Hátíð ljóss og friðar? Ingibjörg Þórðardóttir skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Nú er að fara í hönd árstíð ljóss og friðar með allri þeirri gleði og tilhlökkun sem ríkir, bæði hjá börnum og fullorðnum. Aðventan að hefjast og jólahátíðin á næsta leiti. Þetta er fyrir marga mjög skemmtilegur tími og mörg okkar njóta hans með fjölskyldu og vinum í þakklæti, umhyggju og gleði. En það er því miður ekki þannig hjá öllum. Þessi tími, jólaundirbúningur og jólahátíðin, getur á sumum heimilum verið verulega flókinn og erfiður og einkennst af mikilli vanlíðan, streitu og jafnvel hættuástandi. Það kemur engum á óvart að flestir eyða meiri peningum í desember en aðra mánuði ársins og fyrir efnalitlar fjölskyldur getur þessi mánuður einkennst bæði af skorti og áhyggjum. Það er líka þekkt að neysla áfengis er meiri í desembermánuði en flesta aðra mánuði ársins og það getur á sumum heimilum valdið mikilli vanlíðan, skömm, sorg og ótta. Það sem hins vegar ekki alveg jafn margir vita er að ofbeldi á heimilum eykst líka í þessum mánuði, jólamánuðinum. Ofbeldi sem skapar óöryggi, vanlíðan, ótta, kvíða, skömm, sorg og hættuástand. Á heimilum þar sem ofbeldi er beitt getur þetta verið erfiðasti og versti tími ársins og það er mikilvægt fyrir alla sem umgangast börn að vera meðvitaðir um þetta. Þegar mörg börn koma brosandi í skólann og full af tilhlökkun fyrir því sem koma skal, eru önnur börn sem koma brotin og án allrar tilhlökkunar. Þau koma full af kvíða yfir því sem koma skal því reynslan hefur kennt þeim að þessi tími er vondur, jafnvel hættulegur. Ég veit vel að flesta langar alls ekki til að heyra þetta, og alls ekki núna og sumir spyrja mig af hverju ég þurfi „alltaf að vera að tala um eitthvað leiðinlegt“ en það verður eiginlega bara að hafa það. Þetta er veruleiki ungra barna, fleiri barna en flesta grunar, sem hafa ekkert val um annað og þá verðum við sem erum fullorðin að taka á honum stóra okkar og hlusta. Hlusta á veruleika þessara barna og gera okkar til að grípa inn í eins og við á.Tími streitu og ótta Sem félagsráðgjafi hef ég, eins og svo margir aðrir félagsráðgjafar, komið að heimilisofbeldismálum í mínu starfi. Ég hef unnið með brotaþolum kynferðis- og heimilisofbeldis um árabil og þekki vel hvað þessi tími hefur oft þýtt fyrir mína skjólstæðinga. Þessi tími einkennist af mikilli streitu og ótta og ótal tilraunum til að „halda öllum góðum“, sem ekki er raunhæft því ofbeldi er aldrei á ábyrgð þess sem því er beittur. Ekkert barn á að þurfa að lifa við það að orka þess fari í að halda pabba eða mömmu „á mottunni“ svo að jólin - eða hvaða annar tími á árinu sem er - geti verið þolanlegur og án mikilla átaka. Ekkert barn á að þurfa að vakna á aðfangadag - né nokkurn annan dag ársins - og þurfa að byrja á því að hlusta eftir aðstæðunum á heimilinu. Þurfa að læðast fram og athuga hvernig mamma og pabbi eru stemmd. Athuga hvort spenna liggi í loftinu, því trúðu mér börnin finna það um leið hvort spenna er í loftinu - þetta er þeirra veruleiki alla daga ársins. Þessi börn kvíða ekki minna fyrir jólunum heldur en þau hlakka til - og stundum er kvíðinn alls ráðandi. Mín ósk til ykkar allra sem þetta lesið er að þið munið eftir þessum börnum fyrir þessi jól og látið ykkur það varða ef þið verðið vör við óviðunandi aðstæður barna á þessari aðventu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er að fara í hönd árstíð ljóss og friðar með allri þeirri gleði og tilhlökkun sem ríkir, bæði hjá börnum og fullorðnum. Aðventan að hefjast og jólahátíðin á næsta leiti. Þetta er fyrir marga mjög skemmtilegur tími og mörg okkar njóta hans með fjölskyldu og vinum í þakklæti, umhyggju og gleði. En það er því miður ekki þannig hjá öllum. Þessi tími, jólaundirbúningur og jólahátíðin, getur á sumum heimilum verið verulega flókinn og erfiður og einkennst af mikilli vanlíðan, streitu og jafnvel hættuástandi. Það kemur engum á óvart að flestir eyða meiri peningum í desember en aðra mánuði ársins og fyrir efnalitlar fjölskyldur getur þessi mánuður einkennst bæði af skorti og áhyggjum. Það er líka þekkt að neysla áfengis er meiri í desembermánuði en flesta aðra mánuði ársins og það getur á sumum heimilum valdið mikilli vanlíðan, skömm, sorg og ótta. Það sem hins vegar ekki alveg jafn margir vita er að ofbeldi á heimilum eykst líka í þessum mánuði, jólamánuðinum. Ofbeldi sem skapar óöryggi, vanlíðan, ótta, kvíða, skömm, sorg og hættuástand. Á heimilum þar sem ofbeldi er beitt getur þetta verið erfiðasti og versti tími ársins og það er mikilvægt fyrir alla sem umgangast börn að vera meðvitaðir um þetta. Þegar mörg börn koma brosandi í skólann og full af tilhlökkun fyrir því sem koma skal, eru önnur börn sem koma brotin og án allrar tilhlökkunar. Þau koma full af kvíða yfir því sem koma skal því reynslan hefur kennt þeim að þessi tími er vondur, jafnvel hættulegur. Ég veit vel að flesta langar alls ekki til að heyra þetta, og alls ekki núna og sumir spyrja mig af hverju ég þurfi „alltaf að vera að tala um eitthvað leiðinlegt“ en það verður eiginlega bara að hafa það. Þetta er veruleiki ungra barna, fleiri barna en flesta grunar, sem hafa ekkert val um annað og þá verðum við sem erum fullorðin að taka á honum stóra okkar og hlusta. Hlusta á veruleika þessara barna og gera okkar til að grípa inn í eins og við á.Tími streitu og ótta Sem félagsráðgjafi hef ég, eins og svo margir aðrir félagsráðgjafar, komið að heimilisofbeldismálum í mínu starfi. Ég hef unnið með brotaþolum kynferðis- og heimilisofbeldis um árabil og þekki vel hvað þessi tími hefur oft þýtt fyrir mína skjólstæðinga. Þessi tími einkennist af mikilli streitu og ótta og ótal tilraunum til að „halda öllum góðum“, sem ekki er raunhæft því ofbeldi er aldrei á ábyrgð þess sem því er beittur. Ekkert barn á að þurfa að lifa við það að orka þess fari í að halda pabba eða mömmu „á mottunni“ svo að jólin - eða hvaða annar tími á árinu sem er - geti verið þolanlegur og án mikilla átaka. Ekkert barn á að þurfa að vakna á aðfangadag - né nokkurn annan dag ársins - og þurfa að byrja á því að hlusta eftir aðstæðunum á heimilinu. Þurfa að læðast fram og athuga hvernig mamma og pabbi eru stemmd. Athuga hvort spenna liggi í loftinu, því trúðu mér börnin finna það um leið hvort spenna er í loftinu - þetta er þeirra veruleiki alla daga ársins. Þessi börn kvíða ekki minna fyrir jólunum heldur en þau hlakka til - og stundum er kvíðinn alls ráðandi. Mín ósk til ykkar allra sem þetta lesið er að þið munið eftir þessum börnum fyrir þessi jól og látið ykkur það varða ef þið verðið vör við óviðunandi aðstæður barna á þessari aðventu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar