Kaupum ekki köttinn í sekknum Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 27. október 2016 07:00 Flestir stjórnmálamenn gefa kosningaloforð. Það er eðlilegur hluti kosningabaráttu og gefur kjósendum mynd af stefnu og forgangsröðun ólíkra flokka. Aftur á móti er engum greiði gerður með innstæðulausum eða vanhugsuðum loforðum. Stjórnmálaöfl með slík loforð í farteskinu standa frammi fyrir tveimur afleitum kostum. Annars vegar geta þau brugðist væntingum kjósenda og sleppt því að standa við gefin loforð. Hins vegar geta þau staðið við þau með neikvæðum afleiðingum fyrir efnahagslegan stöðugleika og lífskjör.Langur loforðalisti Viðskiptaráð hefur tekið saman kostnað ríkisins vegna helstu loforða sem lögð hafa verið fram. Þar má nefna gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, hækkun framlaga til heilbrigðismála í 11% af landsframleiðslu, hækkun lágmarkslífeyrisgreiðslna í 300.000 krónur á mánuði, tvöföldun barnabóta, stóraukin framlög til byggingar leiguíbúða og gjaldfrjálsa tannlæknaþjónustu fyrir alla. Samanlagður kostnaður vegna þessara loforða liggur nærri 200 milljörðum króna á ári. Hækkun af því tagi jafngildir um 30% aukningu heildarútgjalda ríkisins. Flestum er ljóst að efnahagsleg áhrif slíkrar breytingar væru neikvæð. Það á enn frekar við með hliðsjón af ýmsum áskorunum sem nú þegar skapa útgjaldaþrýsting til bæði skemmri og lengri tíma, s.s. innviðauppbyggingu, öldrun þjóðarinnar og lífeyrismálum opinberra starfsmanna. Rekstur hins opinbera snýst um forgangsröðun og raunsæi. Það er óheiðarlegt gagnvart kjósendum að leggja fram loforð sem ekki verður unnt að standa við. Allir eru sammála um að hér eigi að bjóða upp á sterkt velferðarkerfi og góða grunnþjónustu hins opinbera. Rekstur kerfanna þarf þó að rúmast innan hagkerfisins sem stendur undir þeim.Tökum ekki lífskjör að láni Um þessar mundir eru uppgangstímar í efnahagslífinu. Hagvöxtur er kröftugur, atvinnuleysi er lágt og kaupmáttur hefur aukist mikið. Skuldir ríkissjóðs hafa jafnframt lækkað hratt, einkum vegna mikillar tekjuaukningar og stöðugleikaframlags úr slitabúum föllnu bankanna. Flest bendir til áframhaldandi vaxtar á næstu árum og við slíkar kringumstæður er freistnivandi stjórnmálanna mikill. Íslendingar hafa of oft brennt sig á því að nýta ekki góðu tímana til að skapa borð fyrir báru. Árið 2015 námu heildarskuldir hins opinbera 2.200 milljörðum og vaxtagreiðslur af lánum voru um 100 milljarðar króna. Þannig fóru meiri fjármunir í vexti en sem nemur heildarframlögum ríkisins til mennta- og samgöngumála. Með niðurgreiðslu skulda myndi þessi upphæð lækka hratt. Svigrúmið má nýta til að efla þjónustu hins opinbera og skapa hagfelldara skattaumhverfi. Það eiga allir að spyrna fæti við óábyrgum loforðum stjórnmálamanna. Ef ekki er staðið við þau flokkast þau undir blekkingar. Ef staðið er við óskynsamleg loforð ganga núverandi kynslóðir á hagsmuni þeirra sem taka við. Í stað þess að taka lífskjör að láni ættum við að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Það er rétta leiðin fram á við.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Flestir stjórnmálamenn gefa kosningaloforð. Það er eðlilegur hluti kosningabaráttu og gefur kjósendum mynd af stefnu og forgangsröðun ólíkra flokka. Aftur á móti er engum greiði gerður með innstæðulausum eða vanhugsuðum loforðum. Stjórnmálaöfl með slík loforð í farteskinu standa frammi fyrir tveimur afleitum kostum. Annars vegar geta þau brugðist væntingum kjósenda og sleppt því að standa við gefin loforð. Hins vegar geta þau staðið við þau með neikvæðum afleiðingum fyrir efnahagslegan stöðugleika og lífskjör.Langur loforðalisti Viðskiptaráð hefur tekið saman kostnað ríkisins vegna helstu loforða sem lögð hafa verið fram. Þar má nefna gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, hækkun framlaga til heilbrigðismála í 11% af landsframleiðslu, hækkun lágmarkslífeyrisgreiðslna í 300.000 krónur á mánuði, tvöföldun barnabóta, stóraukin framlög til byggingar leiguíbúða og gjaldfrjálsa tannlæknaþjónustu fyrir alla. Samanlagður kostnaður vegna þessara loforða liggur nærri 200 milljörðum króna á ári. Hækkun af því tagi jafngildir um 30% aukningu heildarútgjalda ríkisins. Flestum er ljóst að efnahagsleg áhrif slíkrar breytingar væru neikvæð. Það á enn frekar við með hliðsjón af ýmsum áskorunum sem nú þegar skapa útgjaldaþrýsting til bæði skemmri og lengri tíma, s.s. innviðauppbyggingu, öldrun þjóðarinnar og lífeyrismálum opinberra starfsmanna. Rekstur hins opinbera snýst um forgangsröðun og raunsæi. Það er óheiðarlegt gagnvart kjósendum að leggja fram loforð sem ekki verður unnt að standa við. Allir eru sammála um að hér eigi að bjóða upp á sterkt velferðarkerfi og góða grunnþjónustu hins opinbera. Rekstur kerfanna þarf þó að rúmast innan hagkerfisins sem stendur undir þeim.Tökum ekki lífskjör að láni Um þessar mundir eru uppgangstímar í efnahagslífinu. Hagvöxtur er kröftugur, atvinnuleysi er lágt og kaupmáttur hefur aukist mikið. Skuldir ríkissjóðs hafa jafnframt lækkað hratt, einkum vegna mikillar tekjuaukningar og stöðugleikaframlags úr slitabúum föllnu bankanna. Flest bendir til áframhaldandi vaxtar á næstu árum og við slíkar kringumstæður er freistnivandi stjórnmálanna mikill. Íslendingar hafa of oft brennt sig á því að nýta ekki góðu tímana til að skapa borð fyrir báru. Árið 2015 námu heildarskuldir hins opinbera 2.200 milljörðum og vaxtagreiðslur af lánum voru um 100 milljarðar króna. Þannig fóru meiri fjármunir í vexti en sem nemur heildarframlögum ríkisins til mennta- og samgöngumála. Með niðurgreiðslu skulda myndi þessi upphæð lækka hratt. Svigrúmið má nýta til að efla þjónustu hins opinbera og skapa hagfelldara skattaumhverfi. Það eiga allir að spyrna fæti við óábyrgum loforðum stjórnmálamanna. Ef ekki er staðið við þau flokkast þau undir blekkingar. Ef staðið er við óskynsamleg loforð ganga núverandi kynslóðir á hagsmuni þeirra sem taka við. Í stað þess að taka lífskjör að láni ættum við að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Það er rétta leiðin fram á við.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun