Að jafna kjör unga fólksins Gísli Garðarsson skrifar 25. október 2016 14:06 Í komandi kosningum verður m.a. kosið um málefni ungs fólks. Við Vinstri græn leggjum mikla áherslu á þau mál, m.a. að tryggja ungu fólki raunverulega valkosti á húsnæðismarkaði með uppbyggingu leighúsnæðis, hækkun húsnæðisbóta og að tryggja lántökumöguleika fyrir alla tekjuhópa. Slíkar breytingar myndu einnig gagnast öðrum tekjulágum hópum. Við viljum að auki svara kalli ungs fólks um átak í geðheilbrigðismálum með kostnaðarþátttökulausri og öflugri geðheilbrigðisþjónustu – en það mun líka bæta lífskjör fólks með geðrænan vanda óháð aldri. Styttri vinnuvika, lengra fæðingarorlof, fjölbreyttir framhaldsskólar og öflugri félagslegur námslánasjóður eru allt baráttumál Vinstri grænna sem munu gagnast ungu fólki en á sama tíma munu þau gagnast samfélaginu í víðu samhengi. Hvar sem okkur ber niður á hinu pólitíska litrófi í dag er í tísku að ræða mikilvægi þess að stjórnmálin takist á við málefni ungs fólks. En hvað nákvæmlega er það sem við eigum við með því þegar við tölum um málefni ungs fólks? Málefni ungs fólks eru málefni samfélagsins alls. Ungt fólk er ekki einsleitur samfélagshópur með sameiginlega heimssýn, sameiginlegan pólitískan vilja og fulltrúa. Ungt fólk er nefnilega fyrst og fremst fólk og sem slíkt tilheyrir það ólíkum samfélagshópum: kynjum, kynþáttum, kynhneigðum, stéttum, trúfélögum og svona mætti lengi telja. Við höfum undir höndunum gögn sem sýna okkur svart á hvítu að ungt fólk sé að dragast aftur úr á mörgum sviðum, bæði hér heima og á heimsvísu. Ungt fólk hefur setið eftir í almennri tekju- og kaupmáttaraukningu síðustu áratuga að slíku marki að mín kynslóð hefur úr minna að moða en sama kynslóð fyrir þrjátíu árum síðan. Baráttan fyrir því að jafna kjör ungs fólks á við eldri samfélagshópa verður ekki slitin úr samhengi við almenna baráttu fyrir félagslegu réttlæti og jöfnuði. Batnandi kjör tiltekinna hópa auka félagslegan jöfnuð í samfélaginu almennt. Stéttabaráttan og kvenfrelsisbaráttan eru greinar af þessum meiði og barátta hópa sem eru félagslega undirskipaðir í samfélaginu tengjast órjúfanlegum böndum. Í kosningunum fellur það í okkar hlut að velja hvaða stefnu við sem samfélag viljum taka á komandi misserum. Framtíð samfélagsins til lengri tíma litið ræðst hins vegar af því að ungt fólk vilji búa hér og starfa. Til þess að svo megi verða verðum við að jafna kjör þess og tækifæri á við aðra samfélagshópa. Ég býð mig fram til þeirra starfa fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð, sem ég tel að skilji raunverulega samhengið milli kjarabaráttu ólíkra samfélagshópa og mikilvægi almennrar kjarajöfunar. Hverjum treystir þú? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Sjá meira
Í komandi kosningum verður m.a. kosið um málefni ungs fólks. Við Vinstri græn leggjum mikla áherslu á þau mál, m.a. að tryggja ungu fólki raunverulega valkosti á húsnæðismarkaði með uppbyggingu leighúsnæðis, hækkun húsnæðisbóta og að tryggja lántökumöguleika fyrir alla tekjuhópa. Slíkar breytingar myndu einnig gagnast öðrum tekjulágum hópum. Við viljum að auki svara kalli ungs fólks um átak í geðheilbrigðismálum með kostnaðarþátttökulausri og öflugri geðheilbrigðisþjónustu – en það mun líka bæta lífskjör fólks með geðrænan vanda óháð aldri. Styttri vinnuvika, lengra fæðingarorlof, fjölbreyttir framhaldsskólar og öflugri félagslegur námslánasjóður eru allt baráttumál Vinstri grænna sem munu gagnast ungu fólki en á sama tíma munu þau gagnast samfélaginu í víðu samhengi. Hvar sem okkur ber niður á hinu pólitíska litrófi í dag er í tísku að ræða mikilvægi þess að stjórnmálin takist á við málefni ungs fólks. En hvað nákvæmlega er það sem við eigum við með því þegar við tölum um málefni ungs fólks? Málefni ungs fólks eru málefni samfélagsins alls. Ungt fólk er ekki einsleitur samfélagshópur með sameiginlega heimssýn, sameiginlegan pólitískan vilja og fulltrúa. Ungt fólk er nefnilega fyrst og fremst fólk og sem slíkt tilheyrir það ólíkum samfélagshópum: kynjum, kynþáttum, kynhneigðum, stéttum, trúfélögum og svona mætti lengi telja. Við höfum undir höndunum gögn sem sýna okkur svart á hvítu að ungt fólk sé að dragast aftur úr á mörgum sviðum, bæði hér heima og á heimsvísu. Ungt fólk hefur setið eftir í almennri tekju- og kaupmáttaraukningu síðustu áratuga að slíku marki að mín kynslóð hefur úr minna að moða en sama kynslóð fyrir þrjátíu árum síðan. Baráttan fyrir því að jafna kjör ungs fólks á við eldri samfélagshópa verður ekki slitin úr samhengi við almenna baráttu fyrir félagslegu réttlæti og jöfnuði. Batnandi kjör tiltekinna hópa auka félagslegan jöfnuð í samfélaginu almennt. Stéttabaráttan og kvenfrelsisbaráttan eru greinar af þessum meiði og barátta hópa sem eru félagslega undirskipaðir í samfélaginu tengjast órjúfanlegum böndum. Í kosningunum fellur það í okkar hlut að velja hvaða stefnu við sem samfélag viljum taka á komandi misserum. Framtíð samfélagsins til lengri tíma litið ræðst hins vegar af því að ungt fólk vilji búa hér og starfa. Til þess að svo megi verða verðum við að jafna kjör þess og tækifæri á við aðra samfélagshópa. Ég býð mig fram til þeirra starfa fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð, sem ég tel að skilji raunverulega samhengið milli kjarabaráttu ólíkra samfélagshópa og mikilvægi almennrar kjarajöfunar. Hverjum treystir þú?
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar