Tíu þúsund Íslendingar á AdultFriendFinder Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. nóvember 2016 05:00 Notandi AdultFriendFinder við tölvuna. Myndin er sviðsett. vísir/ernir Að minnsta kosti 10.459 Íslendingar eru skráðir á skyndikynnasíðuna AdultFriendFinder. Svo margir notendur eru í það minnsta skráðir á síðuna með netfangi sem endar á .is. Þar af eru flestir sem hafa skráð sig með netfangi sem endar á @visir.is eða 3.605 talsins. Upp komst um stærðarinnar tölvuárás á gagnagrunn síðunnar, sem og vefmyndavélaklámsíðnanna iCams og Stripshow auk annarra sambærilegra síðna á sunnudag þegar vefsíðan Leaked Source sagðist hafa notendaupplýsingar 412 milljóna notenda undir höndum, þar af 340 milljóna notenda AdultFriendFinder. Til samanburðar var upplýsingum 32 milljóna notenda Ashley Madison stolið í fyrra, þar af voru 128 með íslensk netföng. Leaked Source segist hafa fengið gögnin frá nafnlausum tölvuþrjótum og hyggst vefsíðan ekki birta upplýsingarnar. Langflest netfanganna og lykilorðanna eru frá AdultFriendFinder sem auglýsir sig sem „stærsta samfélag kynlífs- og makaskiptaáhugamanna í heiminum“. Leaked Source svaraði fyrirspurn Fréttablaðsins og sendi lista af algengustu netfangaendingum sem enda á .is. Listinn nær bara yfir netföng skráð á AdultFriendFinder og voru netföngin 10.459 talsins eins og áður segir. Fréttablaðið hefur þó ekki undir höndum einstök netföng eða lykilorð skráðra notenda. Langflestir notenda voru með netföng sem enda á @visir.is, næstflest enda á @simnet.is eða 2.116, og þar á eftir kemur @internet.is, alls 656 talsins. Það eru tölvupóstþjónustur sem eru eða hafa verið opnar almennum internetnotendum eða hafa fylgt með nettengingu viðkomandi notanda. Á meðal annarra áhugaverðra netfangaendinga eru @hi.is en 110 manns með netföng frá Háskóla Íslands hafa skráð sig á síðuna. 42 hafa hins vegar skráð sig með netfangi sem endar á @ru.is sem er lén Háskólans í Reykjavík. Fimmtán hafa skráð sig með netfangi sem endar á @verslo.is, fjórtán með @nff.is og ellefu með @mr.is en það eru netfangaendingar Verslunarskólans, Nemendafélags Flensborgarskólans og Menntaskólans í Reykjavík. Sextán hafa skráð sig með netfangi sem endar á @eimskip.is, tólf með netfangi sem endar á @kopavogur.is og jafn margir með netfangi sem endar á @atlanta.is, tveir með netfangi sem endar á @reykjavik.is og netföng fimm notenda enda á @n1.is. Hér að neðan má sjá heillangan lista þeirra .is-endinga sem hafa tíu notendur eða fleiri. 3605 @visir.is 2116 @simnet.is 656 @internet.is 292 @hive.is 221 @torg.is 217 @mi.is 201 @isl.is 178 @unseen.is 170 @strik.is 127 @talnet.is 110 @hi.is 100 @mmedia.is 96 @islandia.is 88 @hotmail.is 84 @centrum.is 73 @vortex.is 47 @mwr.is 46 @email.is 44 @emax.is 42 @ru.is 41 @btnet.is 38 @best.is 37 @heimsnet.is 31 @li.is 31 @klam.is 27 @gmail.is 27 @ice.is 26 @nett.is 25 @djamm.is 23 @binet.is 22 @hugi.is 21 @itn.is 21 @isholf.is 19 @yahoo.co.is 18 @hn.is 17 @tal.is 16 @xnet.is 16 @eimskip.is 15 @ismennt.is 15 @siminn.is 15 @verslo.is 14 @nff.is 14 @live.is 13 @snerpa.is 12 @kopavogur.is 12 @atlanta.is 12 @arsenal.is 12 @mitt.is 11 @YAHOO.IS 11 @mr.isFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Að minnsta kosti 10.459 Íslendingar eru skráðir á skyndikynnasíðuna AdultFriendFinder. Svo margir notendur eru í það minnsta skráðir á síðuna með netfangi sem endar á .is. Þar af eru flestir sem hafa skráð sig með netfangi sem endar á @visir.is eða 3.605 talsins. Upp komst um stærðarinnar tölvuárás á gagnagrunn síðunnar, sem og vefmyndavélaklámsíðnanna iCams og Stripshow auk annarra sambærilegra síðna á sunnudag þegar vefsíðan Leaked Source sagðist hafa notendaupplýsingar 412 milljóna notenda undir höndum, þar af 340 milljóna notenda AdultFriendFinder. Til samanburðar var upplýsingum 32 milljóna notenda Ashley Madison stolið í fyrra, þar af voru 128 með íslensk netföng. Leaked Source segist hafa fengið gögnin frá nafnlausum tölvuþrjótum og hyggst vefsíðan ekki birta upplýsingarnar. Langflest netfanganna og lykilorðanna eru frá AdultFriendFinder sem auglýsir sig sem „stærsta samfélag kynlífs- og makaskiptaáhugamanna í heiminum“. Leaked Source svaraði fyrirspurn Fréttablaðsins og sendi lista af algengustu netfangaendingum sem enda á .is. Listinn nær bara yfir netföng skráð á AdultFriendFinder og voru netföngin 10.459 talsins eins og áður segir. Fréttablaðið hefur þó ekki undir höndum einstök netföng eða lykilorð skráðra notenda. Langflestir notenda voru með netföng sem enda á @visir.is, næstflest enda á @simnet.is eða 2.116, og þar á eftir kemur @internet.is, alls 656 talsins. Það eru tölvupóstþjónustur sem eru eða hafa verið opnar almennum internetnotendum eða hafa fylgt með nettengingu viðkomandi notanda. Á meðal annarra áhugaverðra netfangaendinga eru @hi.is en 110 manns með netföng frá Háskóla Íslands hafa skráð sig á síðuna. 42 hafa hins vegar skráð sig með netfangi sem endar á @ru.is sem er lén Háskólans í Reykjavík. Fimmtán hafa skráð sig með netfangi sem endar á @verslo.is, fjórtán með @nff.is og ellefu með @mr.is en það eru netfangaendingar Verslunarskólans, Nemendafélags Flensborgarskólans og Menntaskólans í Reykjavík. Sextán hafa skráð sig með netfangi sem endar á @eimskip.is, tólf með netfangi sem endar á @kopavogur.is og jafn margir með netfangi sem endar á @atlanta.is, tveir með netfangi sem endar á @reykjavik.is og netföng fimm notenda enda á @n1.is. Hér að neðan má sjá heillangan lista þeirra .is-endinga sem hafa tíu notendur eða fleiri. 3605 @visir.is 2116 @simnet.is 656 @internet.is 292 @hive.is 221 @torg.is 217 @mi.is 201 @isl.is 178 @unseen.is 170 @strik.is 127 @talnet.is 110 @hi.is 100 @mmedia.is 96 @islandia.is 88 @hotmail.is 84 @centrum.is 73 @vortex.is 47 @mwr.is 46 @email.is 44 @emax.is 42 @ru.is 41 @btnet.is 38 @best.is 37 @heimsnet.is 31 @li.is 31 @klam.is 27 @gmail.is 27 @ice.is 26 @nett.is 25 @djamm.is 23 @binet.is 22 @hugi.is 21 @itn.is 21 @isholf.is 19 @yahoo.co.is 18 @hn.is 17 @tal.is 16 @xnet.is 16 @eimskip.is 15 @ismennt.is 15 @siminn.is 15 @verslo.is 14 @nff.is 14 @live.is 13 @snerpa.is 12 @kopavogur.is 12 @atlanta.is 12 @arsenal.is 12 @mitt.is 11 @YAHOO.IS 11 @mr.isFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira