Æ er þetta ekki orðið gott – samkeppnin um ferðamanninn Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 21. október 2016 11:15 Ísland er í samkeppni við önnur lönd um ferðamenn og það er hart barist um athyglina. Það er mikilvægt að gæta að innviðum, gæðum og uppbyggingu á Íslandi og gleyma ekki því sem vel er gert en héðan fara ferðamenn ánægðir samkvæmt rannsóknum. Gæta verður líka að því sem er að gerast í alþjóðlega umhverfinu. Ferðamenn á heimsvísu voru 1,2 milljarðar árið 2015 samkvæmt UNTWO og stefnir í 5% aukningu á þessu ári. Ferðamenn í Norður Evrópu voru 75 milljónir og var svipuð aukning þar á milli ára. Ferðamönnum fjölgar um allan heim, og fólk ferðast nú meira en nokkurn tíma fyrr. Það er margt sem hefur áhrif á ákvörðun fólks um að ferðast og val þeirra á áfangastað. Mishagstætt gengi, Brexit, ZIKA vírus, jarðskjálftar, eldgos og hryðjuverk eru dæmi um þætti sem hafa áhrif á ferðahegðun. Samkvæmt rannsóknarfyrirtækinu IPK International leita 40% ferðamanna nú að öruggum áfangastöðum og hafa hryðjuverk þar mest um að segja. Áhugi á ferðalögum minnkar ekki, en merkja má að fólk veltir áfangastöðunum betur fyrir sér áður en valið er. Rannsóknir hafa verið gerðar á ferða- og kauphegðun. Það eru nokkur atriði sem iðulega koma fram s.s. ferðamenn leita tilboða, hlusta á meðmæli vina og ættingja og leita að einstökum upplifunum. Ferðamenn eru vel tengdir á ferðalögum og nýta samfélagsmiðla og miðla á borð við TripAdvisor, bæði fyrir og á meðan ferðalagi stendur. Áfangastaðir og fyrirtæki í ferðaþjónustu leita síðan margskonar leiða til að koma skilaboðum til ferðamanna. Hefðbundin markaðssetning, samfélagsmiðlar og almannatengsl eru dæmi um það, en auk þess sækja fyrirtæki ferðasýningar, viðskiptasendinefndir og ráðstefnur erlendis til að byggja upp viðskiptatengsl. Æ er þetta ekki orðið gottÆ oftar heyrist, „æ er þetta ekki orðið gott bara af markaðssetningu? Evrópumeistaramótið, Justin Bieber, Kardashian og fleiri sjá bara um landkynninguna“. Margir virðast telja að nóg hafi verið fjárfest í markaðsstarfi, og nú þurfi fyrst og fremst að huga að innviðum. Þetta er ekki svo einfalt, og innviðauppbygging og markaðssetning útiloka ekki hvort annað. Aðrir áfangastaðir halda áfram að kynna sig og ná til ferðamanna með sínar vörur og þjónustu víðsvegar um heiminn. Ísland er ekki stórt í því samhengi og getur auðveldlega orðið undir. Ferðaþjónustan í dag er stærsta atvinnugreinin okkar og skapar yfir 20.000 störf hjá fjölda íslenskra fyrirtækja. Hagsmunir ferðaþjónustunnar eru hagsmunir okkar allra. Það hættir ekkert fyrirtæki að markaðsetja þegar vel gengur en þau breyta mögulega áherslum. Það er ekki sjálfgefið að fyrirtæki og stjórnvöld nái til ferðamanna með sinni markaðssetningu. Hvað þá að Ísland verði fyrir valinu þrátt fyrir ægifagra náttúru, fjölbreytta afþreyingu og áhugaverða menningu. Atvinnugreinina þarf að vernda í alþjóðlegu umhverfi og tala þarf um hana á uppbyggilegan hátt. Markaðssetning áfangastaðarins Íslands hefur síðustu ára miðað að því að gera ferðaþjónustuna að heilsársatvinnugrein um allt land. Markmiðin eru að draga úr árstíðarsveiflu hvers landshluta sem og eftir árstíðum, auka neyslu ferðamanna og þar með gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Nú síðast hafa bæst við áherslur um ábyrga ferðahegðun. Öll þessi markmið hafa verið sett með íslenskum fyrirtækjum og stjórnvöldum og þeim þarf að viðhalda og endurskoða reglulega.Samstarf er slagkrafturÍslandsstofa er samstarfsvettvangur stjórnvalda, fyrirtækja og hagaðila um markaðssetningu og kynningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Í samstarfi við þessa aðila stundum við kynningar- og markaðsstarf til neytenda ásamt því að vera með öflug tengsl við innlenda og erlenda sölu- og hagsmunaaðila. Það er þó ekki bara Íslandsstofa og samstarfsaðilar sem kynna landið. Flugfélög, söluaðilar Íslandsferða víðsvegar um heiminn og á Íslandi kynna landið á sinn hátt með sínar áherslur og fjárfesta gríðarlega í markaðssetningu.Í sviðsmyndavinnu sem unnin var á vegum Stjórnstöðvar ferðamála kom fram að helstu áhættuþættir fyrir ferðaþjónustuna væru ímynd, upplifun og tekjur. Ímynd og orðspor lands og þjóðar sem áfangastaðar byggir á þeirri upplifun og mynd sem fólk fær af landinu s.s. frá Íslendingum sjálfum, athöfnum okkar, ferðamönnum sem hafa komið hingað, menningarviðburðum, markaðsherferðum erlendra og innlendra aðila í ferðaþjónustu, fréttaskrifum innlendra og erlendra fjölmiðla, til að nefna eitthvað.Það er ekki sjálfgefið að ferðamenn velji Ísland áfram sem áfangastað. Hvað þá að ferðamaðurinn ferðist vítt og breytt um landið, allt árið um kring. Það val verður ekki síst því að þakka hvernig við munum kynna og tala um landið okkar, hvernig og hvort innlend og erlend ferðaþjónusta hefur áfram áhuga á því að selja ferðir til Íslands, og ekki síst hvort ferðamaðurinn fari áfram héðan ánægður. Flugfélag getur auðveldlega hætt að fljúga hingað á morgun og erlendar ferðaskrifstofur valið aðra áfangastaði því áhugi ferðamannsins liggur annars staðar og aðrir áfangastaðir ná að laða þá til sín með sinni markaðssetningu.Það er ekki sjálfsagt að Ísland verði næsti áfangastaður ferðamannsins þó það sé það í dag. Við trúum því að sá fókus í markaðsstarfinu sem íslensk ferðaþjónusta hefur haft, hafi skilað þeim árangri sem náðst hefur í dag. Samstarf er slagkraftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ísland er í samkeppni við önnur lönd um ferðamenn og það er hart barist um athyglina. Það er mikilvægt að gæta að innviðum, gæðum og uppbyggingu á Íslandi og gleyma ekki því sem vel er gert en héðan fara ferðamenn ánægðir samkvæmt rannsóknum. Gæta verður líka að því sem er að gerast í alþjóðlega umhverfinu. Ferðamenn á heimsvísu voru 1,2 milljarðar árið 2015 samkvæmt UNTWO og stefnir í 5% aukningu á þessu ári. Ferðamenn í Norður Evrópu voru 75 milljónir og var svipuð aukning þar á milli ára. Ferðamönnum fjölgar um allan heim, og fólk ferðast nú meira en nokkurn tíma fyrr. Það er margt sem hefur áhrif á ákvörðun fólks um að ferðast og val þeirra á áfangastað. Mishagstætt gengi, Brexit, ZIKA vírus, jarðskjálftar, eldgos og hryðjuverk eru dæmi um þætti sem hafa áhrif á ferðahegðun. Samkvæmt rannsóknarfyrirtækinu IPK International leita 40% ferðamanna nú að öruggum áfangastöðum og hafa hryðjuverk þar mest um að segja. Áhugi á ferðalögum minnkar ekki, en merkja má að fólk veltir áfangastöðunum betur fyrir sér áður en valið er. Rannsóknir hafa verið gerðar á ferða- og kauphegðun. Það eru nokkur atriði sem iðulega koma fram s.s. ferðamenn leita tilboða, hlusta á meðmæli vina og ættingja og leita að einstökum upplifunum. Ferðamenn eru vel tengdir á ferðalögum og nýta samfélagsmiðla og miðla á borð við TripAdvisor, bæði fyrir og á meðan ferðalagi stendur. Áfangastaðir og fyrirtæki í ferðaþjónustu leita síðan margskonar leiða til að koma skilaboðum til ferðamanna. Hefðbundin markaðssetning, samfélagsmiðlar og almannatengsl eru dæmi um það, en auk þess sækja fyrirtæki ferðasýningar, viðskiptasendinefndir og ráðstefnur erlendis til að byggja upp viðskiptatengsl. Æ er þetta ekki orðið gottÆ oftar