Stytt kjörtímabil forsenda breytinga Hjörtur Hjartarson skrifar 16. nóvember 2016 07:00 „Við skuldbindum okkur hér með til þess að gera stjórnarskrárumbætur, sem grundvallast á drögum stjórnlagaráðs, að forgangsmáli á nýju þingi.“ Allir stjórnarandstöðuflokkarnir sem Píratar hóuðu saman nú fyrir kosningar hafa gefið kjósendum þetta fyrirheit. Þá hljóta þeir að reikna með stuttu kjörtímabili eins og Píratar hafa lagt til. Ástæðan er tvíþætt: Í fyrsta lagi kveður stjórnarskráin frá 1944 á um að rjúfa skuli þing um leið og breytingar á stjórnarskrá eru samþykktar. Í öðru lagi er óraunhæft, og mikið óráð, að ætla að geyma fram til loka kjörtímabils að samþykkja nýja stjórnarskrá. Það væri að spila upp í hendurnar andstæðingum breytinga og gefa þeim óverðskuldað færi á að grafa áfram undan nýju stjórnarskránni og einnig stjórnarsamstarfinu. Allt kjörtímabilið myndi einkennast af ósvífinni stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vegna þessa eina máls. Þeir myndu ólmast gegn öllum málum eins og þeim væri borgað fyrir það. Við vitum það af biturri reynslu. Jafnframt því að setja nýja stjórnarskrá á oddinn þarf að hefja af krafti umbótastarf á öðrum sviðum, svo sem í heilbrigðiskerfinu og almannatryggingakerfinu. Þeim breytingum yrði síðan haldið áfram eftir að ríkisstjórn umbótaflokkanna hefði endurnýjað umboð sitt og ný stjórnarskrá tekið gildi. Flokkar sem ná þessu stórmáli í gegn þurfa ekki að óttast kjósendur. Auk þess er ný stjórnarskrá forsenda og upphafsstef lífsnauðsynlegra umbóta. Ef andstæðingum nýju stjórnarskrárinnar tekst enn að koma í veg fyrir að vilji kjósenda sé virtur, þá er það ekki aðeins þungt áfall fyrir lýðræði í landinu heldur yrði öllum umbótum í þágu almennings kippt til baka á augabragði um leið og tækifæri gæfist. Það vitum við líka af biturri reynslu. Stjórnarskrá í samræmi við vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 lá fyrir fullbúin af hálfu Alþingis undir lok síðasta kjörtímabils. Alþingi þarf aðeins að ganga frá nýrri og rækilegri greinargerð með frumvarpinu. Síðan að samþykkja frumvarpið og rjúfa þing og boða til kosninga. Um leið mætti gera ráðstafanir til að hefja endurskoðunarferli strax. En frekara fikt stjórnmálaflokkanna í stjórnarskrá fólksins, eins og gerðist á yfirstandandi kjörtímabili, er fullreynt, og það fyrir löngu. Varla þarf að óttast að lagt verði út í þá ófæru enn einu sinni. Forsenda varanlegra breytinga og umbóta er sú að umbótaflokkarnir hangi ekki skilyrðislaust á nýfengnum völdum eftir komandi kosningar heldur sýni hugrekki og stjórnvisku. Það munu kjósendur kunna að meta. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Hjörtur Hjartarson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
„Við skuldbindum okkur hér með til þess að gera stjórnarskrárumbætur, sem grundvallast á drögum stjórnlagaráðs, að forgangsmáli á nýju þingi.“ Allir stjórnarandstöðuflokkarnir sem Píratar hóuðu saman nú fyrir kosningar hafa gefið kjósendum þetta fyrirheit. Þá hljóta þeir að reikna með stuttu kjörtímabili eins og Píratar hafa lagt til. Ástæðan er tvíþætt: Í fyrsta lagi kveður stjórnarskráin frá 1944 á um að rjúfa skuli þing um leið og breytingar á stjórnarskrá eru samþykktar. Í öðru lagi er óraunhæft, og mikið óráð, að ætla að geyma fram til loka kjörtímabils að samþykkja nýja stjórnarskrá. Það væri að spila upp í hendurnar andstæðingum breytinga og gefa þeim óverðskuldað færi á að grafa áfram undan nýju stjórnarskránni og einnig stjórnarsamstarfinu. Allt kjörtímabilið myndi einkennast af ósvífinni stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vegna þessa eina máls. Þeir myndu ólmast gegn öllum málum eins og þeim væri borgað fyrir það. Við vitum það af biturri reynslu. Jafnframt því að setja nýja stjórnarskrá á oddinn þarf að hefja af krafti umbótastarf á öðrum sviðum, svo sem í heilbrigðiskerfinu og almannatryggingakerfinu. Þeim breytingum yrði síðan haldið áfram eftir að ríkisstjórn umbótaflokkanna hefði endurnýjað umboð sitt og ný stjórnarskrá tekið gildi. Flokkar sem ná þessu stórmáli í gegn þurfa ekki að óttast kjósendur. Auk þess er ný stjórnarskrá forsenda og upphafsstef lífsnauðsynlegra umbóta. Ef andstæðingum nýju stjórnarskrárinnar tekst enn að koma í veg fyrir að vilji kjósenda sé virtur, þá er það ekki aðeins þungt áfall fyrir lýðræði í landinu heldur yrði öllum umbótum í þágu almennings kippt til baka á augabragði um leið og tækifæri gæfist. Það vitum við líka af biturri reynslu. Stjórnarskrá í samræmi við vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 lá fyrir fullbúin af hálfu Alþingis undir lok síðasta kjörtímabils. Alþingi þarf aðeins að ganga frá nýrri og rækilegri greinargerð með frumvarpinu. Síðan að samþykkja frumvarpið og rjúfa þing og boða til kosninga. Um leið mætti gera ráðstafanir til að hefja endurskoðunarferli strax. En frekara fikt stjórnmálaflokkanna í stjórnarskrá fólksins, eins og gerðist á yfirstandandi kjörtímabili, er fullreynt, og það fyrir löngu. Varla þarf að óttast að lagt verði út í þá ófæru enn einu sinni. Forsenda varanlegra breytinga og umbóta er sú að umbótaflokkarnir hangi ekki skilyrðislaust á nýfengnum völdum eftir komandi kosningar heldur sýni hugrekki og stjórnvisku. Það munu kjósendur kunna að meta. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun