Handbolti

Gullmundur fékk gullmedalíu við heimkomuna | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gullmundur var hálfhissa er hann fékk verðlaunin.
Gullmundur var hálfhissa er hann fékk verðlaunin. mynd/ekstrabladet/
Guðmundur Guðmundsson, sem Danir kalla nú Gullmund, fékk engan verðlaunapening á ÓL frekar en þegar hann nældi í silfur með íslenska landsliðinu í Peking.

Það fannst blaðamönnum hins danksa Ekstrabaldet ómögulegt og þeir bættu úr þessu vandamáli er danska landsliðið lenti í Kaupmannahöfn.

Þá kom blaðamaður frá Ekstrabladet færandi hendi og hengdi gullverðlaun um háls Guðmundar.

Medalían kannski ekki eins glæsileg og sú sem strákarnir í danska liðinu fengu á ÓL en gull er gull.

Danskir blaðamenn, sem hafa farið hamförum í skrifum um Guðmund síðan hann tók við, hafa nú loksins tekið hann í sátt og bera hann lofi í öllum sínum skrifum.

Sjá má myndband af þessari uppákomu hér.


Tengdar fréttir

Nýtti reynslu sína frá úrslitaleik Íslands 2008

Guðmundur Guðmundsson náði sögulegu afreki í gær þegar hann gerði danska handboltalandsliðið að Ólympíumeisturum . Allir íslensku þjálfararnir þrír á Ólympíuleikunum í Ríó skiluðu sínum liðum í verðlaunasæti á leikunum. Lið Þóris Hergeirssonar og Dags Sigurðssonar unnu bæði bronsleikinn með sannfærandi hætti.

Guðmundur með fullt hús

Guðmundur Guðmundsson er orðinn að þjóðhetju í Danmörku eftir sigur handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Ríó.

Guðmundur: Varnarleikur okkar í síðari hálfleik algjörlega stórkostlegur

Guðmundur Guðmundsson náði sögulegu afreki í kvöld þegar hann gerði danska landsliðið að Ólympíumeisturum í handbolta karla. Danir eru fyrsta Norðurlandaþjóðin til að ná Ólympíugulli en Svíum tókst aldrei að vinna gull á Ólympíuleikunum með gullaldarlið sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×