Í bullandi mótsögn? Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 27. október 2016 14:28 Fjárhagsstaða flestra sveitarfélaga landsins er erfið. Eitt helsta baráttumál Sambands íslenskra sveitarfélaga er að tekjuskipting milli ríkis og sveitarfélaga verði endurskoðuð í ljósi nýrra verkefna og aukinna krafna um þjónustu. Sjálfstæðismenn svara því til þegar þeir voru spurðir að því hvort þeir ætli að styrkja tekjustofna sveitarfélaga að slíkt standi ekki til. Sjálfstæðisflokkurinn svarar því til að tekjustofnar sveitarfélaga hafi styrkts og ekki standi til að auka álögur á íbúa. Sveitarfélög verði einfaldlega að forgangsraða! Nú veit ég ekki hvernig Sjálfstæðismenn fá það út að það að endurskoða tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga feli í sér auknar álögur á íbúa. Spurningin snýst ekki um það heldur því hvernig þeim sköttum sem nú þegar eru innheimtir er skipt á sanngjarnan hátt þannig að þeir dugi til að fjármagna þau verkefni sem fyrir liggja. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og oddviti Sjálfstæðismanna í borginni skrifar grein í málgagnið þar sem hann varar við því að sömu flokkar og séu í meirihluta í Reykjavíkurborg taki við stjórn landsmálanna. Hann heldur því fram að Reykjavíkurborg sé illa rekið sveitarfélag, þegar hann veit fullvel í stöðu sinni sem formaður Sambands Íslenskra Sveitarfélaga að fjárhagsstaða flestra sveitarfélaga landsins er slæm. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að nýjum verkefnum hefur ekki fylgt nægjanlegt fjármagn. Við þurfum að stokka spilin upp á nýtt og tryggja fjármagn í grunnþjónustu sveitarfélaga. Sum sveitarfélög standa betur á meðan önnur undir stjórn Sjálfstæðismanna hafa fengið skipaða yfir sig fjárhaldsstjórn. Ég býð spennt eftir gagnrýni frá formanni Sambands Íslenskra Sveitarfélaga á þá stefnu Sjálfstæðisflokksins að ekki standi til að endurskoða tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Annars hlýtur formðurinn að ganga gegn helsta baráttumáli Sambandsins um að kökunni verði skipt upp á nýtt þannnig að hægt sé að tryggja nauðsynlega grunnþjónustu sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fjárhagsstaða flestra sveitarfélaga landsins er erfið. Eitt helsta baráttumál Sambands íslenskra sveitarfélaga er að tekjuskipting milli ríkis og sveitarfélaga verði endurskoðuð í ljósi nýrra verkefna og aukinna krafna um þjónustu. Sjálfstæðismenn svara því til þegar þeir voru spurðir að því hvort þeir ætli að styrkja tekjustofna sveitarfélaga að slíkt standi ekki til. Sjálfstæðisflokkurinn svarar því til að tekjustofnar sveitarfélaga hafi styrkts og ekki standi til að auka álögur á íbúa. Sveitarfélög verði einfaldlega að forgangsraða! Nú veit ég ekki hvernig Sjálfstæðismenn fá það út að það að endurskoða tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga feli í sér auknar álögur á íbúa. Spurningin snýst ekki um það heldur því hvernig þeim sköttum sem nú þegar eru innheimtir er skipt á sanngjarnan hátt þannig að þeir dugi til að fjármagna þau verkefni sem fyrir liggja. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og oddviti Sjálfstæðismanna í borginni skrifar grein í málgagnið þar sem hann varar við því að sömu flokkar og séu í meirihluta í Reykjavíkurborg taki við stjórn landsmálanna. Hann heldur því fram að Reykjavíkurborg sé illa rekið sveitarfélag, þegar hann veit fullvel í stöðu sinni sem formaður Sambands Íslenskra Sveitarfélaga að fjárhagsstaða flestra sveitarfélaga landsins er slæm. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að nýjum verkefnum hefur ekki fylgt nægjanlegt fjármagn. Við þurfum að stokka spilin upp á nýtt og tryggja fjármagn í grunnþjónustu sveitarfélaga. Sum sveitarfélög standa betur á meðan önnur undir stjórn Sjálfstæðismanna hafa fengið skipaða yfir sig fjárhaldsstjórn. Ég býð spennt eftir gagnrýni frá formanni Sambands Íslenskra Sveitarfélaga á þá stefnu Sjálfstæðisflokksins að ekki standi til að endurskoða tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Annars hlýtur formðurinn að ganga gegn helsta baráttumáli Sambandsins um að kökunni verði skipt upp á nýtt þannnig að hægt sé að tryggja nauðsynlega grunnþjónustu sveitarfélaga.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar