Klámhögg lögfræðinga Jakob Bjarnar skrifar 8. desember 2016 17:57 „Hvaða hagsmuna er fjórða valdið að gæta hér? Getur hugsast að þetta snúist um að koma höggi á dómstólana til að rýra traust almennings á þeim? Slíkt yrði að teljast grafalvarlegt því þar með væri vegið að rótum réttarríkisins. Því miður bendir margt til að hér hafi verið skotið fyrst og spurt svo. Með framsetningunni er vegið að æru og starfsheiðri fólks, grafið undan trúverðugleika dómstóla, auk þess sem telja má það alvarlegt að persónuleg gögn um fjárhagsmálefni fólks, svo sem einkatölvupóstar, leki út úr bankakerfinu til fjölmiðla.“Þetta er klausa úr makalausri grein sem birtist á vefritinu Kjarnanum í vikunni undir fyrirsögninni „Valdbeiting „fjórða valdsins““ og er eftir lögfræðingana Arnar Þór Jónsson og Katrínu Oddsdóttur, en annað þeirra skartar að auki BA-gráðu í fjölmiðlafræði. Meinið er að þau eru að gera sig sek um það hið sama og þau telja sig vera að gagnrýna; þetta eru slíkar ásakanir á hendur blaðamönnum að vandséð er að Blaðamannafélag Íslands geti látið óátalið. Svo það sé bara sagt hreint út: Þetta er stækur atvinnurógur af verstu gerð sem á sér enga stoð og byggir á vafasamri vandlætingu téðra lögmanna. Greinin fjallar um fréttaflutning og umfjöllun sem snýst um hugsanlegt vanhæfi Markúsar Sigurbjörnssonar forseta Hæstaréttar vegna hlutafjáreignar hans. Ef setja má putta á samfélagslegt hlutverk fjölmiðla þá er það nákvæmlega þetta að veita hinu opinbera aðhald. Umfjöllunin gæti þess vegna verið skrifuð sem dæmi í kennslubækur um blaðamennsku til eftirbreytni. Spurningar um hæfi æðstu valdamanna í stjórnsýslunni eru eins eðlilegar og frekast má vera. Hvergi hefur nokkur blaðamaður fullyrt að forseti Hæstaréttar sé vanhæfur heldur var einfaldlega þeirri spurningu varpað fram. Og ef fjölmiðlar mega ekki spyrja þeirrar spurningar, þá er eitthvað mikið að.Rangfærslur lögmannannaNú er það svo að ég er ekki einn af þeim sem varð ógurlega hneykslaður eftir fyrstu frétt Stöðvar 2 og umræddan Kastljósþátt. Og ætla að svo hafi verið um marga aðra, hvað þá að ég hafi litið á þetta sem meiriháttar árás á manninn eða að þar væri verið að vaða inná friðhelgi einkalífs hans. Hlutafjárvafstur Markúsar virtist í sjálfu sér ekki óeðlilegt en spurningar tengdar hugsanlegu vanhæfi hans eru allrar athygli verðar. Þeir voru vissulega einhverjir sem vildu vera hneykslaðir í kjölfar þessarar umfjöllunar og lýstu því hástöfum á samfélagsmiðlum. Lögmennirnir virðast einkum vísa til viðbragða við fréttinni fremur en að eitthvað sé að umfjölluninni sem slíkri. Því það sem þeir nefna sem dæmi um slíkt reynast staðlausir stafir. Arnar Þór og Katrín vilja leggja uppúr því að það hefði átt að gefa Markúsi kost á að svara. Jú, en það var einmitt það sem gert var. Þarna fara þau einfaldlega með rangt mál, hvort sem það er vegna fávisku eða að þau nenntu ekki að kynna sér það. En, létu það þó ekki aftra sér frá því að halda slíku fram opinberlega. Helgi Seljan, fréttamaður Kastljóss, hefur greint frá því á Facebook-síðu sinni í andsvari að Markús hafi hafnað ósk um viðtal. Staðreyndin er sú að ítrekað var reynt að ná í Markús og þegar viðbrögð hans lágu fyrir voru þau undanbragðalaust birt, en ekki hvað? Þá telja lögmennirnir að um samráð hafi verið milli fréttastofu 365 og Kastljóssins af því að umfjöllun um þetta kom fram á sama deginum. Svo enn sé vitnað í Helga þá afgreiðir hann þetta í svari sínu sem hverja aðra fásinnu – og má þetta ef til vill vera til marks um fáfræði lögmannanna um umfjöllunarefni sitt sem eru fjölmiðlar.Að flytja fréttir í góðri trúSé litið til umfjöllunarinnar var hún eðlileg alla leið, út frá þeim gögnum og upplýsingum sem fyrir lágu. Þannig virkar einfaldlega blaðamennska, hún er í góðri trú. Bona fide. Það að gefa sér að upplýsingar sem síðar koma fram megi vera til marks um einhvern óþverrahátt fréttamannanna, að vilja koma höggi á dómsstóla til að rýra traust almennings á þeim, hvorki meira né minna, er vafasamt í meira lagi. En, degi síðar kom á daginn að Markús hafði tilkynnt um þessa hlutafjáreign sína til sérstakrar nefndar um dómarastörf, en um það gat Hjördís Hákonardóttir formaður nefndarinnar engu svarað í ítarlegu viðtali við Kastljósþáttinn. Óljós svör hennar gáfu fullt tilefni til efasemda. Tilkynningar Markúsar fundust svo í pappakassa uppá háalofti fyrrverandi formanns nefndarinnar. Gott og vel. Eftir stendur; vandlæting lögmannanna snýst um viðbrögð við umfjölluninni fremur en umfjöllunina sjálfa. Enda leggja þeir uppúr afstæðum fyrirbærum eins og framsetningu í grein sinni. Þetta er klámhögg og vitnar um ranghugmyndir um fyrirbærið fjölmiðla; einhver ætluð viðbrögð við fréttum? Það er bara ekki nokkuð sem fjölmiðlar bera ábyrgð á; þeir hvorki geta né eiga að velta fyrir sér hugsanlegum viðbrögðum þegar þeir flytja fréttir. Með eðlilegum fyrirvörum: Ef fréttirnar sem þeir flytja eru réttar, eins og tvímælalaust er í þessu tilfelli, þá geta þeir ekki með nokkru móti borið ábyrgð á viðbrögðum við tíðindum.Lekinn og valdþótti blaðamannaÞekkt er að þeir sem vilja drepa málum á dreif vilja gjarnan beina sjónum að lekanum sem slíkum fremur en upplýsingunum sem fram koma. Í þessari makalausu grein þeirra lögfræðinga er vikið að því, en ekki hvað? Þar er talað um „valdþótta blaðamanna“ í kjölfar þess að það sé áhyggjuefni að „persónuleg gögn um fjárhagsmálefni fólks, svo sem einkatölvupóstar, leki út úr bankakerfinu til fjölmiðla.“ Afleiðingar þess segja lögfræðingarnir að gætu orðið til þess að fólk velji að fara með fjármuni sína úr landi? Þetta eru fatamorgana á flæðiskerinu. Lekar eru afar mikilvægir meðal annars vegna þess að upplýsingaskylda stjórnvalda er takmörkuð og svifasein eins og sést einmitt í þessu máli; hagsmunaskráning dómara og gögn þar að baki voru ekki aðgengileg. Og staðreyndir eru staðreyndir. Engu máli skiptir hvort einhver lekur til að koma höggi á annan. Blaðamaðurinn tekur sjálfstæðar ákvarðanir, veit af hagsmunatengslunum og kannar hvort rétt sé rétt. Skiptir engu hvaðan gögn koma ef þau eru sannleikurinn. Að telja að blaðamenn eigi þá að finna til ábyrgðar og greina ekki frá af ótta við að það gæti orðið til þess að fólk flýi með fé sitt úr landi lýsir svo undurfurðulegum hugmyndum um blaðamennsku að mann setur hljóðan. Nánast.Að einhver kunni hugsanlega að misskilja fréttirnarÞó rætnar dylgjur í garð blaðamanna séu rauður þráður í grein lögmannanna er ástæðulaust að skríða niður á það plan með að halda því fram hér að ástæða skrifa lögmannanna sé sprottin af þeirri hvöt að vilja eiga gott veður hjá dómurum. En þeir eru hins vegar að tala tungumál sem dómarar skilja þegar þeir byggja mál sitt á því að viðbrögð við fréttum skipti meiru en það sem segir í fréttunum. Í meiðyrðamálum yfir blaðamönnum hafa fallið dómar sem meðal annars eru byggðir á því að hugsanlega muni einhver sem enginn veit hver er misskilja það sem sagt er. Ingveldur Einarsdóttir þá héraðsdómari dæmdi eitt sinn ummæli sem aldrei féllu dauð og ómerk. Sá dómur var staðfestur í Hæstarétti. Dómstólar hafa gersamlega brugðist fjölmiðlum með furðudómum yfir blaðamönnum þannig að innan þeirra raða stenst slíkur málflutningur – en hann ætti ekki að gera það að teknu tilliti til heilbrigðrar skynsemi. Þó fullyrðingar þess efnis að fjölmiðlar hafi verið að taka Markús af lífi, eins og lögmennirnir vilja meina, byggi á fárveikum grunni þess að meta megi fréttir út frá því hvað einhverjum sem enginn veit hver er kann hugsanlega að finnast um fréttir, standist enga skoðun þá á slík afstaða sér grunn í dómafordæmum. Það er grafalvarleg staða sem fáir hafa viljað veita gaum. En henni fylgir sú ónotakennd að við búum ekki í réttarríki. Heillavænlegra væri að dómarar, og lögfræðingar vinir þeirra, reyndu að sækja sér virðingu eitthvað annað en í það að ráðast með ómaklegum hætti á fjölmiðla.Höfundur er blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
„Hvaða hagsmuna er fjórða valdið að gæta hér? Getur hugsast að þetta snúist um að koma höggi á dómstólana til að rýra traust almennings á þeim? Slíkt yrði að teljast grafalvarlegt því þar með væri vegið að rótum réttarríkisins. Því miður bendir margt til að hér hafi verið skotið fyrst og spurt svo. Með framsetningunni er vegið að æru og starfsheiðri fólks, grafið undan trúverðugleika dómstóla, auk þess sem telja má það alvarlegt að persónuleg gögn um fjárhagsmálefni fólks, svo sem einkatölvupóstar, leki út úr bankakerfinu til fjölmiðla.“Þetta er klausa úr makalausri grein sem birtist á vefritinu Kjarnanum í vikunni undir fyrirsögninni „Valdbeiting „fjórða valdsins““ og er eftir lögfræðingana Arnar Þór Jónsson og Katrínu Oddsdóttur, en annað þeirra skartar að auki BA-gráðu í fjölmiðlafræði. Meinið er að þau eru að gera sig sek um það hið sama og þau telja sig vera að gagnrýna; þetta eru slíkar ásakanir á hendur blaðamönnum að vandséð er að Blaðamannafélag Íslands geti látið óátalið. Svo það sé bara sagt hreint út: Þetta er stækur atvinnurógur af verstu gerð sem á sér enga stoð og byggir á vafasamri vandlætingu téðra lögmanna. Greinin fjallar um fréttaflutning og umfjöllun sem snýst um hugsanlegt vanhæfi Markúsar Sigurbjörnssonar forseta Hæstaréttar vegna hlutafjáreignar hans. Ef setja má putta á samfélagslegt hlutverk fjölmiðla þá er það nákvæmlega þetta að veita hinu opinbera aðhald. Umfjöllunin gæti þess vegna verið skrifuð sem dæmi í kennslubækur um blaðamennsku til eftirbreytni. Spurningar um hæfi æðstu valdamanna í stjórnsýslunni eru eins eðlilegar og frekast má vera. Hvergi hefur nokkur blaðamaður fullyrt að forseti Hæstaréttar sé vanhæfur heldur var einfaldlega þeirri spurningu varpað fram. Og ef fjölmiðlar mega ekki spyrja þeirrar spurningar, þá er eitthvað mikið að.Rangfærslur lögmannannaNú er það svo að ég er ekki einn af þeim sem varð ógurlega hneykslaður eftir fyrstu frétt Stöðvar 2 og umræddan Kastljósþátt. Og ætla að svo hafi verið um marga aðra, hvað þá að ég hafi litið á þetta sem meiriháttar árás á manninn eða að þar væri verið að vaða inná friðhelgi einkalífs hans. Hlutafjárvafstur Markúsar virtist í sjálfu sér ekki óeðlilegt en spurningar tengdar hugsanlegu vanhæfi hans eru allrar athygli verðar. Þeir voru vissulega einhverjir sem vildu vera hneykslaðir í kjölfar þessarar umfjöllunar og lýstu því hástöfum á samfélagsmiðlum. Lögmennirnir virðast einkum vísa til viðbragða við fréttinni fremur en að eitthvað sé að umfjölluninni sem slíkri. Því það sem þeir nefna sem dæmi um slíkt reynast staðlausir stafir. Arnar Þór og Katrín vilja leggja uppúr því að það hefði átt að gefa Markúsi kost á að svara. Jú, en það var einmitt það sem gert var. Þarna fara þau einfaldlega með rangt mál, hvort sem það er vegna fávisku eða að þau nenntu ekki að kynna sér það. En, létu það þó ekki aftra sér frá því að halda slíku fram opinberlega. Helgi Seljan, fréttamaður Kastljóss, hefur greint frá því á Facebook-síðu sinni í andsvari að Markús hafi hafnað ósk um viðtal. Staðreyndin er sú að ítrekað var reynt að ná í Markús og þegar viðbrögð hans lágu fyrir voru þau undanbragðalaust birt, en ekki hvað? Þá telja lögmennirnir að um samráð hafi verið milli fréttastofu 365 og Kastljóssins af því að umfjöllun um þetta kom fram á sama deginum. Svo enn sé vitnað í Helga þá afgreiðir hann þetta í svari sínu sem hverja aðra fásinnu – og má þetta ef til vill vera til marks um fáfræði lögmannanna um umfjöllunarefni sitt sem eru fjölmiðlar.Að flytja fréttir í góðri trúSé litið til umfjöllunarinnar var hún eðlileg alla leið, út frá þeim gögnum og upplýsingum sem fyrir lágu. Þannig virkar einfaldlega blaðamennska, hún er í góðri trú. Bona fide. Það að gefa sér að upplýsingar sem síðar koma fram megi vera til marks um einhvern óþverrahátt fréttamannanna, að vilja koma höggi á dómsstóla til að rýra traust almennings á þeim, hvorki meira né minna, er vafasamt í meira lagi. En, degi síðar kom á daginn að Markús hafði tilkynnt um þessa hlutafjáreign sína til sérstakrar nefndar um dómarastörf, en um það gat Hjördís Hákonardóttir formaður nefndarinnar engu svarað í ítarlegu viðtali við Kastljósþáttinn. Óljós svör hennar gáfu fullt tilefni til efasemda. Tilkynningar Markúsar fundust svo í pappakassa uppá háalofti fyrrverandi formanns nefndarinnar. Gott og vel. Eftir stendur; vandlæting lögmannanna snýst um viðbrögð við umfjölluninni fremur en umfjöllunina sjálfa. Enda leggja þeir uppúr afstæðum fyrirbærum eins og framsetningu í grein sinni. Þetta er klámhögg og vitnar um ranghugmyndir um fyrirbærið fjölmiðla; einhver ætluð viðbrögð við fréttum? Það er bara ekki nokkuð sem fjölmiðlar bera ábyrgð á; þeir hvorki geta né eiga að velta fyrir sér hugsanlegum viðbrögðum þegar þeir flytja fréttir. Með eðlilegum fyrirvörum: Ef fréttirnar sem þeir flytja eru réttar, eins og tvímælalaust er í þessu tilfelli, þá geta þeir ekki með nokkru móti borið ábyrgð á viðbrögðum við tíðindum.Lekinn og valdþótti blaðamannaÞekkt er að þeir sem vilja drepa málum á dreif vilja gjarnan beina sjónum að lekanum sem slíkum fremur en upplýsingunum sem fram koma. Í þessari makalausu grein þeirra lögfræðinga er vikið að því, en ekki hvað? Þar er talað um „valdþótta blaðamanna“ í kjölfar þess að það sé áhyggjuefni að „persónuleg gögn um fjárhagsmálefni fólks, svo sem einkatölvupóstar, leki út úr bankakerfinu til fjölmiðla.“ Afleiðingar þess segja lögfræðingarnir að gætu orðið til þess að fólk velji að fara með fjármuni sína úr landi? Þetta eru fatamorgana á flæðiskerinu. Lekar eru afar mikilvægir meðal annars vegna þess að upplýsingaskylda stjórnvalda er takmörkuð og svifasein eins og sést einmitt í þessu máli; hagsmunaskráning dómara og gögn þar að baki voru ekki aðgengileg. Og staðreyndir eru staðreyndir. Engu máli skiptir hvort einhver lekur til að koma höggi á annan. Blaðamaðurinn tekur sjálfstæðar ákvarðanir, veit af hagsmunatengslunum og kannar hvort rétt sé rétt. Skiptir engu hvaðan gögn koma ef þau eru sannleikurinn. Að telja að blaðamenn eigi þá að finna til ábyrgðar og greina ekki frá af ótta við að það gæti orðið til þess að fólk flýi með fé sitt úr landi lýsir svo undurfurðulegum hugmyndum um blaðamennsku að mann setur hljóðan. Nánast.Að einhver kunni hugsanlega að misskilja fréttirnarÞó rætnar dylgjur í garð blaðamanna séu rauður þráður í grein lögmannanna er ástæðulaust að skríða niður á það plan með að halda því fram hér að ástæða skrifa lögmannanna sé sprottin af þeirri hvöt að vilja eiga gott veður hjá dómurum. En þeir eru hins vegar að tala tungumál sem dómarar skilja þegar þeir byggja mál sitt á því að viðbrögð við fréttum skipti meiru en það sem segir í fréttunum. Í meiðyrðamálum yfir blaðamönnum hafa fallið dómar sem meðal annars eru byggðir á því að hugsanlega muni einhver sem enginn veit hver er misskilja það sem sagt er. Ingveldur Einarsdóttir þá héraðsdómari dæmdi eitt sinn ummæli sem aldrei féllu dauð og ómerk. Sá dómur var staðfestur í Hæstarétti. Dómstólar hafa gersamlega brugðist fjölmiðlum með furðudómum yfir blaðamönnum þannig að innan þeirra raða stenst slíkur málflutningur – en hann ætti ekki að gera það að teknu tilliti til heilbrigðrar skynsemi. Þó fullyrðingar þess efnis að fjölmiðlar hafi verið að taka Markús af lífi, eins og lögmennirnir vilja meina, byggi á fárveikum grunni þess að meta megi fréttir út frá því hvað einhverjum sem enginn veit hver er kann hugsanlega að finnast um fréttir, standist enga skoðun þá á slík afstaða sér grunn í dómafordæmum. Það er grafalvarleg staða sem fáir hafa viljað veita gaum. En henni fylgir sú ónotakennd að við búum ekki í réttarríki. Heillavænlegra væri að dómarar, og lögfræðingar vinir þeirra, reyndu að sækja sér virðingu eitthvað annað en í það að ráðast með ómaklegum hætti á fjölmiðla.Höfundur er blaðamaður.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun