Hlaðið undir einkarekstur Gunnar Ólafsson skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Um daginn birtist frétt um að heilsugæslan í Mosfellsbæ myndi hætta kvöld- og helgarþjónustu fyrir íbúa á þjónustusvæði þess og þjónustunni muni framvegis vera sinnt af Læknavaktinni í Kópavogi. Heilsugæslan í Mosfellsbæ er rekin af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) sem er opinber stofnun. Læknavaktin (LV) er einkarekið fyrirtæki sem sinnir heilsugæsluþjónustu samkvæmt þjónustusamningi við velferðarráðuneytið um kvöld- og helgarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Áhrif þessarar boðuðu breytingar eru þau að íbúar á þjónustusvæði heilsugæslunnar í Mosfellsbæ þurfa að fara miklu lengri leið til að fá kvöld- og helgarþjónustu heilsugæslu og er því í raun um skerðingu að ræða á þjónustu. Annað og verra er að með þessari breytingu er verið að draga úr opinberri heilbrigðisþjónustu til að hlaða undir einkarekstur. Það er með öllu óskiljanlegt að kvöld- og helgarþjónustu heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu sé sérstaklega útvistað til einkafyrirtækis sem þar að auki er illa staðsett hvað almenningssamgöngur snertir. Læknavaktin fær um 376 milljónir á ári úr ríkissjóði. Nær allir læknar sem vinna á LV eru einnig starfsmenn HH og sinna sínum störfum hjá LV sem verktakar. Það er furðuleg ákvörðun að slíta kvöld- og helgarþjónustu heilsugæslunnar frá HH og fela hana einkafyrirtæki þegar blasir við að HH hefur fulla burði til að sinna þessari þjónustu með öflugri hætti fyrir minna fé.Of langt gengiðHH rekur alls 15 heilsugæslustöðvar, ýmist í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði. Öllum þessum stöðvum er lokað klukkan 18 en þá tekur LV við allri læknisþjónustu heilsugæslu um kvöld og helgar. Læknavaktin er í leiguhúsnæði á Smáratorgi sem er ekki hentug staðsetning hvað almenningssamgöngur snertir. Aftur á móti rekur HH stóra heilsugæslustöð við Mjóddina sem er mjög hentug staðsetning út frá almenningssamgöngum. Með því að útvista kvöld- og helgarþjónustu heilsugæslu er verið að flækja þjónustustig, gera notendum erfiðara fyrir og gera þjónustuna dýrari. Með því að færa kvöld- og helgarþjónustu heilsugæslu aftur til HH er hægt að spara á bilinu 50-60 milljónir á ári vegna lægri leigugreiðslna og minni kostnaðar vegna yfirstjórnar og samningsgerðar. Almennt er ég ekki mótfallinn einkarekstri í heilbrigðisþjónustu. Ég tel að á ýmsum sviðum heilbrigðisþjónustu geti einkarekstur þrifist vel eins og í tannlækna-, öldrunar- og sérfræðiþjónustu. Hins vegar er of langt gengið að slíta í sundur þjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins með því að útvista kvöld- og helgarþjónustu og gera heilbrigðisþjónustuna torveldari og dýrari en ella. Betra væri að staðsetja kvöld- og helgarþjónustu heilsugæslunnar í opinberri heilsugæslustöð eins nálægt bráðamóttöku LSH eins og gert er á Akureyri. Í þessu sambandi má nefna að talið er að 15% þeirra sem leita til bráðamóttöku Landspítalans (14-18 þúsund manns á ári) ættu með réttu að leita til heilsugæslu með sín mál.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Um daginn birtist frétt um að heilsugæslan í Mosfellsbæ myndi hætta kvöld- og helgarþjónustu fyrir íbúa á þjónustusvæði þess og þjónustunni muni framvegis vera sinnt af Læknavaktinni í Kópavogi. Heilsugæslan í Mosfellsbæ er rekin af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) sem er opinber stofnun. Læknavaktin (LV) er einkarekið fyrirtæki sem sinnir heilsugæsluþjónustu samkvæmt þjónustusamningi við velferðarráðuneytið um kvöld- og helgarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Áhrif þessarar boðuðu breytingar eru þau að íbúar á þjónustusvæði heilsugæslunnar í Mosfellsbæ þurfa að fara miklu lengri leið til að fá kvöld- og helgarþjónustu heilsugæslu og er því í raun um skerðingu að ræða á þjónustu. Annað og verra er að með þessari breytingu er verið að draga úr opinberri heilbrigðisþjónustu til að hlaða undir einkarekstur. Það er með öllu óskiljanlegt að kvöld- og helgarþjónustu heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu sé sérstaklega útvistað til einkafyrirtækis sem þar að auki er illa staðsett hvað almenningssamgöngur snertir. Læknavaktin fær um 376 milljónir á ári úr ríkissjóði. Nær allir læknar sem vinna á LV eru einnig starfsmenn HH og sinna sínum störfum hjá LV sem verktakar. Það er furðuleg ákvörðun að slíta kvöld- og helgarþjónustu heilsugæslunnar frá HH og fela hana einkafyrirtæki þegar blasir við að HH hefur fulla burði til að sinna þessari þjónustu með öflugri hætti fyrir minna fé.Of langt gengiðHH rekur alls 15 heilsugæslustöðvar, ýmist í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði. Öllum þessum stöðvum er lokað klukkan 18 en þá tekur LV við allri læknisþjónustu heilsugæslu um kvöld og helgar. Læknavaktin er í leiguhúsnæði á Smáratorgi sem er ekki hentug staðsetning hvað almenningssamgöngur snertir. Aftur á móti rekur HH stóra heilsugæslustöð við Mjóddina sem er mjög hentug staðsetning út frá almenningssamgöngum. Með því að útvista kvöld- og helgarþjónustu heilsugæslu er verið að flækja þjónustustig, gera notendum erfiðara fyrir og gera þjónustuna dýrari. Með því að færa kvöld- og helgarþjónustu heilsugæslu aftur til HH er hægt að spara á bilinu 50-60 milljónir á ári vegna lægri leigugreiðslna og minni kostnaðar vegna yfirstjórnar og samningsgerðar. Almennt er ég ekki mótfallinn einkarekstri í heilbrigðisþjónustu. Ég tel að á ýmsum sviðum heilbrigðisþjónustu geti einkarekstur þrifist vel eins og í tannlækna-, öldrunar- og sérfræðiþjónustu. Hins vegar er of langt gengið að slíta í sundur þjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins með því að útvista kvöld- og helgarþjónustu og gera heilbrigðisþjónustuna torveldari og dýrari en ella. Betra væri að staðsetja kvöld- og helgarþjónustu heilsugæslunnar í opinberri heilsugæslustöð eins nálægt bráðamóttöku LSH eins og gert er á Akureyri. Í þessu sambandi má nefna að talið er að 15% þeirra sem leita til bráðamóttöku Landspítalans (14-18 þúsund manns á ári) ættu með réttu að leita til heilsugæslu með sín mál.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar