Lýðskrumi svarað Halldór Gunnarsson skrifar 20. október 2016 07:00 Þar sem ég býst ekki við að formaður Alþýðufylkingarinnar, Þorvaldur Þorvaldsson, lesi Morgunblaðið, sbr. grein mína þar 17. október sl. um inneign ríkis og sveitarfélaga hjá lífeyrissjóðunum, leyfi ég mér að útskýra þetta nánar fyrir lesendum og Þorvaldi, sem sagði: „Skatturinn var aldrei borgaður. Hann varð eftir hjá sjóðsfélögunum vegna frádráttar frá skattstofni. Þessir peningar eru peningarnir sem fólkið hélt eftir og er búið að eyða fyrir löngu síðan.“ Annað hvort er svona framsetning skilningsleysi eða lýðskrum. Árið 1969 var komið á 12% skylduframlagi af launum á greiðslu til lífeyrissjóða frá launþegum og atvinnurekendum. Fram til 1988 var greiddur skattur til ríkis og sveitarfélaga af þessu framlagi. Það ár var lögum breytt í þá veru að iðgjaldið var undanþegið skatti, en greiðsla sem samsvaraði skatti af iðgjaldinu var innt af hendi til lífeyrissjóðanna. Launþeginn skyldi því greiða skatt af útgreiðslu lífeyris frá lífeyrissjóði þegar hann fengi greiðsluna. Með þessari breytingu eru margir lífeyrisþegar í dag að greiða skatt í annað sinn af sama gjaldstofni, sem er ólöglegt. Inneign lífeyrissjóða í dag er a.m.k. 3.500 milljarðar, þannig að ríkisjóður á í ógreiddum skatti hjá lífeyrissjóðunum að lágmarki 800 milljarða og sveitarfélög 130 milljarða. Útreikning má sjá á flokkurfolksins.is. Um leið og þessir fjármunir væru innkallaðir, myndu lífeyrissjóðir greiða út hlut lífeyrisþega án skatts. Í framhaldi myndu launþegar og atvinnurekendur greiða skatt til ríkis og sveitarfélaga af framlagi sínu til lífeyrissjóða og myndi muna verulega um þá fjármuni til ríkisjóðs. Flokkur fólksins vill breyta þessu, spara rekstur á um 30 lífeyrissjóðum sem kostar í dag 10 milljarða á ári, með því að stofna einn deildaskiptan sjóð, tengdan almannatryggingum, sem tryggi lágmarks framfærslu og einnig hlutfallslegan eignarétt þeirra einstaklinga, sem í hann hafa greitt. Þetta er ekki tillaga um ölmusu til að vinna hylli fjöldans með rangfærslu, eins og Þorvaldur sagði í lýðskrumi eða af skilningsleysi. Þetta er tillaga um fjármögnun til að rétta við öll stoðkerfi þjóðarinnar sem eru að hruni komin, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, samgöngurnar, löggæsluna og til að tryggja lágmarksframfærslu, hækkun á lægstu launum og afnema verðtryggingu á neytendalánum, þannig að ungt fólk geti eignast heimili.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Þar sem ég býst ekki við að formaður Alþýðufylkingarinnar, Þorvaldur Þorvaldsson, lesi Morgunblaðið, sbr. grein mína þar 17. október sl. um inneign ríkis og sveitarfélaga hjá lífeyrissjóðunum, leyfi ég mér að útskýra þetta nánar fyrir lesendum og Þorvaldi, sem sagði: „Skatturinn var aldrei borgaður. Hann varð eftir hjá sjóðsfélögunum vegna frádráttar frá skattstofni. Þessir peningar eru peningarnir sem fólkið hélt eftir og er búið að eyða fyrir löngu síðan.“ Annað hvort er svona framsetning skilningsleysi eða lýðskrum. Árið 1969 var komið á 12% skylduframlagi af launum á greiðslu til lífeyrissjóða frá launþegum og atvinnurekendum. Fram til 1988 var greiddur skattur til ríkis og sveitarfélaga af þessu framlagi. Það ár var lögum breytt í þá veru að iðgjaldið var undanþegið skatti, en greiðsla sem samsvaraði skatti af iðgjaldinu var innt af hendi til lífeyrissjóðanna. Launþeginn skyldi því greiða skatt af útgreiðslu lífeyris frá lífeyrissjóði þegar hann fengi greiðsluna. Með þessari breytingu eru margir lífeyrisþegar í dag að greiða skatt í annað sinn af sama gjaldstofni, sem er ólöglegt. Inneign lífeyrissjóða í dag er a.m.k. 3.500 milljarðar, þannig að ríkisjóður á í ógreiddum skatti hjá lífeyrissjóðunum að lágmarki 800 milljarða og sveitarfélög 130 milljarða. Útreikning má sjá á flokkurfolksins.is. Um leið og þessir fjármunir væru innkallaðir, myndu lífeyrissjóðir greiða út hlut lífeyrisþega án skatts. Í framhaldi myndu launþegar og atvinnurekendur greiða skatt til ríkis og sveitarfélaga af framlagi sínu til lífeyrissjóða og myndi muna verulega um þá fjármuni til ríkisjóðs. Flokkur fólksins vill breyta þessu, spara rekstur á um 30 lífeyrissjóðum sem kostar í dag 10 milljarða á ári, með því að stofna einn deildaskiptan sjóð, tengdan almannatryggingum, sem tryggi lágmarks framfærslu og einnig hlutfallslegan eignarétt þeirra einstaklinga, sem í hann hafa greitt. Þetta er ekki tillaga um ölmusu til að vinna hylli fjöldans með rangfærslu, eins og Þorvaldur sagði í lýðskrumi eða af skilningsleysi. Þetta er tillaga um fjármögnun til að rétta við öll stoðkerfi þjóðarinnar sem eru að hruni komin, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, samgöngurnar, löggæsluna og til að tryggja lágmarksframfærslu, hækkun á lægstu launum og afnema verðtryggingu á neytendalánum, þannig að ungt fólk geti eignast heimili.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun