Betra og sanngjarnara Hanna Katrín Friðriksson og Jón Steindór Valdimarsson skrifar 27. október 2016 15:54 Enginn á að þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en leitað er eftir læknis- eða heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Það er með öllu ólíðandi að fólk sem greinist með illvígan sjúkdóm eða þarf á mikilli þjónustu að halda geti ekki notið viðeigandi meðferðar án þess að það færi fjárhag heimilisins úr skorðum. Viðreisn vill endurskoða greiðsluþátttöku almennings með það fyrir augum að koma í veg fyrir að fólk veigri sér við að leita sér nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar sem það ræður illa við. Innviðir heilbrigðiskerfisins eru ekki nægilega traustir. Víða þarf að endurbæta og endurbyggja. Viðreisn leggur áherslu á að ljúka framkvæmdum við Landsspítalann við Hringbraut á næstu fimm árum. Það er stór og mikilvægur þáttur í því að hægt sé að veita fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Það er ekki nóg að endurskoða greiðsluþátttöku og reisa nýjan Landsspítala. Leggja þarf mikla áherslu á að bæta þjónustu okkar við aldraða, allt frá heimaþjónustu til hjúkrunarheimila. Heilsugæsluna þarf að bæta. Þar er biðtími víða alltof langur og fólk neyðist eða freistast til þess að nota úrræði, s.s. heimsókn á slysamóttökur spítala eða til sérfræðinga, sem eru dýrari bæði fyrir sjúklingana og ríkið. Það er nauðsynlegt að vinna á biðlistum sem víða eru allt of langir í heilbrigðiskerfinu okkar, bregðast við manneklu á meðal fagstétta og efla sérhæfða þjónustu á heilbrigðisstofnunum víða um land. Þar leikur rafræn samtengd sjúkraskrá stórt hlutverk sem og nauðsynleg fjárfesting í tækjum og búnaði. Viðreisn vill að árið 2020 verði útgjöld til heilbrigðismála 40 milljörðum hærri á föstu verðlagi en árið 2016. Það er hins vegar óábyrgt að tala um úrbætur í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu án þess að vita eða leggja fram áætlanir um hvernig á að fjármagna þær. Viðreisn er með skýra stefnu um hvernig þetta er hægt. Viðreisn getur staðið við stóru orðin og setur heilbrigðis- og öldrunarmál í forgang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Jón Steindór Valdimarsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Enginn á að þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en leitað er eftir læknis- eða heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Það er með öllu ólíðandi að fólk sem greinist með illvígan sjúkdóm eða þarf á mikilli þjónustu að halda geti ekki notið viðeigandi meðferðar án þess að það færi fjárhag heimilisins úr skorðum. Viðreisn vill endurskoða greiðsluþátttöku almennings með það fyrir augum að koma í veg fyrir að fólk veigri sér við að leita sér nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar sem það ræður illa við. Innviðir heilbrigðiskerfisins eru ekki nægilega traustir. Víða þarf að endurbæta og endurbyggja. Viðreisn leggur áherslu á að ljúka framkvæmdum við Landsspítalann við Hringbraut á næstu fimm árum. Það er stór og mikilvægur þáttur í því að hægt sé að veita fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Það er ekki nóg að endurskoða greiðsluþátttöku og reisa nýjan Landsspítala. Leggja þarf mikla áherslu á að bæta þjónustu okkar við aldraða, allt frá heimaþjónustu til hjúkrunarheimila. Heilsugæsluna þarf að bæta. Þar er biðtími víða alltof langur og fólk neyðist eða freistast til þess að nota úrræði, s.s. heimsókn á slysamóttökur spítala eða til sérfræðinga, sem eru dýrari bæði fyrir sjúklingana og ríkið. Það er nauðsynlegt að vinna á biðlistum sem víða eru allt of langir í heilbrigðiskerfinu okkar, bregðast við manneklu á meðal fagstétta og efla sérhæfða þjónustu á heilbrigðisstofnunum víða um land. Þar leikur rafræn samtengd sjúkraskrá stórt hlutverk sem og nauðsynleg fjárfesting í tækjum og búnaði. Viðreisn vill að árið 2020 verði útgjöld til heilbrigðismála 40 milljörðum hærri á föstu verðlagi en árið 2016. Það er hins vegar óábyrgt að tala um úrbætur í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu án þess að vita eða leggja fram áætlanir um hvernig á að fjármagna þær. Viðreisn er með skýra stefnu um hvernig þetta er hægt. Viðreisn getur staðið við stóru orðin og setur heilbrigðis- og öldrunarmál í forgang.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar