Betra og sanngjarnara Hanna Katrín Friðriksson og Jón Steindór Valdimarsson skrifar 27. október 2016 15:54 Enginn á að þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en leitað er eftir læknis- eða heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Það er með öllu ólíðandi að fólk sem greinist með illvígan sjúkdóm eða þarf á mikilli þjónustu að halda geti ekki notið viðeigandi meðferðar án þess að það færi fjárhag heimilisins úr skorðum. Viðreisn vill endurskoða greiðsluþátttöku almennings með það fyrir augum að koma í veg fyrir að fólk veigri sér við að leita sér nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar sem það ræður illa við. Innviðir heilbrigðiskerfisins eru ekki nægilega traustir. Víða þarf að endurbæta og endurbyggja. Viðreisn leggur áherslu á að ljúka framkvæmdum við Landsspítalann við Hringbraut á næstu fimm árum. Það er stór og mikilvægur þáttur í því að hægt sé að veita fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Það er ekki nóg að endurskoða greiðsluþátttöku og reisa nýjan Landsspítala. Leggja þarf mikla áherslu á að bæta þjónustu okkar við aldraða, allt frá heimaþjónustu til hjúkrunarheimila. Heilsugæsluna þarf að bæta. Þar er biðtími víða alltof langur og fólk neyðist eða freistast til þess að nota úrræði, s.s. heimsókn á slysamóttökur spítala eða til sérfræðinga, sem eru dýrari bæði fyrir sjúklingana og ríkið. Það er nauðsynlegt að vinna á biðlistum sem víða eru allt of langir í heilbrigðiskerfinu okkar, bregðast við manneklu á meðal fagstétta og efla sérhæfða þjónustu á heilbrigðisstofnunum víða um land. Þar leikur rafræn samtengd sjúkraskrá stórt hlutverk sem og nauðsynleg fjárfesting í tækjum og búnaði. Viðreisn vill að árið 2020 verði útgjöld til heilbrigðismála 40 milljörðum hærri á föstu verðlagi en árið 2016. Það er hins vegar óábyrgt að tala um úrbætur í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu án þess að vita eða leggja fram áætlanir um hvernig á að fjármagna þær. Viðreisn er með skýra stefnu um hvernig þetta er hægt. Viðreisn getur staðið við stóru orðin og setur heilbrigðis- og öldrunarmál í forgang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Jón Steindór Valdimarsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Enginn á að þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en leitað er eftir læknis- eða heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Það er með öllu ólíðandi að fólk sem greinist með illvígan sjúkdóm eða þarf á mikilli þjónustu að halda geti ekki notið viðeigandi meðferðar án þess að það færi fjárhag heimilisins úr skorðum. Viðreisn vill endurskoða greiðsluþátttöku almennings með það fyrir augum að koma í veg fyrir að fólk veigri sér við að leita sér nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar sem það ræður illa við. Innviðir heilbrigðiskerfisins eru ekki nægilega traustir. Víða þarf að endurbæta og endurbyggja. Viðreisn leggur áherslu á að ljúka framkvæmdum við Landsspítalann við Hringbraut á næstu fimm árum. Það er stór og mikilvægur þáttur í því að hægt sé að veita fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Það er ekki nóg að endurskoða greiðsluþátttöku og reisa nýjan Landsspítala. Leggja þarf mikla áherslu á að bæta þjónustu okkar við aldraða, allt frá heimaþjónustu til hjúkrunarheimila. Heilsugæsluna þarf að bæta. Þar er biðtími víða alltof langur og fólk neyðist eða freistast til þess að nota úrræði, s.s. heimsókn á slysamóttökur spítala eða til sérfræðinga, sem eru dýrari bæði fyrir sjúklingana og ríkið. Það er nauðsynlegt að vinna á biðlistum sem víða eru allt of langir í heilbrigðiskerfinu okkar, bregðast við manneklu á meðal fagstétta og efla sérhæfða þjónustu á heilbrigðisstofnunum víða um land. Þar leikur rafræn samtengd sjúkraskrá stórt hlutverk sem og nauðsynleg fjárfesting í tækjum og búnaði. Viðreisn vill að árið 2020 verði útgjöld til heilbrigðismála 40 milljörðum hærri á föstu verðlagi en árið 2016. Það er hins vegar óábyrgt að tala um úrbætur í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu án þess að vita eða leggja fram áætlanir um hvernig á að fjármagna þær. Viðreisn er með skýra stefnu um hvernig þetta er hægt. Viðreisn getur staðið við stóru orðin og setur heilbrigðis- og öldrunarmál í forgang.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun