TV2 í Danmörku: Leikmenn björguðu starfi Guðmundar í Ríó Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. ágúst 2016 14:34 Guðmundur gefur skipanir í úrslitaleiknum. vísir/anton TV2 í Danmörku slær því upp á vef sínum að til greina hafi komið að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi þjálfara danska handboltalandsliðsins aðeins níu dögum áður en liðið vann til gullverðlauna á leikunum. Hins vegar hafi leikmenn slegið þá hugmynd af borðinu og þar með bjargað starfi Guðmundar. Guðmundur vildi sjálfur ekki tjá sig um innihald fréttarinnar þegar Vísir hafði samband við hann síðdegis. Hann tjáði sig heldur ekki við TV2 um málið. Samkvæmt fréttinni munu forráðamenn danska handknattleikssambandsins hafa fundað með sex reyndustu leikmönnum liðsins - án Guðmundar. Var það daginn eftir leik Dana og Króata í riðlakeppninni, sem Danir töpuðu. Á þeim fundi hafi leikmenn verið spurðir að því hvort að þeir vildu Guðmund burt úr starfi landsliðsþjálfara en að því hafi leikmennirnir hafnað. Ulrik Wilbæk, fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana og núverandi íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins, segir að þetta sé einfaldlega lygi. „Þetta er lygi. Mér líkar ekki við orðið lygi en það stóð aldrei til að reka neinn,“ sagði Wilbæk við TV2. Sjá einnig: Ólympíumeistarinn Guðmundur: Mikilvægt að láta ekki toga sig út og suður Hann neitar því ekki að hafa fundað með hópi leikmanna. „Já, þegar einhver biður um fund þá held ég fund. Og við höldum marga fundi á svona mótum.“ Wilbæk sagði þó að það hefði aldrei komið til tals að reka þjálfarann. „Nei, það var aldrei rætt. Spurningar voru bornar upp, þeim var svarað og svo haldið áfram. Það var talað um að bæta sig á þessum fundum og eftir þá voru allir ánægðir.“ TV2 telur sig hafa heimildir fyrir því að starf Guðmundar hafi hangið á bláþræði en enginn af þeim leikmönnum sem rætt var við vildi tjá sig um málið. Handbolti Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
TV2 í Danmörku slær því upp á vef sínum að til greina hafi komið að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi þjálfara danska handboltalandsliðsins aðeins níu dögum áður en liðið vann til gullverðlauna á leikunum. Hins vegar hafi leikmenn slegið þá hugmynd af borðinu og þar með bjargað starfi Guðmundar. Guðmundur vildi sjálfur ekki tjá sig um innihald fréttarinnar þegar Vísir hafði samband við hann síðdegis. Hann tjáði sig heldur ekki við TV2 um málið. Samkvæmt fréttinni munu forráðamenn danska handknattleikssambandsins hafa fundað með sex reyndustu leikmönnum liðsins - án Guðmundar. Var það daginn eftir leik Dana og Króata í riðlakeppninni, sem Danir töpuðu. Á þeim fundi hafi leikmenn verið spurðir að því hvort að þeir vildu Guðmund burt úr starfi landsliðsþjálfara en að því hafi leikmennirnir hafnað. Ulrik Wilbæk, fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana og núverandi íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins, segir að þetta sé einfaldlega lygi. „Þetta er lygi. Mér líkar ekki við orðið lygi en það stóð aldrei til að reka neinn,“ sagði Wilbæk við TV2. Sjá einnig: Ólympíumeistarinn Guðmundur: Mikilvægt að láta ekki toga sig út og suður Hann neitar því ekki að hafa fundað með hópi leikmanna. „Já, þegar einhver biður um fund þá held ég fund. Og við höldum marga fundi á svona mótum.“ Wilbæk sagði þó að það hefði aldrei komið til tals að reka þjálfarann. „Nei, það var aldrei rætt. Spurningar voru bornar upp, þeim var svarað og svo haldið áfram. Það var talað um að bæta sig á þessum fundum og eftir þá voru allir ánægðir.“ TV2 telur sig hafa heimildir fyrir því að starf Guðmundar hafi hangið á bláþræði en enginn af þeim leikmönnum sem rætt var við vildi tjá sig um málið.
Handbolti Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita