Hvar á menningin heima? Páll Rafnar Þorsteinsson og Birna Hafstein skrifar 24. október 2016 22:03 „Menning er að gera hlutina vel.” Þannig komst Þorsteinn Gylfason heimspekiprófessor eitt sinn að orði. En þegar spurt er hvað Íslendingar gera vel þá verða margir til þess að nefna bókmenntir eða listir. Hróður Íslendinga á alþjóðavísu er að miklu leyti borinn af menningararfleifðinni. Löngum voru það fornbókmenntirnar sem nærðu þjóðarstoltið, en á síðari árum hafa íslenskir listamenn á ýmsum sviðum, ekki síst tónlistarfólk, haldið merkinu á lofti.VerðmætasköpunBlómlegt tónlistarlíf má áreiðanlega að miklu leyti rekja til öflugs starfs tónlistarskóla víða um land á síðustu öld. Að sama skapi má gera ráð fyrir að traustar stoðir listnáms séu forsenda grósku í listsköpun. Í dag starfa hátt í 20.000 manns á sviði skapandi greina. Til þess að setja þá tölu í samhengi má nefna að svipaður fjöldi starfar við landbúnað og sjávarútveg samanlagt. Menningargeirinn veltir um 200 milljörðum árlega og skapar á þriðja tug milljarða í útflutningsgetkjur. Hér er miðað við gamlar tölur frá árinu 2009 og aðeins tekið tillit til virðisaukaskattskyldra tekna. Þá skila skapandi greinar 4-5% til landsframleiðslunar á meðan landbúnaður skilar 1%. Nú er talið er að þær verði einhver mesti vaxtarbroddur í atvinnulífi í náinni framtíð. Listaháskóli Íslands var stofnaður árið 1998 og hóf starfsemi ári síðar. Hlutverk skólans er að sinna æðri menntun á sviði listgreina en jafnframt að vinna að eflingu listmennta með þjóðinni og miðla fræðslu um menningu til almennings. LHÍ er miðstöð þekkingarsköpunar á sviði skapandi greina og stuðlar að fagmennsku á þessu sviði, sem verður sífellt mikilvægari hluti af íslensku samfélagi og atvinnulífi.Óhætt er að fullyrða að LHÍ hafi bæði mikilvægu fræðilegu og faglegu hlutverki að gegna og líka umtalsverða samfélagslega þýðingu. Það var enda pólitísk ákvörðun á sínum tíma að byggja upp kennslu- og rannsóknasetur sem staðið gæti undir atvinnu- og nýsköpun á svið menningar og lista.Olnbogabarnið LHÍNú tæpum tveimur áratugum eftir stofnun er skólinn enn á hrakhólum. Húsakosturinn er er ófullnægjandi og starfsemin er dreifð á fjóra staði sem dempar þau skapandi samlegðaráhrif sem ættu að verða í samspili ólíkra listgreina innan sterkrar listaakademíu. Líkt og aðrir háskólar á Íslandi hefur skólinn búið við fjársvelti sem dregur þrótt úr starfseminni. Listaháskólinn hefur að auki verið sveltur af rannsóknafjármagni. Fjárveitingar til rannsókna eru hverfandi í samanburði við aðra háskóla hér á landi. Það verður vart sagt að stjórnvöld hafi gert hlutina vel þegar menning og listir eru annars vegar. Ekkert verður til úr engu, jafnvel ekki frumsköpun listamanna. Því þarf að styrkja umgjörð skapandi greina. Það þarf að fjármagna framsæknar rannsóknir á þessu sviði. Það þarf að styðja og efla listmenntun. Menningar- og listnám þarf að eiga heimili. Við viljum sameina Listaháskóla Íslands á einn stað. Við viljum vanda okkur. Við viljum gera hlutina vel.Páll Rafnar Þorsteinsson, heimspekingurBirna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikaraHöfundar eru í 3. og 4. Sæti á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
„Menning er að gera hlutina vel.” Þannig komst Þorsteinn Gylfason heimspekiprófessor eitt sinn að orði. En þegar spurt er hvað Íslendingar gera vel þá verða margir til þess að nefna bókmenntir eða listir. Hróður Íslendinga á alþjóðavísu er að miklu leyti borinn af menningararfleifðinni. Löngum voru það fornbókmenntirnar sem nærðu þjóðarstoltið, en á síðari árum hafa íslenskir listamenn á ýmsum sviðum, ekki síst tónlistarfólk, haldið merkinu á lofti.VerðmætasköpunBlómlegt tónlistarlíf má áreiðanlega að miklu leyti rekja til öflugs starfs tónlistarskóla víða um land á síðustu öld. Að sama skapi má gera ráð fyrir að traustar stoðir listnáms séu forsenda grósku í listsköpun. Í dag starfa hátt í 20.000 manns á sviði skapandi greina. Til þess að setja þá tölu í samhengi má nefna að svipaður fjöldi starfar við landbúnað og sjávarútveg samanlagt. Menningargeirinn veltir um 200 milljörðum árlega og skapar á þriðja tug milljarða í útflutningsgetkjur. Hér er miðað við gamlar tölur frá árinu 2009 og aðeins tekið tillit til virðisaukaskattskyldra tekna. Þá skila skapandi greinar 4-5% til landsframleiðslunar á meðan landbúnaður skilar 1%. Nú er talið er að þær verði einhver mesti vaxtarbroddur í atvinnulífi í náinni framtíð. Listaháskóli Íslands var stofnaður árið 1998 og hóf starfsemi ári síðar. Hlutverk skólans er að sinna æðri menntun á sviði listgreina en jafnframt að vinna að eflingu listmennta með þjóðinni og miðla fræðslu um menningu til almennings. LHÍ er miðstöð þekkingarsköpunar á sviði skapandi greina og stuðlar að fagmennsku á þessu sviði, sem verður sífellt mikilvægari hluti af íslensku samfélagi og atvinnulífi.Óhætt er að fullyrða að LHÍ hafi bæði mikilvægu fræðilegu og faglegu hlutverki að gegna og líka umtalsverða samfélagslega þýðingu. Það var enda pólitísk ákvörðun á sínum tíma að byggja upp kennslu- og rannsóknasetur sem staðið gæti undir atvinnu- og nýsköpun á svið menningar og lista.Olnbogabarnið LHÍNú tæpum tveimur áratugum eftir stofnun er skólinn enn á hrakhólum. Húsakosturinn er er ófullnægjandi og starfsemin er dreifð á fjóra staði sem dempar þau skapandi samlegðaráhrif sem ættu að verða í samspili ólíkra listgreina innan sterkrar listaakademíu. Líkt og aðrir háskólar á Íslandi hefur skólinn búið við fjársvelti sem dregur þrótt úr starfseminni. Listaháskólinn hefur að auki verið sveltur af rannsóknafjármagni. Fjárveitingar til rannsókna eru hverfandi í samanburði við aðra háskóla hér á landi. Það verður vart sagt að stjórnvöld hafi gert hlutina vel þegar menning og listir eru annars vegar. Ekkert verður til úr engu, jafnvel ekki frumsköpun listamanna. Því þarf að styrkja umgjörð skapandi greina. Það þarf að fjármagna framsæknar rannsóknir á þessu sviði. Það þarf að styðja og efla listmenntun. Menningar- og listnám þarf að eiga heimili. Við viljum sameina Listaháskóla Íslands á einn stað. Við viljum vanda okkur. Við viljum gera hlutina vel.Páll Rafnar Þorsteinsson, heimspekingurBirna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikaraHöfundar eru í 3. og 4. Sæti á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun