Byr í seglin í upphafi ferðalags Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. nóvember 2016 06:00 Íslensku strákarnir fagna hér mikilvægum sigri í Höllinni í gær. Sigurinn var naumur en strákarnir sýndu karakter í lokin og byrja undankeppnina vel. vísir/ernir Ísland fékk frábæra byrjun í undankeppni EM er liðið skellti Tékkum, 25-24. Sigurinn gat þó ekki verið mikið tæpari. Í fyrsta skipti í ansi langan tíma vissi maður ekki alveg við hverju ætti að búast af íslenska liðinu. Slíkar hafa breytingarnar orðið á liðinu á síðustu misserum. Kempur úr gullkynslóðinni halda áfram að hverfa á braut og ungir drengir að fá sína eldskírn. Strákar sem hafa verið í liðinu síðustu ár með lítil hlutverk að taka á sig meiri ábyrgð. Það var alveg klárt fyrir þennan leik að strákarnir yrðu að taka tvö stig úr leiknum í þessum leik. Liðið þarf sína punkta á heimavelli ef það ætlar á EM.Gott leikhlé hjá Geir Það létti eflaust smá pressu af liðinu að skora tvö fyrstu mörk leiksins. Menn mætti tilbúnir til leiks. Eftir um fínar tíu mínútur missti liðið algjörlega dampinn og hleypti Tékkunum fram úr sér. Í stöðunni 4-7 tók Geir Sveinsson landsliðsþjálfari leikhlé. Hann hefur líklega gefið drengjunum eitthvað gott í þessum leik því liðið small algjörlega í gírinn eftir það. Vörnin fór í gang og Björgvin þar fyrir aftan líka. Strákarnir skoruðu fimm mörk í röð og tóku frumkvæðið á ný. Er flautað var til leikhlés leiddi Ísland með tveimur mörkum, 12-10. Fínn hálfleikur en ekki fumlaus. Tékkarnir ekkert sérstaklega sterkir og stórskytta þeirra, Filip Jicha, var ekki heill heilsu og þurfti að spila á línunni í leiknum.Mættu hálfsofandi Strákarnir mættu hálfsofandi til síðari hálfleiks. Byrjuðu hálfleikinn með 1-5 kafla og grófu sig aðeins ofan holu. Þá var að skríða upp úr holunni og það gerðu strákarnir. Náðu aftur frumkvæðinu fimm mínútum fyrir leikslok og unnu eins marks sigur. Aron Pálmarsson fiskaði ruðning í lokasókn Tékkanna og allt varð vitlaust í Höllinni.Margt gott við leik liðsins Það var margt gott við leik íslenska liðsins í gær. Vörnin hélt lengstum nokkuð vel og Björgvin fylgdi með. Ekki náðist þó að halda sömu gæðum þar í síðari hálfleik en þegar á reyndi lokuðu strákarnir vörninni. Geir valdi unga drengi í liðið og treysti þeim til að spila. Setti bæði Arnar Frey á línuna og Grétar Ara í markið á ögurstundu. Það er vel og var gaman að sjá. Aron Pálmarsson er í þeirri stöðu að þurfa að axla mikla ábyrgð í liðinu og bera það á bakinu er illa gengur. Það er nákvæmlega það sem hann gerði á lokamínútunum. Skoraði mörkin, átti sendingarnar og fiskaði svo ruðning í lokasókn Tékka. Svona eiga leiðtogar liða að gera.Langt og erfitt ferðalag Strákarnir fá frábært veganesti fyrir langt og erfitt ferðalag til Úkraínu en með sama góða hugarfarinu og baráttunni er ekkert því til fyrirstöðu að liðið taki tvö stig þar líka og komi sér í afar góða stöðu í riðlinum. Handbolti Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Ísland fékk frábæra byrjun í undankeppni EM er liðið skellti Tékkum, 25-24. Sigurinn gat þó ekki verið mikið tæpari. Í fyrsta skipti í ansi langan tíma vissi maður ekki alveg við hverju ætti að búast af íslenska liðinu. Slíkar hafa breytingarnar orðið á liðinu á síðustu misserum. Kempur úr gullkynslóðinni halda áfram að hverfa á braut og ungir drengir að fá sína eldskírn. Strákar sem hafa verið í liðinu síðustu ár með lítil hlutverk að taka á sig meiri ábyrgð. Það var alveg klárt fyrir þennan leik að strákarnir yrðu að taka tvö stig úr leiknum í þessum leik. Liðið þarf sína punkta á heimavelli ef það ætlar á EM.Gott leikhlé hjá Geir Það létti eflaust smá pressu af liðinu að skora tvö fyrstu mörk leiksins. Menn mætti tilbúnir til leiks. Eftir um fínar tíu mínútur missti liðið algjörlega dampinn og hleypti Tékkunum fram úr sér. Í stöðunni 4-7 tók Geir Sveinsson landsliðsþjálfari leikhlé. Hann hefur líklega gefið drengjunum eitthvað gott í þessum leik því liðið small algjörlega í gírinn eftir það. Vörnin fór í gang og Björgvin þar fyrir aftan líka. Strákarnir skoruðu fimm mörk í röð og tóku frumkvæðið á ný. Er flautað var til leikhlés leiddi Ísland með tveimur mörkum, 12-10. Fínn hálfleikur en ekki fumlaus. Tékkarnir ekkert sérstaklega sterkir og stórskytta þeirra, Filip Jicha, var ekki heill heilsu og þurfti að spila á línunni í leiknum.Mættu hálfsofandi Strákarnir mættu hálfsofandi til síðari hálfleiks. Byrjuðu hálfleikinn með 1-5 kafla og grófu sig aðeins ofan holu. Þá var að skríða upp úr holunni og það gerðu strákarnir. Náðu aftur frumkvæðinu fimm mínútum fyrir leikslok og unnu eins marks sigur. Aron Pálmarsson fiskaði ruðning í lokasókn Tékkanna og allt varð vitlaust í Höllinni.Margt gott við leik liðsins Það var margt gott við leik íslenska liðsins í gær. Vörnin hélt lengstum nokkuð vel og Björgvin fylgdi með. Ekki náðist þó að halda sömu gæðum þar í síðari hálfleik en þegar á reyndi lokuðu strákarnir vörninni. Geir valdi unga drengi í liðið og treysti þeim til að spila. Setti bæði Arnar Frey á línuna og Grétar Ara í markið á ögurstundu. Það er vel og var gaman að sjá. Aron Pálmarsson er í þeirri stöðu að þurfa að axla mikla ábyrgð í liðinu og bera það á bakinu er illa gengur. Það er nákvæmlega það sem hann gerði á lokamínútunum. Skoraði mörkin, átti sendingarnar og fiskaði svo ruðning í lokasókn Tékka. Svona eiga leiðtogar liða að gera.Langt og erfitt ferðalag Strákarnir fá frábært veganesti fyrir langt og erfitt ferðalag til Úkraínu en með sama góða hugarfarinu og baráttunni er ekkert því til fyrirstöðu að liðið taki tvö stig þar líka og komi sér í afar góða stöðu í riðlinum.
Handbolti Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita