Útrýmum fátækt Petrína Ásgeirsdóttir skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun tóku gildi í byrjun árs 2016. Þetta eru víðtækustu markmið sem ríki heims hafa komið sér saman um og stefnt er að því að tryggja velmegun og mannréttindi um allan heim fyrir árið 2030. Heimsmarkmið númer eitt kveður á um að útrýma fátækt í allri sinni mynd. Nú búa 700 milljónir manna við sárafátækt, en sárafátækir eru taldir þeir sem lifa á undir 1,90 dollurum á dag. En hvernig útrýmum við fátækt? Fjölbreytt atvinnutækifæri og sterkir innviðir eru undirstaða velmegunar, en fleira þarf að koma til. Jöfn tækifæri og jafnrétti er grunnurinn að friðsamlegu samfélagi þar sem allir fá að njóta sín og rækta hæfileika sína. Fátæk samfélög nýta ekki mannauð sinn og ná því ekki að þróast og dafna. Til að tryggja jöfnuð, frið og frelsi þarf að vera til staðar aðgangur að menntun og heilbrigðisþjónustu fyrir alla, öflugt almannatryggingakerfi sem tryggir félagslegan jöfnuð, öflug heilbrigðis- og menntakerfi og réttlát löggjöf, réttarkerfi, skattkerfi og stjórnsýsla. Á ráðstefnu sem haldin var í Istanbúl árið 2014 um nýju heimsmarkmiðin kom fram hjá Dr. Thomas Kesselring, fræðimanni frá Sviss, að til að útrýma fátækt þurfi beina og óbeina stefnu. Bein stefna er m.a. valdefling og menntun kvenna og karla, en óbein stefna felst í því að fjarlægja hindranir sem koma í veg fyrir að fátækir geti bætt lífskjör sín. Bil milli fátækra og ríkra þjóða eykst stöðugt, en bilið var 35:1 árið 1950, 72:1 árið 1992 og 658:1 árið 2014. Bil milli ríkra og fátækra innan landa hefur jafnframt aukist á þessu tímabili.Úr greipum fátæktar Ekki eru margir áratugir síðan Ísland komst úr greipum fátæktar. Mér verður oft hugsað til ömmu minnar sem fæddist í byrjun síðustu aldar og ólst upp við kröpp kjör. Hún fluttist til Reykjavíkur á fjórða áratugnum og við tók erfiður tími hjá henni sem bláfátækri einstæðri móður í húsnæðishraki. Ekki vantaði dugnaðinn hjá ömmu, hún vann mikið en bar lítið úr býtum. Hærri laun, framsækin lög um almannatryggingar árið 1947 og aðgangur að félagslegu húsnæði breyttu miklu til hins betra fyrir ömmu og börnin hennar. Jafnframt áttu börnin kost á ókeypis grunnmenntun. Þannig fengu þau og síðar afkomendur þeirra tækifæri til að mennta sig og komast í góð störf, og þar með að losna úr viðjum fátæktar. Hefði amma búið í landi sem ekki hefði brotist úr fátækt og misskiptingu hefði hlutskipti afkomenda hennar orðið allt annað. Ísland komst í tölu ríkra þjóða með hjálp frá alþjóðasamfélaginu og með eigin áherslu á jöfnuð og jafnrétti. Þær áherslur má þakka baráttu fjölmargra karla og kvenna í gegnum áratugina, baráttu sem lýkur seint eða aldrei. Gleymum ekki þeim gildum sem skapa réttlátt samfélag og leggjum okkar af mörkum til að aðstoða fátækar þjóðir við að byggja upp friðsamleg samfélög þar sem allir ná að blómstra. Upplýsingar um heimsmarkmiðin má finna á www.un.is.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun tóku gildi í byrjun árs 2016. Þetta eru víðtækustu markmið sem ríki heims hafa komið sér saman um og stefnt er að því að tryggja velmegun og mannréttindi um allan heim fyrir árið 2030. Heimsmarkmið númer eitt kveður á um að útrýma fátækt í allri sinni mynd. Nú búa 700 milljónir manna við sárafátækt, en sárafátækir eru taldir þeir sem lifa á undir 1,90 dollurum á dag. En hvernig útrýmum við fátækt? Fjölbreytt atvinnutækifæri og sterkir innviðir eru undirstaða velmegunar, en fleira þarf að koma til. Jöfn tækifæri og jafnrétti er grunnurinn að friðsamlegu samfélagi þar sem allir fá að njóta sín og rækta hæfileika sína. Fátæk samfélög nýta ekki mannauð sinn og ná því ekki að þróast og dafna. Til að tryggja jöfnuð, frið og frelsi þarf að vera til staðar aðgangur að menntun og heilbrigðisþjónustu fyrir alla, öflugt almannatryggingakerfi sem tryggir félagslegan jöfnuð, öflug heilbrigðis- og menntakerfi og réttlát löggjöf, réttarkerfi, skattkerfi og stjórnsýsla. Á ráðstefnu sem haldin var í Istanbúl árið 2014 um nýju heimsmarkmiðin kom fram hjá Dr. Thomas Kesselring, fræðimanni frá Sviss, að til að útrýma fátækt þurfi beina og óbeina stefnu. Bein stefna er m.a. valdefling og menntun kvenna og karla, en óbein stefna felst í því að fjarlægja hindranir sem koma í veg fyrir að fátækir geti bætt lífskjör sín. Bil milli fátækra og ríkra þjóða eykst stöðugt, en bilið var 35:1 árið 1950, 72:1 árið 1992 og 658:1 árið 2014. Bil milli ríkra og fátækra innan landa hefur jafnframt aukist á þessu tímabili.Úr greipum fátæktar Ekki eru margir áratugir síðan Ísland komst úr greipum fátæktar. Mér verður oft hugsað til ömmu minnar sem fæddist í byrjun síðustu aldar og ólst upp við kröpp kjör. Hún fluttist til Reykjavíkur á fjórða áratugnum og við tók erfiður tími hjá henni sem bláfátækri einstæðri móður í húsnæðishraki. Ekki vantaði dugnaðinn hjá ömmu, hún vann mikið en bar lítið úr býtum. Hærri laun, framsækin lög um almannatryggingar árið 1947 og aðgangur að félagslegu húsnæði breyttu miklu til hins betra fyrir ömmu og börnin hennar. Jafnframt áttu börnin kost á ókeypis grunnmenntun. Þannig fengu þau og síðar afkomendur þeirra tækifæri til að mennta sig og komast í góð störf, og þar með að losna úr viðjum fátæktar. Hefði amma búið í landi sem ekki hefði brotist úr fátækt og misskiptingu hefði hlutskipti afkomenda hennar orðið allt annað. Ísland komst í tölu ríkra þjóða með hjálp frá alþjóðasamfélaginu og með eigin áherslu á jöfnuð og jafnrétti. Þær áherslur má þakka baráttu fjölmargra karla og kvenna í gegnum áratugina, baráttu sem lýkur seint eða aldrei. Gleymum ekki þeim gildum sem skapa réttlátt samfélag og leggjum okkar af mörkum til að aðstoða fátækar þjóðir við að byggja upp friðsamleg samfélög þar sem allir ná að blómstra. Upplýsingar um heimsmarkmiðin má finna á www.un.is.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar