Viðskiptabann við Rússland tók sinn toll: Úflutt magn sjávarafurða dróst saman um þrjú prósent Sæunn Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2016 15:26 Tekjur sjávarútvegsfélaga á árinu 2015 námu 275 milljörðum króna og jukust um 3,3 prósent. vísir/vilhelm Útflutt magn sjávarafurða á árinu 2015 nam tæpum 632 þúsund tonna og er það um 3 prósent lægra en árið 2014 og 83 þúsund tonnum undir langtíma meðaltali. Þessi samdráttur í útflutningi sjávarafurða milli ára skýrist einna helst af viðskiptabanni Rússlands. Þrátt fyrir þetta námu verðmæti útflutnings á árinu 2015 um 265 milljörðum króna sem er tæpum 17 milljörðum króna meira (7 prósent) en á árinu 2014 miðað við verðlag ársins 2015. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg. Meðal helstu atriða í skýrslunni er að Ísland situr í 20. sæti á lista yfir stærstu fiskveiðiþjóðir heims miðað við árið 2014 með um 1,4 prósent hlutdeild á heimsvísu. Ísland hefur færst neðar á þessum lista síðustu ár þar sem aðrar þjóðir hafa aukið veiðar sínar umfram Ísland. Talið er að útflutningur sjávarafurða muni taka við sér á seinni helmingi ársins, ekki síst vegna aukinna aflaheimilda í þorski. Spáð er að útflutningur muni dragast saman um 1 prósent á árinu 2016 en gert er ráð fyrir ríflega 4 prósent aukningu í útflutningi sjávarafurða á árinu 2017 og rúmlega 3 prósent aukningu árið 2018.Heildarafli jókst um 22,5%Heildarafli á árinu 2015 var 1.319 þúsund tonn og jókst aflinn um 22,5 prósent (243 þús. tonn) frá árinu 2014. Mest var veitt af loðnu á árinu eða um 337 þús. tonn og jókst loðnuaflinn um 218 prósent (229 þúsund tonn) frá árinu 2014. Aflaverðmæti ársins 2015 nam rúmlega 151 milljörðum króna sem er 9,2 prósent aukning frá árinu 2014 miðað við fast verðlag.Þorskur langstærsturÞorskur er enn langstærstur þegar kemur að aflaverðmæti og nam aflaverðmæti hans tæpum 61 milljarði króna á árinu 2015 eða sem nemur 40,3 prósent af heildarverðmæti aflans. Verðmætaaukning þorsks nam 13 prósent sem er 10 prósentustigum umfram aukningu í magni og hefur því verðmæti á hvert tonn aukist milli ára. Þorskur var verðmætasta útflutningstegundin á árinu 2015 en þá námu útflutningsverðmæti hans 105 milljörðum króna. Er það um 38 prósent af útflutningsverðmæti sjávarafurða.Tekjur sjávarútvegsfélaga námu 275 milljörðumTekjur sjávarútvegsfélaga á árinu 2015 námu 275 milljörðum króna og jukust um 9 milljarða króna á föstu verðlagi eða um 3,3 prósent. Skýrist þessi vöxtur í tekjum af auknum loðnuveiðum og auknu verðmæti þorskaflans vegna verðhækkunar á erlendum mörkuðum. Gengi krónunnar hefur styrkst um 17 prósent frá upphafi árs og 26 prósent frá upphafi síðastliðins árs gagnvart viðskiptaveginni gengisvísitölu. Hefur gengi krónunnar styrkst mest gagnvart bresku pundi eða um 41 prósent frá upphafi árs. Bretland er eitt af stærstu viðskiptalöndum Íslands og fara um 18 prósent af heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða til Breta. Hefur því gengislækkun pundsins gagnvart krónunni talsverð áhrif á utanríkisviðskipti okkar. Norðmenn eru stærstir í fiskeldi í Evrópu með um 45 prósent hlutdeild. Ísland situr í 25. sæti á meðal fiskeldisþjóða í Evrópu með 8 þúsund tonn eða um 0,3 prósent af heildarfiskeldi álfunnar.Útlfutningsverðmæti eldisfisks eykstÚtflutningsverðmæti eldisfisks árið 2015 var um 7.024 milljónir króna samanborið við 5.530 milljónir króna árið 2014 á föstu verðlagi. Bandaríkin eru sem fyrr stærsti markaðurinn fyrir íslenskar eldisafurðir með um 35 prósent af heildarverðmæti ársins 2015. Bretland kemur þar á eftir með um 9,3 prósent og Þýskaland með um 7,5 prósent. Útgefin leyfi til framleiðslu fiskeldis eru mest á Vestfjörðum og Vesturlandi en þar eru leyfi fyrir 21.698 tonna ársframleiðslu. Hafa rekstrarleyfi til framleiðslu fiskeldis stækkað um 2.320 tonn frá árinu 2014.Hér má kynna sér skýrsluna í heild sinni. Tengdar fréttir Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19 Utanríkisráðuneytið: Sjávarútvegurinn mun finna nýja markaði í stað Rússlands Ráðuneytið segir óvissu ríkja um áhrif innflutningsbann Rússa. Margt bendi þó til að íslensk fyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig. 12. janúar 2016 17:47 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Útflutt magn sjávarafurða á árinu 2015 nam tæpum 632 þúsund tonna og er það um 3 prósent lægra en árið 2014 og 83 þúsund tonnum undir langtíma meðaltali. Þessi samdráttur í útflutningi sjávarafurða milli ára skýrist einna helst af viðskiptabanni Rússlands. Þrátt fyrir þetta námu verðmæti útflutnings á árinu 2015 um 265 milljörðum króna sem er tæpum 17 milljörðum króna meira (7 prósent) en á árinu 2014 miðað við verðlag ársins 2015. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg. Meðal helstu atriða í skýrslunni er að Ísland situr í 20. sæti á lista yfir stærstu fiskveiðiþjóðir heims miðað við árið 2014 með um 1,4 prósent hlutdeild á heimsvísu. Ísland hefur færst neðar á þessum lista síðustu ár þar sem aðrar þjóðir hafa aukið veiðar sínar umfram Ísland. Talið er að útflutningur sjávarafurða muni taka við sér á seinni helmingi ársins, ekki síst vegna aukinna aflaheimilda í þorski. Spáð er að útflutningur muni dragast saman um 1 prósent á árinu 2016 en gert er ráð fyrir ríflega 4 prósent aukningu í útflutningi sjávarafurða á árinu 2017 og rúmlega 3 prósent aukningu árið 2018.Heildarafli jókst um 22,5%Heildarafli á árinu 2015 var 1.319 þúsund tonn og jókst aflinn um 22,5 prósent (243 þús. tonn) frá árinu 2014. Mest var veitt af loðnu á árinu eða um 337 þús. tonn og jókst loðnuaflinn um 218 prósent (229 þúsund tonn) frá árinu 2014. Aflaverðmæti ársins 2015 nam rúmlega 151 milljörðum króna sem er 9,2 prósent aukning frá árinu 2014 miðað við fast verðlag.Þorskur langstærsturÞorskur er enn langstærstur þegar kemur að aflaverðmæti og nam aflaverðmæti hans tæpum 61 milljarði króna á árinu 2015 eða sem nemur 40,3 prósent af heildarverðmæti aflans. Verðmætaaukning þorsks nam 13 prósent sem er 10 prósentustigum umfram aukningu í magni og hefur því verðmæti á hvert tonn aukist milli ára. Þorskur var verðmætasta útflutningstegundin á árinu 2015 en þá námu útflutningsverðmæti hans 105 milljörðum króna. Er það um 38 prósent af útflutningsverðmæti sjávarafurða.Tekjur sjávarútvegsfélaga námu 275 milljörðumTekjur sjávarútvegsfélaga á árinu 2015 námu 275 milljörðum króna og jukust um 9 milljarða króna á föstu verðlagi eða um 3,3 prósent. Skýrist þessi vöxtur í tekjum af auknum loðnuveiðum og auknu verðmæti þorskaflans vegna verðhækkunar á erlendum mörkuðum. Gengi krónunnar hefur styrkst um 17 prósent frá upphafi árs og 26 prósent frá upphafi síðastliðins árs gagnvart viðskiptaveginni gengisvísitölu. Hefur gengi krónunnar styrkst mest gagnvart bresku pundi eða um 41 prósent frá upphafi árs. Bretland er eitt af stærstu viðskiptalöndum Íslands og fara um 18 prósent af heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða til Breta. Hefur því gengislækkun pundsins gagnvart krónunni talsverð áhrif á utanríkisviðskipti okkar. Norðmenn eru stærstir í fiskeldi í Evrópu með um 45 prósent hlutdeild. Ísland situr í 25. sæti á meðal fiskeldisþjóða í Evrópu með 8 þúsund tonn eða um 0,3 prósent af heildarfiskeldi álfunnar.Útlfutningsverðmæti eldisfisks eykstÚtflutningsverðmæti eldisfisks árið 2015 var um 7.024 milljónir króna samanborið við 5.530 milljónir króna árið 2014 á föstu verðlagi. Bandaríkin eru sem fyrr stærsti markaðurinn fyrir íslenskar eldisafurðir með um 35 prósent af heildarverðmæti ársins 2015. Bretland kemur þar á eftir með um 9,3 prósent og Þýskaland með um 7,5 prósent. Útgefin leyfi til framleiðslu fiskeldis eru mest á Vestfjörðum og Vesturlandi en þar eru leyfi fyrir 21.698 tonna ársframleiðslu. Hafa rekstrarleyfi til framleiðslu fiskeldis stækkað um 2.320 tonn frá árinu 2014.Hér má kynna sér skýrsluna í heild sinni.
Tengdar fréttir Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19 Utanríkisráðuneytið: Sjávarútvegurinn mun finna nýja markaði í stað Rússlands Ráðuneytið segir óvissu ríkja um áhrif innflutningsbann Rússa. Margt bendi þó til að íslensk fyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig. 12. janúar 2016 17:47 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19
Utanríkisráðuneytið: Sjávarútvegurinn mun finna nýja markaði í stað Rússlands Ráðuneytið segir óvissu ríkja um áhrif innflutningsbann Rússa. Margt bendi þó til að íslensk fyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig. 12. janúar 2016 17:47