Börn í hælisleit eru líka börn Barnaheill, Rauði krossinn og UNICEF á íslandi og umboðsmaður barna skrifa 23. nóvember 2016 10:37 Sameiginleg yfirlýsing Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, Rauða krossins, UNICEF á Íslandi og umboðsmanns barna vegna barna sem leita alþjóðlegrar verndar hér á landi:Stjórnvöldum á Íslandi ber að líta á málefni barna og barnafjölskyldna, sem leita alþjóðlegrar verndar eða sækja um dvalarleyfi af mannúðarástæðum, fyrst og fremst út frá réttindum barnanna. Stjórnvöldum ber að taka allar sínar ákvarðanir er varða börn í slíkum aðstæðum með það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sbr. lög nr. 19/2013, er Íslandi skylt að virða og tryggja hverju barni innan sinnar lögsögu þau réttindi sem sáttmálinn kveður á um, án nokkurrar mismununar. Ekki má mismuna eftir þjóðerni, þjóðháttum eða félagslegri stöðu eða öðrum aðstæðum barna eða foreldra þeirra eða lögráðamanna. Sömuleiðis er skylt að gera allar viðeigandi ráðstafanir til að sjá til þess að barni sé ekki mismunað eða refsað vegna stöðu eða athafna foreldra þess, lögráðamanna eða fjölskyldumeðlima, eða sjónarmiða sem þeir láta í ljós eða skoðana þeirra. Barnasáttmálinn gildir um öll börn sem eru stödd á yfirráðasvæði Íslands. Líka þau börn sem hingað flýja, með eða án foreldra, sem og þau börn erlendra foreldra sem fæðast hér á landi og sækja um alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi.Stjórnvöld virði réttindi barna samkvæmt BarnasáttmálanumTil þess að stjórnvöld geti tekið ákvarðanir sem eru börnum fyrir bestu þurfa þau að vega og meta möguleg áhrif þeirra á líf barna í nútíð og framtíð, með hliðsjón af öðrum ákvæðum Barnasáttmálans, svo sem um rétt barna til að lifa og þroskast við bestu mögulegu aðstæður. Þá er sérstaklega mikilvægt að veita börnum tækifæri til að tjá sig og taka tillit til sjónarmiða þeirra, í samræmi við aldur þeirra og þroska. Í 22. grein sáttmálans segir: „Aðildarríki skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að barn sem leitar eftir réttarstöðu sem flóttamaður, eða sem talið er flóttamaður samkvæmt viðeigandi reglum og starfsháttum þjóðaréttar eða landslaga, fái, hvort sem það er í fylgd foreldra eða annarra eða ekki, viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau réttindi sem við eiga og kveðið er á um í samningi þessum og öðrum alþjóðlegum löggerningum á sviði mannréttinda- eða mannúðarmála sem ríki þau er um ræðir eiga aðild að.“Barnasáttmálinn hefur verið lögfestur hér á landi. Ber því stjórnvöldum að fylgja ákvæðum hans þegar teknar eru ákvarðanir um það hvort veita eigi barni eða barnafjölskyldum alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi hér á landi. Sama á við þegar teknar eru ákvarðanir um brottvísun barna og fjölskyldna þeirra úr landi og framkvæmd slíkra gerða. Of mörg dæmi eru um það hér á landi að réttindi barna í hælismeðferð séu virt að vettugi. Í ljósi stöðu barna sem vísað er úr landi og nýrra útlendingalaga, sem taka gildi þann 1. janúar 2017, áréttum við ofantalin, nauðsyn þess að vanda betur meðferð mála barna sem sótt hafa um alþjóðlega vernd hér á landi. Við skorum á stjórnvöld að virða réttindi barna samkvæmt Barnasáttmálanum og taka allar ákvarðanir með hagsmuni barna að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Sameiginleg yfirlýsing Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, Rauða krossins, UNICEF á Íslandi og umboðsmanns barna vegna barna sem leita alþjóðlegrar verndar hér á landi:Stjórnvöldum á Íslandi ber að líta á málefni barna og barnafjölskyldna, sem leita alþjóðlegrar verndar eða sækja um dvalarleyfi af mannúðarástæðum, fyrst og fremst út frá réttindum barnanna. Stjórnvöldum ber að taka allar sínar ákvarðanir er varða börn í slíkum aðstæðum með það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sbr. lög nr. 19/2013, er Íslandi skylt að virða og tryggja hverju barni innan sinnar lögsögu þau réttindi sem sáttmálinn kveður á um, án nokkurrar mismununar. Ekki má mismuna eftir þjóðerni, þjóðháttum eða félagslegri stöðu eða öðrum aðstæðum barna eða foreldra þeirra eða lögráðamanna. Sömuleiðis er skylt að gera allar viðeigandi ráðstafanir til að sjá til þess að barni sé ekki mismunað eða refsað vegna stöðu eða athafna foreldra þess, lögráðamanna eða fjölskyldumeðlima, eða sjónarmiða sem þeir láta í ljós eða skoðana þeirra. Barnasáttmálinn gildir um öll börn sem eru stödd á yfirráðasvæði Íslands. Líka þau börn sem hingað flýja, með eða án foreldra, sem og þau börn erlendra foreldra sem fæðast hér á landi og sækja um alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi.Stjórnvöld virði réttindi barna samkvæmt BarnasáttmálanumTil þess að stjórnvöld geti tekið ákvarðanir sem eru börnum fyrir bestu þurfa þau að vega og meta möguleg áhrif þeirra á líf barna í nútíð og framtíð, með hliðsjón af öðrum ákvæðum Barnasáttmálans, svo sem um rétt barna til að lifa og þroskast við bestu mögulegu aðstæður. Þá er sérstaklega mikilvægt að veita börnum tækifæri til að tjá sig og taka tillit til sjónarmiða þeirra, í samræmi við aldur þeirra og þroska. Í 22. grein sáttmálans segir: „Aðildarríki skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að barn sem leitar eftir réttarstöðu sem flóttamaður, eða sem talið er flóttamaður samkvæmt viðeigandi reglum og starfsháttum þjóðaréttar eða landslaga, fái, hvort sem það er í fylgd foreldra eða annarra eða ekki, viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau réttindi sem við eiga og kveðið er á um í samningi þessum og öðrum alþjóðlegum löggerningum á sviði mannréttinda- eða mannúðarmála sem ríki þau er um ræðir eiga aðild að.“Barnasáttmálinn hefur verið lögfestur hér á landi. Ber því stjórnvöldum að fylgja ákvæðum hans þegar teknar eru ákvarðanir um það hvort veita eigi barni eða barnafjölskyldum alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi hér á landi. Sama á við þegar teknar eru ákvarðanir um brottvísun barna og fjölskyldna þeirra úr landi og framkvæmd slíkra gerða. Of mörg dæmi eru um það hér á landi að réttindi barna í hælismeðferð séu virt að vettugi. Í ljósi stöðu barna sem vísað er úr landi og nýrra útlendingalaga, sem taka gildi þann 1. janúar 2017, áréttum við ofantalin, nauðsyn þess að vanda betur meðferð mála barna sem sótt hafa um alþjóðlega vernd hér á landi. Við skorum á stjórnvöld að virða réttindi barna samkvæmt Barnasáttmálanum og taka allar ákvarðanir með hagsmuni barna að leiðarljósi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar