Við lifum á merkilegum tímum Hildur Þórisdóttir skrifar 24. október 2016 00:00 Við lifum á merkilegum tímum. Tímum sem geta varðað leiðina til framtíðar þar sem við munum upplifa raunverulegar kerfisbreytingar. Það er sú draumsýn sem ég og margir aðrir hafa um þessar mundir. Samfélag þar sem við öll njótum góðs af auðlindunum okkar, en ekki bara sumir. Þar sem eldri borgarar, öryrkjar og barnafjölskyldur búa ekki við skort heldur lífsins gæði sem allir eiga rétt á. Við eigum nefnilega nóg til fyrir alla. Þessi draumsýn felur í sér að allir hafi aðgang að námi. Líka þeir sem eru orðnir eldri en 25 ára og hafa af einhverjum ástæðum helst úr menntaskólalestinni. Við förum nefnilega ekki öll sömu leið í lífinu og það er líka í góðu lagi. Lífið er nefnilega ekki einsleitt heldur allskonar og það er okkar skylda sem samfélags að það sé svigrúm til staðar fyrir þá sem vilja afla sér menntunar seinna á lífsleiðinni. Við græðum nefnilega öll á því að fólk fái að blómstra og nýta hæfileika sína á sínum eigin forsendum en ekki innan hins þrönga regluverks sem stjórnsýslan á það til að skapa. Sviðsmyndin sem mig dreymir um felur líka í sér að barnafjölskyldur hafi það gott í 12 mánaða fæðingarorlofinu sínu með nýfædda fjölskyldumeðliminum. Fyrstu ár barna eru nefnilega svo gríðarlega mikilvæg fyrir framtíð þeirra og þá getur skipt sköpum hvort mamma og pabbi þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur í fæðingarorlofinu eða vera svefnlaus yfir því hvernig þau eiga að brúa bilið þegar 9 mánaða orlofinu lýkur. Staðreyndin er nefnilega sú að við hlúum alls ekki nægilega vel að barnafjölskyldum sem hefur leitt af sér mun lægri fæðingartíðni og þá dapurlegu staðreynd að feður taka sér í mun minni mæli fæðingarorlof vegna þeirrar miklu tekjuskerðingar sem það hefur í för með sér. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvaða áhrif það hefur á launamun kynjanna og jafnréttisbaráttuna á vinnumarkaði sem enn á langt í land. Samt er komið árið 2016. Mig dreymir um heilbrigðiskerfi þar sem er hlúð að frábæra heilbrigðisstarfsfólkinu okkar sem vinnur kraftaverk á degi hverjum. Að við höldum okkar besta fagfólki vegna þess að launin og vinnuaðstæðurnar eru fyllilega samkeppnishæfar við það sem best gerist í kringum okkur. Að sjúklingar fái lífsnauðsynlega þjónustu án þess að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur. Að þjónusta sálfræðinga sé sjálfsagður hluti heilsugæslunnar en ekki munaður þeirri efnameiri eins og staðan er í dag. Við höfum séð það lengi annars staðar á Norðurlöndunum að þetta er hægt. Og við getum þetta líka. En til þess að svo megi verða þurfum við að forgangsraða upp á nýtt og sjá til þess að þjóðin öll njóti arðs af hinum miklu auðlindum sem Ísland á. Við eigum nefnilega nóg til fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Við lifum á merkilegum tímum. Tímum sem geta varðað leiðina til framtíðar þar sem við munum upplifa raunverulegar kerfisbreytingar. Það er sú draumsýn sem ég og margir aðrir hafa um þessar mundir. Samfélag þar sem við öll njótum góðs af auðlindunum okkar, en ekki bara sumir. Þar sem eldri borgarar, öryrkjar og barnafjölskyldur búa ekki við skort heldur lífsins gæði sem allir eiga rétt á. Við eigum nefnilega nóg til fyrir alla. Þessi draumsýn felur í sér að allir hafi aðgang að námi. Líka þeir sem eru orðnir eldri en 25 ára og hafa af einhverjum ástæðum helst úr menntaskólalestinni. Við förum nefnilega ekki öll sömu leið í lífinu og það er líka í góðu lagi. Lífið er nefnilega ekki einsleitt heldur allskonar og það er okkar skylda sem samfélags að það sé svigrúm til staðar fyrir þá sem vilja afla sér menntunar seinna á lífsleiðinni. Við græðum nefnilega öll á því að fólk fái að blómstra og nýta hæfileika sína á sínum eigin forsendum en ekki innan hins þrönga regluverks sem stjórnsýslan á það til að skapa. Sviðsmyndin sem mig dreymir um felur líka í sér að barnafjölskyldur hafi það gott í 12 mánaða fæðingarorlofinu sínu með nýfædda fjölskyldumeðliminum. Fyrstu ár barna eru nefnilega svo gríðarlega mikilvæg fyrir framtíð þeirra og þá getur skipt sköpum hvort mamma og pabbi þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur í fæðingarorlofinu eða vera svefnlaus yfir því hvernig þau eiga að brúa bilið þegar 9 mánaða orlofinu lýkur. Staðreyndin er nefnilega sú að við hlúum alls ekki nægilega vel að barnafjölskyldum sem hefur leitt af sér mun lægri fæðingartíðni og þá dapurlegu staðreynd að feður taka sér í mun minni mæli fæðingarorlof vegna þeirrar miklu tekjuskerðingar sem það hefur í för með sér. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvaða áhrif það hefur á launamun kynjanna og jafnréttisbaráttuna á vinnumarkaði sem enn á langt í land. Samt er komið árið 2016. Mig dreymir um heilbrigðiskerfi þar sem er hlúð að frábæra heilbrigðisstarfsfólkinu okkar sem vinnur kraftaverk á degi hverjum. Að við höldum okkar besta fagfólki vegna þess að launin og vinnuaðstæðurnar eru fyllilega samkeppnishæfar við það sem best gerist í kringum okkur. Að sjúklingar fái lífsnauðsynlega þjónustu án þess að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur. Að þjónusta sálfræðinga sé sjálfsagður hluti heilsugæslunnar en ekki munaður þeirri efnameiri eins og staðan er í dag. Við höfum séð það lengi annars staðar á Norðurlöndunum að þetta er hægt. Og við getum þetta líka. En til þess að svo megi verða þurfum við að forgangsraða upp á nýtt og sjá til þess að þjóðin öll njóti arðs af hinum miklu auðlindum sem Ísland á. Við eigum nefnilega nóg til fyrir alla.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun