Ríkið þyrst í vodkann Þorgeir Helgason skrifar 9. desember 2016 07:00 Áfengisgjald á sterku áfengi hefur nánast tvöfaldast frá hruni. Ríkið mun taka í sinn hlut 94 prósent af verði vodkaflösku úr Vínbúðinni í formi áfengisgjalds, skilagjalds, virðisaukaskatts og álagningar Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Þetta kemur fram í samantekt Félags atvinnurekenda á verðlagningu áfengis hér á landi með tilliti til boðaðra hækkana í fjárlagafrumvarpinu.„Þessi staða hér á innlendum markaði er með ólíkindum. Ég efast um að fólk hafi hugmyndaflug í að átta sig á því að það sé að greiða 94 prósent af verðinu til ríkisins þegar það kaupir vodkaflösku úti í búð,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Áfengisgjöld á Íslandi eru nú þegar þau langhæstu í Evrópu og stefnt er að því að hækka þau enn frekar eða um 4,7 prósent í fjárlagafrumvarpi ársins 2017. „Þetta er tíunda hækkun áfengisgjalda frá hruni. Á þeim tíma hafa þau rúmlega tvöfaldast. Eru engin takmörk fyrir því hversu langt stjórnvöld telja sig geta gengið í skattlagningu á einni neysluvöru?“ spyr Ólafur. Fyrir hrun voru áfengisgjöld á Íslandi þau hæstu í Evrópu. Með veikingu íslensku krónunnar eftir hrun breyttist staðan og áfengi varð dýrast í Noregi. Breytingin á gjöldunum um áramótin auk styrkingar krónunnar mun hins vegar hafa í för með sér að áfengisgjöld verða helmingi hærri hér á landi en í Noregi. Álagning ÁTVR á áfengi sem inniheldur 22 prósent vínanda eða meira er tólf prósent. Virðisaukaskatturinn er ellefu prósent og áfengisgjaldið um 145 krónur á hvert prósent vínanda. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.VísirÞað þýðir að þegar hækkun á áfengisgjöldum tekur gildi um áramótin renna 94 prósent af 7.300 króna vodkaflösku í ríkissjóð. Áfengisgjaldið af flöskunni eru rúmar 5.400 krónur, virðisaukaskattur um 700 krónur, álagning ÁTVR um 700 krónur og skilagjald 20 krónur. Hlutur framleiðandans er hins vegar aðeins um 434 krónur. „Hugmyndaauðgi stjórnmálamannanna okkar í hvernig hægt sé að skattpína neytendur áfengis er alveg ótrúleg. Skattlagning á áfengi er augljóslega komin út úr öllu korti þegar neytandinn er farinn að greiða um og yfir 90% af verðinu í ríkissjóð,“ segir Ólafur. Hann skorar á nýtt þing að samþykkja ekki þessa vitleysu og vinda fremur ofan af þessum ofursköttum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Sjá meira
Ríkið mun taka í sinn hlut 94 prósent af verði vodkaflösku úr Vínbúðinni í formi áfengisgjalds, skilagjalds, virðisaukaskatts og álagningar Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Þetta kemur fram í samantekt Félags atvinnurekenda á verðlagningu áfengis hér á landi með tilliti til boðaðra hækkana í fjárlagafrumvarpinu.„Þessi staða hér á innlendum markaði er með ólíkindum. Ég efast um að fólk hafi hugmyndaflug í að átta sig á því að það sé að greiða 94 prósent af verðinu til ríkisins þegar það kaupir vodkaflösku úti í búð,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Áfengisgjöld á Íslandi eru nú þegar þau langhæstu í Evrópu og stefnt er að því að hækka þau enn frekar eða um 4,7 prósent í fjárlagafrumvarpi ársins 2017. „Þetta er tíunda hækkun áfengisgjalda frá hruni. Á þeim tíma hafa þau rúmlega tvöfaldast. Eru engin takmörk fyrir því hversu langt stjórnvöld telja sig geta gengið í skattlagningu á einni neysluvöru?“ spyr Ólafur. Fyrir hrun voru áfengisgjöld á Íslandi þau hæstu í Evrópu. Með veikingu íslensku krónunnar eftir hrun breyttist staðan og áfengi varð dýrast í Noregi. Breytingin á gjöldunum um áramótin auk styrkingar krónunnar mun hins vegar hafa í för með sér að áfengisgjöld verða helmingi hærri hér á landi en í Noregi. Álagning ÁTVR á áfengi sem inniheldur 22 prósent vínanda eða meira er tólf prósent. Virðisaukaskatturinn er ellefu prósent og áfengisgjaldið um 145 krónur á hvert prósent vínanda. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.VísirÞað þýðir að þegar hækkun á áfengisgjöldum tekur gildi um áramótin renna 94 prósent af 7.300 króna vodkaflösku í ríkissjóð. Áfengisgjaldið af flöskunni eru rúmar 5.400 krónur, virðisaukaskattur um 700 krónur, álagning ÁTVR um 700 krónur og skilagjald 20 krónur. Hlutur framleiðandans er hins vegar aðeins um 434 krónur. „Hugmyndaauðgi stjórnmálamannanna okkar í hvernig hægt sé að skattpína neytendur áfengis er alveg ótrúleg. Skattlagning á áfengi er augljóslega komin út úr öllu korti þegar neytandinn er farinn að greiða um og yfir 90% af verðinu í ríkissjóð,“ segir Ólafur. Hann skorar á nýtt þing að samþykkja ekki þessa vitleysu og vinda fremur ofan af þessum ofursköttum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Sjá meira