„Einn blár strengur“ - Kynferðislegt ofbeldi gegn drengjum Sigrún Sigurðardóttir skrifar 8. desember 2016 07:00 Alþjóðlegar rannsóknir sýna að kynferðislegt ofbeldi í æsku getur haft víðtæk, alvarleg og langvinn áhrif á heilsufar og líðan. Það er útbreitt vandamál á heimsvísu sem hefur áhrif á líf milljóna barna. Heilbrigðismála-, menntamála-, félagsmála- og lagayfirvöld eru hvött til að taka ábyrgð gagnvart því af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Kynferðislegt ofbeldi gegn drengjum er betur falið og minna rannsakað en gegn stúlkum og því flókið að bera saman. Drengir sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi upplifa oft fordóma frá samfélaginu og að vera einhvers konar jaðarhópur. Þeir segja sjaldan frá ofbeldi á þeim tíma sem það á sér stað og það tekur þá langan tíma að deila þeirri reynslu, ef þeir gera það á annað borð. Geta þar karllæg gildi, karlmennskuímynd eða staðalímyndir haft áhrif á. Vandamál sem fylgt geta karlmönnum með slíka reynslu til unglings- og fullorðinsára eru brotin sjálfsmynd, reiði, skömm, einangrun, sektarkennd, sjálfskaðandi hegðun, áfengis- og fíkniefnamisnotkun, afbrot, áhættuhegðun, tilfinningaleg aftenging og flótti frá aðstæðum. Einnig þunglyndi, kvíði, fælni, áfallastreituröskun, sjálfsvígshugsanir, sjálfsvígstilraunir og sjálfsvíg. Karlmenn efast oft um kynhneigð sína eftir slíka reynslu, upplifa vandamál tengd kynferði og brotinni karlímynd. Þeir geta glímt við endurminningar sem trufla kynlíf þeirra og taka frekar þátt í áhættusömu kynlífi, glíma við sambands- og hjónabandsvandamál og vinnufíkn. Einstaklingar sem upplifa ofbeldi í einhverri mynd og segja ekki frá, lifa oft við streitu sem hefur bælandi áhrif á ónæmiskerfið og getur valdið sjúkdómum. Að segja frá ofbeldinu er því mjög mikilvægt fyrir heilsufar og líðan. Rannsóknir sýna að einn af hverjum sex drengjum verður fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku og er Einn blár strengur átaksverkefni til að vekja athygli á því. Tónlistarmenn setja einn bláan streng í gítar sinn sem stendur fyrir einn dreng af sex. Nemendur á heilbrigðisvísindasiði við Háskólann á Akureyri hafa unnið að verkefninu og verður ráðstefna tengd því í Háskólanum á Akureyri 20. maí 2017. Opnað hefur verið fyrir innsendingu ágripa og Facebook-síða stofnuð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegar rannsóknir sýna að kynferðislegt ofbeldi í æsku getur haft víðtæk, alvarleg og langvinn áhrif á heilsufar og líðan. Það er útbreitt vandamál á heimsvísu sem hefur áhrif á líf milljóna barna. Heilbrigðismála-, menntamála-, félagsmála- og lagayfirvöld eru hvött til að taka ábyrgð gagnvart því af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Kynferðislegt ofbeldi gegn drengjum er betur falið og minna rannsakað en gegn stúlkum og því flókið að bera saman. Drengir sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi upplifa oft fordóma frá samfélaginu og að vera einhvers konar jaðarhópur. Þeir segja sjaldan frá ofbeldi á þeim tíma sem það á sér stað og það tekur þá langan tíma að deila þeirri reynslu, ef þeir gera það á annað borð. Geta þar karllæg gildi, karlmennskuímynd eða staðalímyndir haft áhrif á. Vandamál sem fylgt geta karlmönnum með slíka reynslu til unglings- og fullorðinsára eru brotin sjálfsmynd, reiði, skömm, einangrun, sektarkennd, sjálfskaðandi hegðun, áfengis- og fíkniefnamisnotkun, afbrot, áhættuhegðun, tilfinningaleg aftenging og flótti frá aðstæðum. Einnig þunglyndi, kvíði, fælni, áfallastreituröskun, sjálfsvígshugsanir, sjálfsvígstilraunir og sjálfsvíg. Karlmenn efast oft um kynhneigð sína eftir slíka reynslu, upplifa vandamál tengd kynferði og brotinni karlímynd. Þeir geta glímt við endurminningar sem trufla kynlíf þeirra og taka frekar þátt í áhættusömu kynlífi, glíma við sambands- og hjónabandsvandamál og vinnufíkn. Einstaklingar sem upplifa ofbeldi í einhverri mynd og segja ekki frá, lifa oft við streitu sem hefur bælandi áhrif á ónæmiskerfið og getur valdið sjúkdómum. Að segja frá ofbeldinu er því mjög mikilvægt fyrir heilsufar og líðan. Rannsóknir sýna að einn af hverjum sex drengjum verður fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku og er Einn blár strengur átaksverkefni til að vekja athygli á því. Tónlistarmenn setja einn bláan streng í gítar sinn sem stendur fyrir einn dreng af sex. Nemendur á heilbrigðisvísindasiði við Háskólann á Akureyri hafa unnið að verkefninu og verður ráðstefna tengd því í Háskólanum á Akureyri 20. maí 2017. Opnað hefur verið fyrir innsendingu ágripa og Facebook-síða stofnuð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun