Kvótakerfið – sáttaleið Guðmundur Edgarsson skrifar 25. október 2016 07:00 Nú takast stjórnmálaflokkarnir enn eina ferðina á um fiskveiðistjórnunarkerfið í tengslum við komandi þingkosningarnar. Í grundvallaratriðum snúast deilurnar um meiri félagshyggju eða meiri frjálshyggju. Félagshyggjufólk telur, að ríkið eigi að njóta beins arðs af fiskveiðum í ríkari mæli en tíðkast í öðrum atvinnugreinum, t.d. í formi veiðileyfagjalda eða söluhagnaðar af kvótauppboði. Frjálshyggjufólk álítur hins vegar, að sjávarútvegurinn skapi hámarksverðmæti í formi gjaldeyrisöflunar og atvinnusköpunar, búi hann við sams konar rekstrarskilyrði og önnur fyrirtæki og þurfi ekki að sæta eignaupptöku undir dulnefni eða æ hærri viðbótargjöldum fyrir kvóta sem þegar hefur verið greitt fyrir fullu verði á markaði. En til er sáttaleið. Norska leiðin. Í Noregi borga olíufyrirtækin sérstakt gjald fyrir vinnslu á olíu. Stór munur er hins vegar á olíuvinnslugjaldinu í Noregi og veiðileyfagjaldinu hér heima. Á Íslandi rennur veiðileyfagjaldið í hít ríkisins sem eyðsluglaðir stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum geta ráðstafað að vild eins og öðrum sköttum. Í Noregi, hins vegar, er olíugjaldið eyrnamerkt olíusjóðnum sem stjórnmálamenn þar í landi mega að jafnaði ekki hreyfa við enda er hann hugsaður sem varasjóður þvert á kynslóðir. Ríkið má einungis ráðstafa hluta ávöxtunar sjóðsins, m.a. til að jafna hagsveiflur. Hvati stjórnmálamanna til að hækka gjaldið í sífellu og grafa þannig undan samkeppnishæfni olíuvinnslufyrirtækjanna er því lítill. Hví stofnum við þá ekki sams konar sjóð, Íslenska fiskveiðisjóðinn, sem fjármagnaður væri með hóflegum veiðileyfagjöldum? Ekki þyrfti að kollvarpa núverandi kerfi heldur beina veiðileyfagjöldunum í heilbrigðari farveg. Almenningur fengi þá hlutdeild í traustum sjóði sem gegndi samfélagslegu hlutverki. Félagshyggjufólk ætti að vera sátt við það. Frjálshyggjufólk ætti líka að geta þokkalega vel við unað því slíkur sjóður væri rekinn sem kapítalískur fjárfestingarsjóður án teljandi ríkisafskipta auk þess sem útgerðarfyrirtækin byggju við stöðugleika og frið til að reka sig á hagkvæman hátt. Ísland gæti þá áfram verið eina landið innan OECD þar sem fiskveiðar eru arðbærar jafnframt því sem fólkið í landinu fengi beina hlutdeild í rentunni. Frjálshyggja og félagshyggja gætu því náð málamiðlun sé viljinn fyrir hendi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Nú takast stjórnmálaflokkarnir enn eina ferðina á um fiskveiðistjórnunarkerfið í tengslum við komandi þingkosningarnar. Í grundvallaratriðum snúast deilurnar um meiri félagshyggju eða meiri frjálshyggju. Félagshyggjufólk telur, að ríkið eigi að njóta beins arðs af fiskveiðum í ríkari mæli en tíðkast í öðrum atvinnugreinum, t.d. í formi veiðileyfagjalda eða söluhagnaðar af kvótauppboði. Frjálshyggjufólk álítur hins vegar, að sjávarútvegurinn skapi hámarksverðmæti í formi gjaldeyrisöflunar og atvinnusköpunar, búi hann við sams konar rekstrarskilyrði og önnur fyrirtæki og þurfi ekki að sæta eignaupptöku undir dulnefni eða æ hærri viðbótargjöldum fyrir kvóta sem þegar hefur verið greitt fyrir fullu verði á markaði. En til er sáttaleið. Norska leiðin. Í Noregi borga olíufyrirtækin sérstakt gjald fyrir vinnslu á olíu. Stór munur er hins vegar á olíuvinnslugjaldinu í Noregi og veiðileyfagjaldinu hér heima. Á Íslandi rennur veiðileyfagjaldið í hít ríkisins sem eyðsluglaðir stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum geta ráðstafað að vild eins og öðrum sköttum. Í Noregi, hins vegar, er olíugjaldið eyrnamerkt olíusjóðnum sem stjórnmálamenn þar í landi mega að jafnaði ekki hreyfa við enda er hann hugsaður sem varasjóður þvert á kynslóðir. Ríkið má einungis ráðstafa hluta ávöxtunar sjóðsins, m.a. til að jafna hagsveiflur. Hvati stjórnmálamanna til að hækka gjaldið í sífellu og grafa þannig undan samkeppnishæfni olíuvinnslufyrirtækjanna er því lítill. Hví stofnum við þá ekki sams konar sjóð, Íslenska fiskveiðisjóðinn, sem fjármagnaður væri með hóflegum veiðileyfagjöldum? Ekki þyrfti að kollvarpa núverandi kerfi heldur beina veiðileyfagjöldunum í heilbrigðari farveg. Almenningur fengi þá hlutdeild í traustum sjóði sem gegndi samfélagslegu hlutverki. Félagshyggjufólk ætti að vera sátt við það. Frjálshyggjufólk ætti líka að geta þokkalega vel við unað því slíkur sjóður væri rekinn sem kapítalískur fjárfestingarsjóður án teljandi ríkisafskipta auk þess sem útgerðarfyrirtækin byggju við stöðugleika og frið til að reka sig á hagkvæman hátt. Ísland gæti þá áfram verið eina landið innan OECD þar sem fiskveiðar eru arðbærar jafnframt því sem fólkið í landinu fengi beina hlutdeild í rentunni. Frjálshyggja og félagshyggja gætu því náð málamiðlun sé viljinn fyrir hendi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun