjum er betur falið og minna rannsakað en gegn stúlkum og því flókið að bera saman. Drengir sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi upplifa oft fordóma frá samfélaginu og að vera einhvers konar jaðarhópur. Þeir segja sjaldan frá ofbeldi á þeim tíma sem það á sér stað og það tekur þá langan tíma að deila þeirri reynslu, ef þeir gera það á annað borð. Geta þar karllæg gildi, karlmennskuímynd eða staðalímyndir haft áhrif á. Vandamál sem fylgt geta karlmönnum með slíka reynslu til unglings- og fullorðinsára eru brotin sjálfsmynd, reiði, skömm, einangrun, sektarkennd, sjálfskaðandi hegðun, áfengis- og fíkniefnamisnotkun, afbrot, áhættuhegðun, tilfinningaleg aftenging og flótti frá aðstæðum. Einnig þunglyndi, kvíði, fælni, áfallastreituröskun, sjálfsvígshugsanir, sjálfsvígstilraunir og sjálfsvíg. Karlmenn efast oft um kynhneigð sína eftir slíka reynslu, upplifa vandamál tengd kynferði og brotinni karlímynd. Þeir geta glímt við endurminningar sem trufla kynlíf þeirra og taka frekar þátt í áhættusömu kynlífi, glíma við sambands- og hjónabandsvandamál og vinnufíkn. Einstaklingar sem upplifa ofbeldi í einhverri mynd og segja ekki frá, lifa oft við streitu sem hefur bælandi áhrif á ónæmiskerfið og getur valdið sjúkdómum. Að segja frá ofbeldinu er því mjög mikilvægt fyrir heilsufar og líðan. Rannsóknir sýna að einn af hverjum sex drengjum verður fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku og er Einn blár strengur átaksverkefni til að vekja athygli á því. Tónlistarmenn setja einn bláan streng í gítar sinn sem stendur fyrir einn dreng af sex. Nemendur á heilbrigðisvísindasiði við Háskólann á Akureyri hafa unnið að verkefninu og verður ráðstefna tengd því í Háskólanum á Akureyri 20. maí 2017. Opnað hefur verið fyrir innsendingu ágripa og Facebook-síða stofnuð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun