Jess við erum JÖFN! Anna Kristín Kristjánsdóttir skrifar 29. nóvember 2016 07:00 Fyrir tæplega ári skiluðum við á auglýsingastofunni Hvíta húsinu inn umsókn til VR um jafnlaunavottun. Okkur grunaði að það væri afar hollt fyrir fyrirtæki af okkar stærðargráðu, með um 40 starfsmenn, að fara í gegnum þetta ferli. Einnig vissum við að það yrði mikil áskorun þar sem við erum ekki með skilgreindan mannauðsstjóra. Lærdómurinn af vegferðinni kom okkur skemmtilega á óvart og ávinningurinn mun meiri en við áttum von á. Jákvæðast var þó að fá staðfestingu á því að á vinnustaðnum ríkir jafnrétti, hvort sem horft er til jafnra launa kynjanna fyrir sambærileg störf, útdeilingu verkefna og ábyrgðar, starfsþróunar eða annarra þátta. Hlutfall kvenna og karla er nákvæmlega 50/50 og í stjórn fyrirtækisins eru tvær konur og þrír karlar. Það er ekki þrautalaust fyrir skapandi einstaklinga að fara í gegnum þetta ferli. Svo mörg „leiðinleg“ hugtök fylgja svona vinnu: verkferlar og flæðirit, vottun og viðmið og starfaflokkun og því um líkt. Fyrstu hugsanirnar voru „er ekki hægt að breyta nafninu á þessu?“, „er ekki hægt að gera þetta eitthvað meira „sexí“ svo fyrirtæki hreinlega geti hugsað sér að fara í gegnum þetta?“ Það þyrfti sannarlega að markaðssetja ávinninginn betur því hann er svo langt umfram það að vera bara einhver stimpill á plakat. Ávinningurinn er margþættur og sjálfsagt hlutfallslega miklu meiri fyrir smærri fyrirtæki, því þetta er lærdómsferli; þjálfun í jafnréttismiðuðum og stefnumiðuðum mannauðsmálum og innleiðing agaðri vinnubragða. Við sjáum ekki eftir einni einustu sekúndu og hvetjum forsvarsmenn minni fyrirtækja til að feta í okkar fótspor. Við höfum ekki tíma er örugglega svar margra í forsvari fyrir minni fyrirtæki. Og það er sjálfsagt oft rétt. En jafnrétti og það að tryggja jafnan hlut kynjanna í launum fyrir sambærileg störf er á ábyrgð okkar allra. Ekkert fyrirtæki getur skorast undan þeirri áskorun að rýna sinn launastrúktúr og velta fyrir sér hvernig hann varð til, af hverju erum við að borga svona laun og fyrir hvað? Hvert er framlagið og hverjar eru kröfurnar? Ef niðurstaðan endurspeglar jafnrétti, frábært, en ef ekki er aðgerða þörf.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Fyrir tæplega ári skiluðum við á auglýsingastofunni Hvíta húsinu inn umsókn til VR um jafnlaunavottun. Okkur grunaði að það væri afar hollt fyrir fyrirtæki af okkar stærðargráðu, með um 40 starfsmenn, að fara í gegnum þetta ferli. Einnig vissum við að það yrði mikil áskorun þar sem við erum ekki með skilgreindan mannauðsstjóra. Lærdómurinn af vegferðinni kom okkur skemmtilega á óvart og ávinningurinn mun meiri en við áttum von á. Jákvæðast var þó að fá staðfestingu á því að á vinnustaðnum ríkir jafnrétti, hvort sem horft er til jafnra launa kynjanna fyrir sambærileg störf, útdeilingu verkefna og ábyrgðar, starfsþróunar eða annarra þátta. Hlutfall kvenna og karla er nákvæmlega 50/50 og í stjórn fyrirtækisins eru tvær konur og þrír karlar. Það er ekki þrautalaust fyrir skapandi einstaklinga að fara í gegnum þetta ferli. Svo mörg „leiðinleg“ hugtök fylgja svona vinnu: verkferlar og flæðirit, vottun og viðmið og starfaflokkun og því um líkt. Fyrstu hugsanirnar voru „er ekki hægt að breyta nafninu á þessu?“, „er ekki hægt að gera þetta eitthvað meira „sexí“ svo fyrirtæki hreinlega geti hugsað sér að fara í gegnum þetta?“ Það þyrfti sannarlega að markaðssetja ávinninginn betur því hann er svo langt umfram það að vera bara einhver stimpill á plakat. Ávinningurinn er margþættur og sjálfsagt hlutfallslega miklu meiri fyrir smærri fyrirtæki, því þetta er lærdómsferli; þjálfun í jafnréttismiðuðum og stefnumiðuðum mannauðsmálum og innleiðing agaðri vinnubragða. Við sjáum ekki eftir einni einustu sekúndu og hvetjum forsvarsmenn minni fyrirtækja til að feta í okkar fótspor. Við höfum ekki tíma er örugglega svar margra í forsvari fyrir minni fyrirtæki. Og það er sjálfsagt oft rétt. En jafnrétti og það að tryggja jafnan hlut kynjanna í launum fyrir sambærileg störf er á ábyrgð okkar allra. Ekkert fyrirtæki getur skorast undan þeirri áskorun að rýna sinn launastrúktúr og velta fyrir sér hvernig hann varð til, af hverju erum við að borga svona laun og fyrir hvað? Hvert er framlagið og hverjar eru kröfurnar? Ef niðurstaðan endurspeglar jafnrétti, frábært, en ef ekki er aðgerða þörf.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar