Stefán: Sé þroskamerki á liðinu í hverri viku Ingvi Þór Sæmundsson á Selfossi skrifar 10. nóvember 2016 21:27 Stefán og strákarnir hans eru í 2. sæti Olís-deildarinnar. vísir/anton Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, var hinn kátasti eftir sterkan sigur hans manna, 32-25, á Aftureldingu í kvöld. „Við vorum einbeittir í að spila okkar leik og ná okkar hlutum í gang. Það tók korter að byrja leikinn. Mér fannst þeir vera með frumkvæðið og stjórn á leiknum fyrstu 15 mínúturnar. En þegar við sýndum meira frumkvæði í vörninni og stjórnuðum hraðanum fannst mér við vera miklu sterkari,“ sagði Stefán. Selfoss var þremur mörkum yfir í hálfleik, 16-13, og lét það forskot aldrei af hendi í seinni hálfleik. Stefán kvaðst ánægður með stjórnina sem hans menn höfðu á leiknum. „Við vorum ótrúlega yfirvegaðir. Það var mikil stjórn á vellinum, alveg sama þótt þeir breyttu um vörn og sama hvað þeir reyndu. Við létum þá aldrei slá okkur út af laginu og héldum „kúlinu“. Við vorum árásargjarnir allan leikinn og alltaf með nýjar og nýjar lausnir,“ sagði Stefán sem er ánægður með þróunina á leik Selfyssinga. „Maður sér þroskamerki á liðinu í hverri viku og við erum alltaf að bæta okkur. Það sem við erum að vinna í verður betra með hverri vikunni; vörnin, sóknin og líka það að hafa stjórn á leiknum og kunna að vera yfir. Við erum á réttri leið.“ Selfyssingar eru á góðri siglingu, sitja í 2. sæti Olís-deildarinnar og hlutirnir líta afskaplega vel út fyrir þá. En hversu langt getur þetta lið farið? „Það er erfitt að segja,“ sagði Stefán. „Við ætlum ekkert að blekkja sjálfa okkur með því að halda að við séum komnir í baráttu um einhverja titla. Við vitum að ef við töpum 1-2 leikjum í röð erum við komnir niður í 7.-8. sæti deildarinnar. Við höldum bara áfram og tökum einn leik fyrir í einu.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Afturelding 32-25 | Endurtekið efni frá því í 1. umferðinni Selfoss bar sigurorð af Aftureldingu, 32-25, í toppslag í Olís-deildar karla í kvöld. 10. nóvember 2016 21:30 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, var hinn kátasti eftir sterkan sigur hans manna, 32-25, á Aftureldingu í kvöld. „Við vorum einbeittir í að spila okkar leik og ná okkar hlutum í gang. Það tók korter að byrja leikinn. Mér fannst þeir vera með frumkvæðið og stjórn á leiknum fyrstu 15 mínúturnar. En þegar við sýndum meira frumkvæði í vörninni og stjórnuðum hraðanum fannst mér við vera miklu sterkari,“ sagði Stefán. Selfoss var þremur mörkum yfir í hálfleik, 16-13, og lét það forskot aldrei af hendi í seinni hálfleik. Stefán kvaðst ánægður með stjórnina sem hans menn höfðu á leiknum. „Við vorum ótrúlega yfirvegaðir. Það var mikil stjórn á vellinum, alveg sama þótt þeir breyttu um vörn og sama hvað þeir reyndu. Við létum þá aldrei slá okkur út af laginu og héldum „kúlinu“. Við vorum árásargjarnir allan leikinn og alltaf með nýjar og nýjar lausnir,“ sagði Stefán sem er ánægður með þróunina á leik Selfyssinga. „Maður sér þroskamerki á liðinu í hverri viku og við erum alltaf að bæta okkur. Það sem við erum að vinna í verður betra með hverri vikunni; vörnin, sóknin og líka það að hafa stjórn á leiknum og kunna að vera yfir. Við erum á réttri leið.“ Selfyssingar eru á góðri siglingu, sitja í 2. sæti Olís-deildarinnar og hlutirnir líta afskaplega vel út fyrir þá. En hversu langt getur þetta lið farið? „Það er erfitt að segja,“ sagði Stefán. „Við ætlum ekkert að blekkja sjálfa okkur með því að halda að við séum komnir í baráttu um einhverja titla. Við vitum að ef við töpum 1-2 leikjum í röð erum við komnir niður í 7.-8. sæti deildarinnar. Við höldum bara áfram og tökum einn leik fyrir í einu.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Afturelding 32-25 | Endurtekið efni frá því í 1. umferðinni Selfoss bar sigurorð af Aftureldingu, 32-25, í toppslag í Olís-deildar karla í kvöld. 10. nóvember 2016 21:30 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Afturelding 32-25 | Endurtekið efni frá því í 1. umferðinni Selfoss bar sigurorð af Aftureldingu, 32-25, í toppslag í Olís-deildar karla í kvöld. 10. nóvember 2016 21:30