heyrist, „æ er þetta ekki orðið gott bara af markaðssetningu? Evrópumeistaramótið, Justin Bieber, Kardashian og fleiri sjá bara um landkynninguna“. Margir virðast telja að nóg hafi verið fjárfest í markaðsstarfi, og nú þurfi fyrst og fremst að huga að innviðum. Þetta er ekki svo einfalt, og innviðauppbygging og markaðssetning útiloka ekki hvort annað. Aðrir áfangastaðir halda áfram að kynna sig og ná til ferðamanna með sínar vörur og þjónustu víðsvegar um heiminn. Ísland er ekki stórt í því samhengi og getur auðveldlega orðið undir. Ferðaþjónustan í dag er stærsta atvinnugreinin okkar og skapar yfir 20.000 störf hjá fjölda íslenskra fyrirtækja. Hagsmunir ferðaþjónustunnar eru hagsmunir okkar allra. Það hættir ekkert fyrirtæki að markaðsetja þegar vel gengur en þau breyta mögulega áherslum. Það er ekki sjálfgefið að fyrirtæki og stjórnvöld nái til ferðamanna með sinni markaðssetningu. Hvað þá að Ísland verði fyrir valinu þrátt fyrir ægifagra náttúru, fjölbreytta afþreyingu og áhugaverða menningu. Atvinnugreinina þarf að vernda í alþjóðlegu umhverfi og tala þarf um hana á uppbyggilegan hátt. Markaðssetning áfangastaðarins Íslands hefur síðustu ára miðað að því að gera ferðaþjónustuna að heilsársatvinnugrein um allt land. Markmiðin eru að draga úr árstíðarsveiflu hvers landshluta sem og eftir árstíðum, auka neyslu ferðamanna og þar með gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Nú síðast hafa bæst við áherslur um ábyrga ferðahegðun. Öll þessi markmið hafa verið sett með íslenskum fyrirtækjum og stjórnvöldum og þeim þarf að viðhalda og endurskoða reglulega.Samstarf er slagkrafturÍslandsstofa er samstarfsvettvangur stjórnvalda, fyrirtækja og hagaðila um markaðssetningu og kynningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Í samstarfi við þessa aðila stundum við kynningar- og markaðsstarf til neytenda ásamt því að vera með öflug tengsl við innlenda og erlenda sölu- og hagsmunaaðila. Það er þó ekki bara Íslandsstofa og samstarfsaðilar sem kynna landið. Flugfélög, söluaðilar Íslandsferða víðsvegar um heiminn og á Íslandi kynna landið á sinn hátt með sínar áherslur og fjárfesta gríðarlega í markaðssetningu.Í sviðsmyndavinnu sem unnin var á vegum Stjórnstöðvar ferðamála kom fram að helstu áhættuþættir fyrir ferðaþjónustuna væru ímynd, upplifun og tekjur. Ímynd og orðspor lands og þjóðar sem áfangastaðar byggir á þeirri upplifun og mynd sem fólk fær af landinu s.s. frá Íslendingum sjálfum, athöfnum okkar, ferðamönnum sem hafa komið hingað, menningarviðburðum, markaðsherferðum erlendra og innlendra aðila í ferðaþjónustu, fréttaskrifum innlendra og erlendra fjölmiðla, til að nefna eitthvað.Það er ekki sjálfgefið að ferðamenn velji Ísland áfram sem áfangastað. Hvað þá að ferðamaðurinn ferðist vítt og breytt um landið, allt árið um kring. Það val verður ekki síst því að þakka hvernig við munum kynna og tala um landið okkar, hvernig og hvort innlend og erlend ferðaþjónusta hefur áfram áhuga á því að selja ferðir til Íslands, og ekki síst hvort ferðamaðurinn fari áfram héðan ánægður. Flugfélag getur auðveldlega hætt að fljúga hingað á morgun og erlendar ferðaskrifstofur valið aðra áfangastaði því áhugi ferðamannsins liggur annars staðar og aðrir áfangastaðir ná að laða þá til sín með sinni markaðssetningu.Það er ekki sjálfsagt að Ísland verði næsti áfangastaður ferðamannsins þó það sé það í dag. Við trúum því að sá fókus í markaðsstarfinu sem íslensk ferðaþjónusta hefur haft, hafi skilað þeim árangri sem náðst hefur í dag. Samstarf er slagkraftur.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar