Snorri Steinn hættur í íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2016 13:00 Snorri Steinn Guðjónsson. Vísir/Valli Snorri Steinn Guðjónsson, aðalleikstjórnandi íslenska handboltalandsliðsins í meira en áratug, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið í handbolta samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefur Snorri stýrt sóknarleik liðsins í gegnum blómatíma þess. Snorri Steinn er því ekki í hópi íslenska liðsins fyrir leikina á móti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM sem fara fram í byrjun næsta mánaðar. Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti hópinn sinn í dag. Snorri Steinn Guðjónsson er eins og er markahæsti leikmaður frönsku úrvalsdeildarinnar en hann hefur skorað 34 mörk í fyrstu fimm leikjum sínum með Nimes á tímabilinu. Snorri Steinn er því í frábæru formi og væri örugglega valinn í landsliðið ef hann gæfi kost á sér. Hann varð 35 ára gamall á dögunum og hefur spilað með íslenska landsliðinu frá árinu 2001. Sjá einnig: Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Snorri Steinn hefur leikið sem atvinnumaður í handbolta frá 2003. Hann hefur leikið í frönsku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú tímabili en lék áður bæði í Danmörku (2007-2009 og 2010-2014) og Þýskalandi (2003-07 og 2009-10). HM í Frakklandi verður aðeins annað stórmótið frá og með EM í Sviss 2006 þar sem Snorri Steinn mun ekki stýra sóknarleik íslenska liðsins. Hann hefur verið með á tíu af síðustu ellefu stórmótum íslenska liðsins eða öllum frá 2006 nema EM í Serbíu 2012. Snorri Steinn spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik. Snorri Steinn er langmarkahæsti leikstjórnandi Íslands frá upphafi og fimmti markahæsti leikmaður landsliðsins í sögunni á eftir þeim Guðjóni Val Sigurðssyni, Ólafi Stefánssyni, Kristjáni Arasyni og Valdimar Grímssyni. Snorri Steinn náði þó ekki að klára síðasta landsleikinn sinn en hann ristarbrotnaði í æfingalandsleik á móti Noregi 5. apríl 2016. Snorri Steinn gat ekki tekið þátt í umspilsleikjunum á móti Portúgal vegna meiðslanna. Snorri Steinn lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Noregi í Kaplakrika 2. nóvember 2001 þá nýbúinn að halda upp á tvítugsafmælið. Þegar leikurinn á móti Tékklandi fer fram í Laugardalshöllinni verða liðin nákvæmlega fimmtán ár frá því að Snorri Steinn klæddist landsliðstreyjunni fyrst. Íslenski handboltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, aðalleikstjórnandi íslenska handboltalandsliðsins í meira en áratug, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið í handbolta samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefur Snorri stýrt sóknarleik liðsins í gegnum blómatíma þess. Snorri Steinn er því ekki í hópi íslenska liðsins fyrir leikina á móti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM sem fara fram í byrjun næsta mánaðar. Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti hópinn sinn í dag. Snorri Steinn Guðjónsson er eins og er markahæsti leikmaður frönsku úrvalsdeildarinnar en hann hefur skorað 34 mörk í fyrstu fimm leikjum sínum með Nimes á tímabilinu. Snorri Steinn er því í frábæru formi og væri örugglega valinn í landsliðið ef hann gæfi kost á sér. Hann varð 35 ára gamall á dögunum og hefur spilað með íslenska landsliðinu frá árinu 2001. Sjá einnig: Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Snorri Steinn hefur leikið sem atvinnumaður í handbolta frá 2003. Hann hefur leikið í frönsku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú tímabili en lék áður bæði í Danmörku (2007-2009 og 2010-2014) og Þýskalandi (2003-07 og 2009-10). HM í Frakklandi verður aðeins annað stórmótið frá og með EM í Sviss 2006 þar sem Snorri Steinn mun ekki stýra sóknarleik íslenska liðsins. Hann hefur verið með á tíu af síðustu ellefu stórmótum íslenska liðsins eða öllum frá 2006 nema EM í Serbíu 2012. Snorri Steinn spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik. Snorri Steinn er langmarkahæsti leikstjórnandi Íslands frá upphafi og fimmti markahæsti leikmaður landsliðsins í sögunni á eftir þeim Guðjóni Val Sigurðssyni, Ólafi Stefánssyni, Kristjáni Arasyni og Valdimar Grímssyni. Snorri Steinn náði þó ekki að klára síðasta landsleikinn sinn en hann ristarbrotnaði í æfingalandsleik á móti Noregi 5. apríl 2016. Snorri Steinn gat ekki tekið þátt í umspilsleikjunum á móti Portúgal vegna meiðslanna. Snorri Steinn lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Noregi í Kaplakrika 2. nóvember 2001 þá nýbúinn að halda upp á tvítugsafmælið. Þegar leikurinn á móti Tékklandi fer fram í Laugardalshöllinni verða liðin nákvæmlega fimmtán ár frá því að Snorri Steinn klæddist landsliðstreyjunni fyrst.
Íslenski handboltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira