Byr í seglin í upphafi ferðalags Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. nóvember 2016 06:00 Íslensku strákarnir fagna hér mikilvægum sigri í Höllinni í gær. Sigurinn var naumur en strákarnir sýndu karakter í lokin og byrja undankeppnina vel. vísir/ernir Ísland fékk frábæra byrjun í undankeppni EM er liðið skellti Tékkum, 25-24. Sigurinn gat þó ekki verið mikið tæpari. Í fyrsta skipti í ansi langan tíma vissi maður ekki alveg við hverju ætti að búast af íslenska liðinu. Slíkar hafa breytingarnar orðið á liðinu á síðustu misserum. Kempur úr gullkynslóðinni halda áfram að hverfa á braut og ungir drengir að fá sína eldskírn. Strákar sem hafa verið í liðinu síðustu ár með lítil hlutverk að taka á sig meiri ábyrgð. Það var alveg klárt fyrir þennan leik að strákarnir yrðu að taka tvö stig úr leiknum í þessum leik. Liðið þarf sína punkta á heimavelli ef það ætlar á EM.Gott leikhlé hjá Geir Það létti eflaust smá pressu af liðinu að skora tvö fyrstu mörk leiksins. Menn mætti tilbúnir til leiks. Eftir um fínar tíu mínútur missti liðið algjörlega dampinn og hleypti Tékkunum fram úr sér. Í stöðunni 4-7 tók Geir Sveinsson landsliðsþjálfari leikhlé. Hann hefur líklega gefið drengjunum eitthvað gott í þessum leik því liðið small algjörlega í gírinn eftir það. Vörnin fór í gang og Björgvin þar fyrir aftan líka. Strákarnir skoruðu fimm mörk í röð og tóku frumkvæðið á ný. Er flautað var til leikhlés leiddi Ísland með tveimur mörkum, 12-10. Fínn hálfleikur en ekki fumlaus. Tékkarnir ekkert sérstaklega sterkir og stórskytta þeirra, Filip Jicha, var ekki heill heilsu og þurfti að spila á línunni í leiknum.Mættu hálfsofandi Strákarnir mættu hálfsofandi til síðari hálfleiks. Byrjuðu hálfleikinn með 1-5 kafla og grófu sig aðeins ofan holu. Þá var að skríða upp úr holunni og það gerðu strákarnir. Náðu aftur frumkvæðinu fimm mínútum fyrir leikslok og unnu eins marks sigur. Aron Pálmarsson fiskaði ruðning í lokasókn Tékkanna og allt varð vitlaust í Höllinni.Margt gott við leik liðsins Það var margt gott við leik íslenska liðsins í gær. Vörnin hélt lengstum nokkuð vel og Björgvin fylgdi með. Ekki náðist þó að halda sömu gæðum þar í síðari hálfleik en þegar á reyndi lokuðu strákarnir vörninni. Geir valdi unga drengi í liðið og treysti þeim til að spila. Setti bæði Arnar Frey á línuna og Grétar Ara í markið á ögurstundu. Það er vel og var gaman að sjá. Aron Pálmarsson er í þeirri stöðu að þurfa að axla mikla ábyrgð í liðinu og bera það á bakinu er illa gengur. Það er nákvæmlega það sem hann gerði á lokamínútunum. Skoraði mörkin, átti sendingarnar og fiskaði svo ruðning í lokasókn Tékka. Svona eiga leiðtogar liða að gera.Langt og erfitt ferðalag Strákarnir fá frábært veganesti fyrir langt og erfitt ferðalag til Úkraínu en með sama góða hugarfarinu og baráttunni er ekkert því til fyrirstöðu að liðið taki tvö stig þar líka og komi sér í afar góða stöðu í riðlinum. Handbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Ísland fékk frábæra byrjun í undankeppni EM er liðið skellti Tékkum, 25-24. Sigurinn gat þó ekki verið mikið tæpari. Í fyrsta skipti í ansi langan tíma vissi maður ekki alveg við hverju ætti að búast af íslenska liðinu. Slíkar hafa breytingarnar orðið á liðinu á síðustu misserum. Kempur úr gullkynslóðinni halda áfram að hverfa á braut og ungir drengir að fá sína eldskírn. Strákar sem hafa verið í liðinu síðustu ár með lítil hlutverk að taka á sig meiri ábyrgð. Það var alveg klárt fyrir þennan leik að strákarnir yrðu að taka tvö stig úr leiknum í þessum leik. Liðið þarf sína punkta á heimavelli ef það ætlar á EM.Gott leikhlé hjá Geir Það létti eflaust smá pressu af liðinu að skora tvö fyrstu mörk leiksins. Menn mætti tilbúnir til leiks. Eftir um fínar tíu mínútur missti liðið algjörlega dampinn og hleypti Tékkunum fram úr sér. Í stöðunni 4-7 tók Geir Sveinsson landsliðsþjálfari leikhlé. Hann hefur líklega gefið drengjunum eitthvað gott í þessum leik því liðið small algjörlega í gírinn eftir það. Vörnin fór í gang og Björgvin þar fyrir aftan líka. Strákarnir skoruðu fimm mörk í röð og tóku frumkvæðið á ný. Er flautað var til leikhlés leiddi Ísland með tveimur mörkum, 12-10. Fínn hálfleikur en ekki fumlaus. Tékkarnir ekkert sérstaklega sterkir og stórskytta þeirra, Filip Jicha, var ekki heill heilsu og þurfti að spila á línunni í leiknum.Mættu hálfsofandi Strákarnir mættu hálfsofandi til síðari hálfleiks. Byrjuðu hálfleikinn með 1-5 kafla og grófu sig aðeins ofan holu. Þá var að skríða upp úr holunni og það gerðu strákarnir. Náðu aftur frumkvæðinu fimm mínútum fyrir leikslok og unnu eins marks sigur. Aron Pálmarsson fiskaði ruðning í lokasókn Tékkanna og allt varð vitlaust í Höllinni.Margt gott við leik liðsins Það var margt gott við leik íslenska liðsins í gær. Vörnin hélt lengstum nokkuð vel og Björgvin fylgdi með. Ekki náðist þó að halda sömu gæðum þar í síðari hálfleik en þegar á reyndi lokuðu strákarnir vörninni. Geir valdi unga drengi í liðið og treysti þeim til að spila. Setti bæði Arnar Frey á línuna og Grétar Ara í markið á ögurstundu. Það er vel og var gaman að sjá. Aron Pálmarsson er í þeirri stöðu að þurfa að axla mikla ábyrgð í liðinu og bera það á bakinu er illa gengur. Það er nákvæmlega það sem hann gerði á lokamínútunum. Skoraði mörkin, átti sendingarnar og fiskaði svo ruðning í lokasókn Tékka. Svona eiga leiðtogar liða að gera.Langt og erfitt ferðalag Strákarnir fá frábært veganesti fyrir langt og erfitt ferðalag til Úkraínu en með sama góða hugarfarinu og baráttunni er ekkert því til fyrirstöðu að liðið taki tvö stig þar líka og komi sér í afar góða stöðu í riðlinum.
Handbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti