Ívar kom Ungverjum mikið á óvart en á hann ás upp í erminni fyrir kvöldið? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2016 16:00 Ívar Ásgrímsson. Mynd/S2/Böddi Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta spilar í kvöld sjötta og síðasta leik sinn í undankeppni EM 2017. Landsliðsþjálfarinn Ívar Ásgrímsson hefur nánast þurft að setja saman nýtt lið vegna allar forfallanna. „Við þurfum að laga nokkra hluti. Sérstaklega þurfum við að passa upp á boltann. Við vorum með 33 tapaða bolta úti. Það er hluti sem við þurfum að laga því það er ljóst að ef við töpum mörgum boltum þá verður þetta mjög erfitt,“ sagði Ívar Ásgrímsson, eftir æfingu íslenska landsliðsins í gær. „Við þurfum líka að fá einhvern til að taka af skarið sóknarlega og skora fyrir okkur. Okkur vantar einhvern sem getur skorað 20 stig. Það var erfitt á móti Slóvökum því þær voru það stórar að þær gátu rekið mikið niður og við áttum í erfiðleikum með að fara inn í teig,“ sagði Ívar Ásgrímsson „Portúgalar eru líka með stóra leikmenn en ekki með alveg eins stóra og Slóvakarnir. Þetta verður því aðeins auðveldara þannig séð,“ sagði Ívar. „Við höfum verið að fara yfir ýmsa hluti sem við höfum ekki verið að nota áður í keppninni. Við ætlum að reyna að koma aðeins á óvart í þessu leik. Við erum búin að vera að einbeita okkur að þessum leik við Portúgal og það hefur kannski háð okkur líka í Slóvakíu og að við höfum verið að einbeita okkur dálítið mikið að Portúgölum,“ sagði Ívar „Við vissum að þetta yrði mjög erfitt í Slóvakíu. Þetta var kannski fullstórt tap en um leið var þetta reynsla og kjaftshögg. Það vilja allir í liðinu gera miklu betur og sýna sitt rétta andlit ,“ sagði Ívar. Hann setti Helenu Sverrisdóttur inn í teig fyrir sigurleikinn á móti Ungverjalandi í febrúar. Íslenska liðið byrjaði þá frábærlega og virtist koma ungverska liðinu mikið á óvart. „Það kom Ungverjum á óvart og þær náðu aldrei að koma til baka eftir það. Við höfum ekki þessi vopn í sókninni núna eins og við vorum með. Á móti kemur að við erum með fljóta leikmenn sem eiga að geta spilað grimmt. Við ætlum að reyna að nýta okkur það í byrjun og reyna að koma Portúgölum á óvart strax í byrjun,“ sagði Ívar. Hvað myndi það þýða fyrir íslenska liðið að ná þriðja sætinu í riðlinum? „Það gæfi öllum sjálfstraust og trú á það verkefni sem við erum með í gangi. Aðalmálið er að við náum góðum leik og náum að spila góðan bolta. Við þurfum að sýna að við séum að læra og að þróa okkar leik,“ sagði Ívar. Það vantar marga reynslubolta og nú síðast datt Pálína Gunnlaugsdóttir út vegna meiðsla. „Pálína er baráttujaxl og mikill leiðtogi inn á velli. Hún hitti líka vel fyrir utan. Auðvitað veikir það liðið því enn einn byrjunarliðsmaðurinn er að detta út. Það má segja að við höfum bara tvo eftir af þeim hafa verið að spila eitthvað. Það koma nýjar í staðinn og þetta er bara eitthvað sem er í gangi hjá öllum liðum. Það er alltaf einhver að detta út. Við þurfum bara að vinna úr því,“ sagði Ívar. Leikur Íslands og Portúgals fer fram í Laugardalshöllinni og hefst klukkan 19.30 í kvöld. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Fleiri fréttir Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta spilar í kvöld sjötta og síðasta leik sinn í undankeppni EM 2017. Landsliðsþjálfarinn Ívar Ásgrímsson hefur nánast þurft að setja saman nýtt lið vegna allar forfallanna. „Við þurfum að laga nokkra hluti. Sérstaklega þurfum við að passa upp á boltann. Við vorum með 33 tapaða bolta úti. Það er hluti sem við þurfum að laga því það er ljóst að ef við töpum mörgum boltum þá verður þetta mjög erfitt,“ sagði Ívar Ásgrímsson, eftir æfingu íslenska landsliðsins í gær. „Við þurfum líka að fá einhvern til að taka af skarið sóknarlega og skora fyrir okkur. Okkur vantar einhvern sem getur skorað 20 stig. Það var erfitt á móti Slóvökum því þær voru það stórar að þær gátu rekið mikið niður og við áttum í erfiðleikum með að fara inn í teig,“ sagði Ívar Ásgrímsson „Portúgalar eru líka með stóra leikmenn en ekki með alveg eins stóra og Slóvakarnir. Þetta verður því aðeins auðveldara þannig séð,“ sagði Ívar. „Við höfum verið að fara yfir ýmsa hluti sem við höfum ekki verið að nota áður í keppninni. Við ætlum að reyna að koma aðeins á óvart í þessu leik. Við erum búin að vera að einbeita okkur að þessum leik við Portúgal og það hefur kannski háð okkur líka í Slóvakíu og að við höfum verið að einbeita okkur dálítið mikið að Portúgölum,“ sagði Ívar „Við vissum að þetta yrði mjög erfitt í Slóvakíu. Þetta var kannski fullstórt tap en um leið var þetta reynsla og kjaftshögg. Það vilja allir í liðinu gera miklu betur og sýna sitt rétta andlit ,“ sagði Ívar. Hann setti Helenu Sverrisdóttur inn í teig fyrir sigurleikinn á móti Ungverjalandi í febrúar. Íslenska liðið byrjaði þá frábærlega og virtist koma ungverska liðinu mikið á óvart. „Það kom Ungverjum á óvart og þær náðu aldrei að koma til baka eftir það. Við höfum ekki þessi vopn í sókninni núna eins og við vorum með. Á móti kemur að við erum með fljóta leikmenn sem eiga að geta spilað grimmt. Við ætlum að reyna að nýta okkur það í byrjun og reyna að koma Portúgölum á óvart strax í byrjun,“ sagði Ívar. Hvað myndi það þýða fyrir íslenska liðið að ná þriðja sætinu í riðlinum? „Það gæfi öllum sjálfstraust og trú á það verkefni sem við erum með í gangi. Aðalmálið er að við náum góðum leik og náum að spila góðan bolta. Við þurfum að sýna að við séum að læra og að þróa okkar leik,“ sagði Ívar. Það vantar marga reynslubolta og nú síðast datt Pálína Gunnlaugsdóttir út vegna meiðsla. „Pálína er baráttujaxl og mikill leiðtogi inn á velli. Hún hitti líka vel fyrir utan. Auðvitað veikir það liðið því enn einn byrjunarliðsmaðurinn er að detta út. Það má segja að við höfum bara tvo eftir af þeim hafa verið að spila eitthvað. Það koma nýjar í staðinn og þetta er bara eitthvað sem er í gangi hjá öllum liðum. Það er alltaf einhver að detta út. Við þurfum bara að vinna úr því,“ sagði Ívar. Leikur Íslands og Portúgals fer fram í Laugardalshöllinni og hefst klukkan 19.30 í kvöld.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Fleiri fréttir Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Sjá meira