Nöldur, vanþekking, fordómar og fleipur – umræða í boði Félags leiðsögumanna Jakob Jónsson skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Í umræðu á Hringbraut 7. nóvember sl. bentu stjórnarmenn Félags leiðsögumanna, þau Vilborg Anna Björnsdóttir, settur formaður, og Kári Jónasson meðstjórnandi, á það sem helsta mein ferðaþjónustunnar að um landið færu erlendir hópstjórar eða leiðsögumenn sem vissu ekki einu sinni hvar Skútustaðagígar eru. Þau hneyksluðust á þessu fúski og ástandið er að mati þeirra „alveg svakalegt“. Félag leiðsögumanna getur þó lítið að gert því löggildingu skortir á starfsheitinu leiðsögumaður. Þar með verði hvorki erlendir né innlendir fúskarar stöðvaðir og hver sem er getur starfað sem leiðsögumaður á Íslandi. Mátti á Vilborgu Önnu og Kára skilja að fúskararnir borguðu hvorki aðstöðugjöld né gistináttagjöld og skildu engar tekjur eftir sig í landinu. Ekki voru borin fyrir þessum staðhæfingum önnur rök en sögusagnir. Að sögn Kára var „veikburða tilraun … um að kippa þessu í lag, en það var eitt af þessum málum sem dagaði uppi á Alþingi …“ Vilborg Anna og Kári vilja að löggjafinn taki á þessu, „annars fer eitthvað mikið úrskeiðis hérna …“ og verða þau „voða lítið vör við það að samtök ferðaþjónustunnar séu að berjast fyrir því að það séu bara menntaðir leiðsögumenn og að stoppa erlenda leiðsögumenn …“ Verst er þó að forsvarsmenn ferðamála eru ekki að tala við Félag leiðsögumanna um þetta! Það er grafalvarlegt, því samkvæmt Vilborgu Önnu og Kára eru leiðsögumenn líka landverðir. Og öryggisverðir! Og svo eru til leiðsöguskólar sem eru hvorki viðurkenndir af menntamálaráðuneyti né kenna eftir viðurkenndri námskrá! Það er ábyrgðarhluti að fara fram í umræðu með nöldri, vanþekkingu, fordómum og fleipri. Settur formaður Félags leiðsögumanna og meðstjórnandi eiga að vita betur! Vilborg Anna og Kári tala eins og það sé í verkahring leiðsögumanna að hafa eftirlit með því að erlendir leiðsögumenn eða hópstjórar fari ekki fram með fúski, röngum upplýsingum og undanskotum af aðstöðugjöldum og gistináttagjöldum. Ég veit ekki til að neins staðar finnist það félag leiðsögumanna sem telji sig hafa slíkt eftirlitsvald, hvað þá að félagsmenn þess séu í ofanálag landverðir og öryggisverðir! Á síðasta kjörtímabili var barist fyrir því að virðisaukaskattur yrði lagður á starfsemi erlendra ferðaþjónustufyrirtækja – einmitt til þess að þau greiddu gjöld hér á landi. Ef Vilborg Anna og Kári vita að fyrirtæki standa ekki skil á skatti og gjöldum er eðlilegra að láta rétt yfirvöld vita í stað þess að ala á gremju í þeirra garð í fjölmiðlum. Það er ótækt að bera fyrir sig sögusögnum þegar talað er um að grípa í tauma varðandi starfsemi erlendra leiðsögumanna eða hópstjóra. Umfang þeirrar starfsemi er örugglega nokkurt, en um það er ekkert vitað. Það væri ráð að afla sér vitneskju áður en farið er offari í fjölmiðlum. Það er allsendis óljóst hvernig löggilding starfsheitis leiðsögumanna á að ráða bót á því ástandi sem þau Vilborg Anna og Kári kalla „alveg svakalegt“. Frumvarp til laga sem lagt var fyrir Alþingi sl. vetur byggði á löggildingu út frá hugtakinu „viðurkennd námskrá“ – en hún er ekki til nema í huga stjórnarmanna Félags leiðsögumanna. Alþingi getur ekki byggt ákvarðanir sínar á hugarfóstrum. Enginn leiðsöguskóli hefur verið viðurkenndur í þeirri merkingu sem þau Vilborg Anna og Kári tala um í Hringbrautarþættinum. Ekkert leiðsögunám hérlendis veitir nein réttindi; það verður að koma reglu á starfsemi leiðsögumanna með öðrum hætti – og farsælla að það sé gert í samræmi við framtíðarstefnu stjórnvalda og þróun ferðaþjónustu hér á landi. Þáttastjórnandi Hringbrautar hefði getað aflað sér upplýsinga um þessi mál áður en stjórnarfólki Félags leiðsögumanna var leyft að dreifa sögusögnum og fara með fleipur í þættinum. Vinnubrögð Hringbrautar voru ófagleg hvað þetta varðar og ekki til framdráttar vandaðri umræðu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Í umræðu á Hringbraut 7. nóvember sl. bentu stjórnarmenn Félags leiðsögumanna, þau Vilborg Anna Björnsdóttir, settur formaður, og Kári Jónasson meðstjórnandi, á það sem helsta mein ferðaþjónustunnar að um landið færu erlendir hópstjórar eða leiðsögumenn sem vissu ekki einu sinni hvar Skútustaðagígar eru. Þau hneyksluðust á þessu fúski og ástandið er að mati þeirra „alveg svakalegt“. Félag leiðsögumanna getur þó lítið að gert því löggildingu skortir á starfsheitinu leiðsögumaður. Þar með verði hvorki erlendir né innlendir fúskarar stöðvaðir og hver sem er getur starfað sem leiðsögumaður á Íslandi. Mátti á Vilborgu Önnu og Kára skilja að fúskararnir borguðu hvorki aðstöðugjöld né gistináttagjöld og skildu engar tekjur eftir sig í landinu. Ekki voru borin fyrir þessum staðhæfingum önnur rök en sögusagnir. Að sögn Kára var „veikburða tilraun … um að kippa þessu í lag, en það var eitt af þessum málum sem dagaði uppi á Alþingi …“ Vilborg Anna og Kári vilja að löggjafinn taki á þessu, „annars fer eitthvað mikið úrskeiðis hérna …“ og verða þau „voða lítið vör við það að samtök ferðaþjónustunnar séu að berjast fyrir því að það séu bara menntaðir leiðsögumenn og að stoppa erlenda leiðsögumenn …“ Verst er þó að forsvarsmenn ferðamála eru ekki að tala við Félag leiðsögumanna um þetta! Það er grafalvarlegt, því samkvæmt Vilborgu Önnu og Kára eru leiðsögumenn líka landverðir. Og öryggisverðir! Og svo eru til leiðsöguskólar sem eru hvorki viðurkenndir af menntamálaráðuneyti né kenna eftir viðurkenndri námskrá! Það er ábyrgðarhluti að fara fram í umræðu með nöldri, vanþekkingu, fordómum og fleipri. Settur formaður Félags leiðsögumanna og meðstjórnandi eiga að vita betur! Vilborg Anna og Kári tala eins og það sé í verkahring leiðsögumanna að hafa eftirlit með því að erlendir leiðsögumenn eða hópstjórar fari ekki fram með fúski, röngum upplýsingum og undanskotum af aðstöðugjöldum og gistináttagjöldum. Ég veit ekki til að neins staðar finnist það félag leiðsögumanna sem telji sig hafa slíkt eftirlitsvald, hvað þá að félagsmenn þess séu í ofanálag landverðir og öryggisverðir! Á síðasta kjörtímabili var barist fyrir því að virðisaukaskattur yrði lagður á starfsemi erlendra ferðaþjónustufyrirtækja – einmitt til þess að þau greiddu gjöld hér á landi. Ef Vilborg Anna og Kári vita að fyrirtæki standa ekki skil á skatti og gjöldum er eðlilegra að láta rétt yfirvöld vita í stað þess að ala á gremju í þeirra garð í fjölmiðlum. Það er ótækt að bera fyrir sig sögusögnum þegar talað er um að grípa í tauma varðandi starfsemi erlendra leiðsögumanna eða hópstjóra. Umfang þeirrar starfsemi er örugglega nokkurt, en um það er ekkert vitað. Það væri ráð að afla sér vitneskju áður en farið er offari í fjölmiðlum. Það er allsendis óljóst hvernig löggilding starfsheitis leiðsögumanna á að ráða bót á því ástandi sem þau Vilborg Anna og Kári kalla „alveg svakalegt“. Frumvarp til laga sem lagt var fyrir Alþingi sl. vetur byggði á löggildingu út frá hugtakinu „viðurkennd námskrá“ – en hún er ekki til nema í huga stjórnarmanna Félags leiðsögumanna. Alþingi getur ekki byggt ákvarðanir sínar á hugarfóstrum. Enginn leiðsöguskóli hefur verið viðurkenndur í þeirri merkingu sem þau Vilborg Anna og Kári tala um í Hringbrautarþættinum. Ekkert leiðsögunám hérlendis veitir nein réttindi; það verður að koma reglu á starfsemi leiðsögumanna með öðrum hætti – og farsælla að það sé gert í samræmi við framtíðarstefnu stjórnvalda og þróun ferðaþjónustu hér á landi. Þáttastjórnandi Hringbrautar hefði getað aflað sér upplýsinga um þessi mál áður en stjórnarfólki Félags leiðsögumanna var leyft að dreifa sögusögnum og fara með fleipur í þættinum. Vinnubrögð Hringbrautar voru ófagleg hvað þetta varðar og ekki til framdráttar vandaðri umræðu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar