Vítahringur veikinda og vannæringar Ingibjörg Hjaltadóttir skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Nýlegar rannsóknarniðurstöður sýna að 66% aldraðra sem dvelja á Landspítala eru annaðhvort vannærðir eða í hættu á vannæringu. Því miður kemur þetta ekki á óvart þar sem sá hópur sem dvelur á Landspítala á jafnan við alvarleg veikindi að stríða. Þessi hópur aldraðra er oft með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma og hefur lengi átt við vaxandi slappleika og orkuleysi að stríða. Þegar vannæring bætist við eykst hætta á ýmsum sjúkdómum og dauðsfalli. Sá hópur sem dvelur á hjúkrunarheimilum er einnig í mikilli hættu á vannæringu en góðu heilli hafa íslensk hjúkrunarheimili staðið sig vel í að koma í veg fyrir þyngdartap íbúanna en um 5% þeirra eru að tapa þyngd sem er langt innan við þau gæðamarkmið sem sett eru fyrir íslensk hjúkrunarheimili og er betri árangur en þekkist víða erlendis.Vannæring vegna lystarleysis Erlendar rannsóknir sýna að á bilinu 30-60% aldraðra sem leggjast á spítala eru vannærðir eða í hættu á vannæringu og rannsókn á Landspítala frá árinu 2005 sýndi að 58,3% aldraðra sjúklinga voru vannærðir. Flestir þessara einstaklinga komu inn á Landspítala vannærðir eða í hættu á vannæringu. Vannæringin stafar ekki af því að fólk eigi ekki mat eða að matur sé ekki í boði heldur er ástæðan fyrst og fremst lystarleysi, orkuleysi og lítill áhugi á mat sem hindrar fólk í því að hafa til mat og borða. Þessi hópur aldraðra býr við alvarlegan heilsuvanda en þó ber að hafa í huga að rannsóknir sýna að flestir þeir sem eru komnir á efri ár búa við ágæta færni og heilsu. Aldraðir sem eru fjölveikir og búa einir eða jafnvel með heilsuveilum maka hafa oft ekki orku til að elda og nærast þá á því sem er auðvelt að hafa til. Oft er um að ræða brauðmeti og mjólkurmat sem ekki uppfyllir þörf fyrir hitaeiningar eða orku og inniheldur lítið af próteini. Þannig mataræði leiðir síðan til þess að vöðvar fara að rýrna, fólki er kalt, það er orkulaust og slappt sem síðar leiðir til enn meira lystarleysis. Þá er einstaklingurinn kominn inn i vítahring veikinda og vannæringar.Prótein- og orkurík fæða En hvað er hægt að gera? Jú, byrjum á einhverju einföldu og viðráðanlegu. Hægt er að fá heimsendan mat auk þess sem fjölbreyttur matur fæst í verslunum sem aðeins þarf að hita. Þá er einnig til fjölbreytt úrval af drykkjum sem innihalda prótein. Ráðleggingar mínar til þeirra sem eru vannærðir, dvelja heima og geta ekki fylgt almennum ráðleggingum um hollt mataræði er að reyna að borða kjöt eða fisk daglega, gjarnan tilbúinn mat sem hægt er að hita eða að fara í hádegismat í nálæga þjónustumiðstöð, ef heilsan leyfir. Þessu til viðbótar er gott að eiga til próteindrykki sem henta bragðlaukum hvers og eins. Úrval tilbúinna próteindrykkja er orðið mikið í venjulegum matvöruverslunum og má þar nefna Hámark, Hleðslu og skyrdrykki með viðbættu próteini, auk fjölbreytts úrvals drykkja sem fást í lyfjaverslunum. Gott er að bæta svona drykk við það sem borðað er á matmálstímum eða 2-3 sinnum á dag, á morgnana með morgunmatnum og síðan um miðjan daginn eða á kvöldin. Auk þessa er gott að eiga eitthvað sem gefur hitaeiningar og orku sem auðvelt er að borða t.d. á kvöldin þegar horft er á sjónvarp. Það getur jafnvel verið niðurskorin lifrarpylsa eða súkkulaði. Einfalt og fljótlegt, það er það sem þarf ef maður er slappur og veikur.Við berum öll ábyrgð Ekkert stöðvar framgang tímans og við vitum að elli kerling vitjar okkar allra. Hins vegar er vitað að lykillinn að því að tefja eða fyrirbyggja þennan vítahring veikinda og vannæringar er að hreyfa sig, borða fjölbreyttan mat og taka D-vítamín. Meiri fjölbreytni í heimsendum mat og meiri aðstoð við að matbúa og borða er mikilvæg fyrir þá sem eru farnir að heilsu. Afleiðingarnar af vannæringu aldraðra eru að öll veikindi verða alvarlegri, sár gróa illa, endurhæfing er tilgangslítil og líkur á því að þurfa að flytja á hjúkrunarheimili aukast verulega. Ábyrgðin á að bregðast við þessum vanda liggur ekki eingöngu hjá heilbrigðisyfirvöldum heldur einnig hjá hverjum og einum enda afleiðingarnar alvarlegar bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Nýlegar rannsóknarniðurstöður sýna að 66% aldraðra sem dvelja á Landspítala eru annaðhvort vannærðir eða í hættu á vannæringu. Því miður kemur þetta ekki á óvart þar sem sá hópur sem dvelur á Landspítala á jafnan við alvarleg veikindi að stríða. Þessi hópur aldraðra er oft með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma og hefur lengi átt við vaxandi slappleika og orkuleysi að stríða. Þegar vannæring bætist við eykst hætta á ýmsum sjúkdómum og dauðsfalli. Sá hópur sem dvelur á hjúkrunarheimilum er einnig í mikilli hættu á vannæringu en góðu heilli hafa íslensk hjúkrunarheimili staðið sig vel í að koma í veg fyrir þyngdartap íbúanna en um 5% þeirra eru að tapa þyngd sem er langt innan við þau gæðamarkmið sem sett eru fyrir íslensk hjúkrunarheimili og er betri árangur en þekkist víða erlendis.Vannæring vegna lystarleysis Erlendar rannsóknir sýna að á bilinu 30-60% aldraðra sem leggjast á spítala eru vannærðir eða í hættu á vannæringu og rannsókn á Landspítala frá árinu 2005 sýndi að 58,3% aldraðra sjúklinga voru vannærðir. Flestir þessara einstaklinga komu inn á Landspítala vannærðir eða í hættu á vannæringu. Vannæringin stafar ekki af því að fólk eigi ekki mat eða að matur sé ekki í boði heldur er ástæðan fyrst og fremst lystarleysi, orkuleysi og lítill áhugi á mat sem hindrar fólk í því að hafa til mat og borða. Þessi hópur aldraðra býr við alvarlegan heilsuvanda en þó ber að hafa í huga að rannsóknir sýna að flestir þeir sem eru komnir á efri ár búa við ágæta færni og heilsu. Aldraðir sem eru fjölveikir og búa einir eða jafnvel með heilsuveilum maka hafa oft ekki orku til að elda og nærast þá á því sem er auðvelt að hafa til. Oft er um að ræða brauðmeti og mjólkurmat sem ekki uppfyllir þörf fyrir hitaeiningar eða orku og inniheldur lítið af próteini. Þannig mataræði leiðir síðan til þess að vöðvar fara að rýrna, fólki er kalt, það er orkulaust og slappt sem síðar leiðir til enn meira lystarleysis. Þá er einstaklingurinn kominn inn i vítahring veikinda og vannæringar.Prótein- og orkurík fæða En hvað er hægt að gera? Jú, byrjum á einhverju einföldu og viðráðanlegu. Hægt er að fá heimsendan mat auk þess sem fjölbreyttur matur fæst í verslunum sem aðeins þarf að hita. Þá er einnig til fjölbreytt úrval af drykkjum sem innihalda prótein. Ráðleggingar mínar til þeirra sem eru vannærðir, dvelja heima og geta ekki fylgt almennum ráðleggingum um hollt mataræði er að reyna að borða kjöt eða fisk daglega, gjarnan tilbúinn mat sem hægt er að hita eða að fara í hádegismat í nálæga þjónustumiðstöð, ef heilsan leyfir. Þessu til viðbótar er gott að eiga til próteindrykki sem henta bragðlaukum hvers og eins. Úrval tilbúinna próteindrykkja er orðið mikið í venjulegum matvöruverslunum og má þar nefna Hámark, Hleðslu og skyrdrykki með viðbættu próteini, auk fjölbreytts úrvals drykkja sem fást í lyfjaverslunum. Gott er að bæta svona drykk við það sem borðað er á matmálstímum eða 2-3 sinnum á dag, á morgnana með morgunmatnum og síðan um miðjan daginn eða á kvöldin. Auk þessa er gott að eiga eitthvað sem gefur hitaeiningar og orku sem auðvelt er að borða t.d. á kvöldin þegar horft er á sjónvarp. Það getur jafnvel verið niðurskorin lifrarpylsa eða súkkulaði. Einfalt og fljótlegt, það er það sem þarf ef maður er slappur og veikur.Við berum öll ábyrgð Ekkert stöðvar framgang tímans og við vitum að elli kerling vitjar okkar allra. Hins vegar er vitað að lykillinn að því að tefja eða fyrirbyggja þennan vítahring veikinda og vannæringar er að hreyfa sig, borða fjölbreyttan mat og taka D-vítamín. Meiri fjölbreytni í heimsendum mat og meiri aðstoð við að matbúa og borða er mikilvæg fyrir þá sem eru farnir að heilsu. Afleiðingarnar af vannæringu aldraðra eru að öll veikindi verða alvarlegri, sár gróa illa, endurhæfing er tilgangslítil og líkur á því að þurfa að flytja á hjúkrunarheimili aukast verulega. Ábyrgðin á að bregðast við þessum vanda liggur ekki eingöngu hjá heilbrigðisyfirvöldum heldur einnig hjá hverjum og einum enda afleiðingarnar alvarlegar bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar