Wilbek: Nú veit ég hverjir eru vinir mínir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. október 2016 10:00 Guðmundur og Wilbek meðan allt lék í lyndi. vísir/getty Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. Þetta mál endaði með því að Wilbek hætti að starfa fyrir danska handknattleikssambandið, þar sem hann var íþróttastjóri, enda varð algjör trúnaðarbrestur og ljóst að hann hefði ekki getað unnið með Guðmundi eftir það sem á undan var gengið.Sjá einnig: Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek „Mér finnst mikilvægt að fólk viti að ég hef enn mikinn áhuga á handbolta. Mér þykir mjög vænt um handboltann í Danmörku og það er einmitt ástæðan fyrir því að ég dró mig í hlé,“ segir Wilbek í löngu viðtali við DR í Danmörku en það viðtal verður birt í bútum næstu daga. Þar sem Wilbek er búinn í handboltanum í bili er hann farinn í stjórnmálin en hann reynir nú að verða borgarstjóri í Viborg þar sem hann er í miklum metum. Handboltinn hefur verið hluti af lífi Wilbek í 30 ár og hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að hætta á þessum forsendum.Sjá einnig: Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið „Þetta er búið að vera erfitt. Ég hef verið stoltur og ánægður í handboltanum í 30 ár. Ég hef líka lært mikið á þessum erfiðu tímum. Til að mynda hverjir eru raunverulegir vinir manns,“ segir Wilbek en hann vill ekki ræða nákvæmlega um hegðun sína á ÓL í Ríó.Wilbek er hann stýrði danska liðinu.vísir/getty„Það er fullt af fólki sem ég leit ekki endilega á sem vini mína sem hafa tjáð mér að það trúi ekki þeirri mynd sem fjölmiðlar hafa málað upp af þessu máli. Þetta fólk þakkar mér líka fyrir mitt framlag í handboltanum. Svo er til fólk sem ég taldi vera þakklátt en er það ekki.“ Þó svo Wilbek vilji ekki fara út í nein smáatriði með það sem sagt var um hann í sumar þá er ljóst að þessi lífsreynsla hefur tekið á hann.Sjá einnig: Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn „Þetta er búið að vera mjög óþægilegt. Sérstaklega út af öllum þessum samsæriskenningum. Þá hugsar maður „þetta er ekki það sem gerðist“. Fólk sem þekkir ekki málið kastar svo olíu á eldinn,“ segir Wilbek og bætir við að honum líði betur í dag. „Ég er samt ósáttur er fólk segir að ég fari í manninn en ekki í boltann. Ég verð reiður er ég heyri fólk halda því fram að ég hafi viljað fá landsliðsþjálfarastarfið aftur. Það er fjarri sannleikanum. Það sem hefur sært mig mest eru heimildir fjölmiðla sem eru ekki réttar. Ég veit ekki hvernig slíkt gerist. „Aðstoðarþjálfarar Guðmundar hafa hjálpað honum mikið og ég þurfti ekkert að skipta mér af þeim hluta eins og margir halda að ég hafi verið að gera. Í einkasamtölum kom ég samt með mínar uppástungur. Það var alveg eðlilegt,“ segir Wilbek en af hverju segir hann ekki bara hvað hafi nákvæmlega gerst í Ríó? „Það er ekki hægt. Ég á mína upplifun af því sem gerðist en aðrir upplifðu hlutina kannski öðruvísi. Kannski kemur að því einn daginn að hlutlaus maður segi hvernig þetta var nákvæmlega. Handbolti Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Stuð stuðningsfólks í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira
Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. Þetta mál endaði með því að Wilbek hætti að starfa fyrir danska handknattleikssambandið, þar sem hann var íþróttastjóri, enda varð algjör trúnaðarbrestur og ljóst að hann hefði ekki getað unnið með Guðmundi eftir það sem á undan var gengið.Sjá einnig: Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek „Mér finnst mikilvægt að fólk viti að ég hef enn mikinn áhuga á handbolta. Mér þykir mjög vænt um handboltann í Danmörku og það er einmitt ástæðan fyrir því að ég dró mig í hlé,“ segir Wilbek í löngu viðtali við DR í Danmörku en það viðtal verður birt í bútum næstu daga. Þar sem Wilbek er búinn í handboltanum í bili er hann farinn í stjórnmálin en hann reynir nú að verða borgarstjóri í Viborg þar sem hann er í miklum metum. Handboltinn hefur verið hluti af lífi Wilbek í 30 ár og hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að hætta á þessum forsendum.Sjá einnig: Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið „Þetta er búið að vera erfitt. Ég hef verið stoltur og ánægður í handboltanum í 30 ár. Ég hef líka lært mikið á þessum erfiðu tímum. Til að mynda hverjir eru raunverulegir vinir manns,“ segir Wilbek en hann vill ekki ræða nákvæmlega um hegðun sína á ÓL í Ríó.Wilbek er hann stýrði danska liðinu.vísir/getty„Það er fullt af fólki sem ég leit ekki endilega á sem vini mína sem hafa tjáð mér að það trúi ekki þeirri mynd sem fjölmiðlar hafa málað upp af þessu máli. Þetta fólk þakkar mér líka fyrir mitt framlag í handboltanum. Svo er til fólk sem ég taldi vera þakklátt en er það ekki.“ Þó svo Wilbek vilji ekki fara út í nein smáatriði með það sem sagt var um hann í sumar þá er ljóst að þessi lífsreynsla hefur tekið á hann.Sjá einnig: Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn „Þetta er búið að vera mjög óþægilegt. Sérstaklega út af öllum þessum samsæriskenningum. Þá hugsar maður „þetta er ekki það sem gerðist“. Fólk sem þekkir ekki málið kastar svo olíu á eldinn,“ segir Wilbek og bætir við að honum líði betur í dag. „Ég er samt ósáttur er fólk segir að ég fari í manninn en ekki í boltann. Ég verð reiður er ég heyri fólk halda því fram að ég hafi viljað fá landsliðsþjálfarastarfið aftur. Það er fjarri sannleikanum. Það sem hefur sært mig mest eru heimildir fjölmiðla sem eru ekki réttar. Ég veit ekki hvernig slíkt gerist. „Aðstoðarþjálfarar Guðmundar hafa hjálpað honum mikið og ég þurfti ekkert að skipta mér af þeim hluta eins og margir halda að ég hafi verið að gera. Í einkasamtölum kom ég samt með mínar uppástungur. Það var alveg eðlilegt,“ segir Wilbek en af hverju segir hann ekki bara hvað hafi nákvæmlega gerst í Ríó? „Það er ekki hægt. Ég á mína upplifun af því sem gerðist en aðrir upplifðu hlutina kannski öðruvísi. Kannski kemur að því einn daginn að hlutlaus maður segi hvernig þetta var nákvæmlega.
Handbolti Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Stuð stuðningsfólks í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira