Bilað stefnuljós Guðmundur Andri Thorsson skrifar 10. október 2016 07:00 Bíll sem ég hef ekið um á tók upp á þeim furðulega fjanda um daginn að gefa bara stefnuljós til vinstri. Hvort sem maður fer með stefnuljósastöngina til vinstri eða hægri – þá blikkar einungis stefnuljósið til vinstri. Þetta er bíll blairismans. Hann þykist ætla til vinstri þegar hann stefnir til hægri.Græni kallinn eða rauði?Sem sé bilað stefnuljós. Er ekki pólitíkin einmitt þannig þegar stéttastjórnmálin hafa enn ekki fundið sér farveg á ný? Og kannski er bíllinn sá arna ágæt myndhverfing fyrir stjórnmálaflokkana yfirleitt; þeir segjast ætla í einhverja stefnu, en svo er undir hælinn lagt hvort þeir fara þangað eða eitthvað allt annað, í einhverja leiðangra sem verkefni dagsins eða bara stjórnsýslan sendir þá í. Kannski er ekki sá reginmunur á stefnu flokkanna sem okkur finnst stundum vera, og hugsanlega er að verða tímabært að breyta kosningafyrirkomulaginu þannig að okkur gefist meiri kostur á því að kjósa einstaklinga sem við teljum vænlega fulltrúa okkar, fremur en þessa flokka með sín biluðu stefnuljós. Eftir hverju eigum við annars að fara þar sem við stöndum þarna alein í klefanum með gulan blýant í höndum og leysum af hendi þetta mikilsverða verkefni? Það er nú það. Sumt fólk gerir eins og þegar maður gengur út úr bankanum og hægt er að ýta á nokkrar fígúrur og gefa þannig til kynna hvort maður sé ánægður eða óánægður með þjónustuna: frá grænni brosfígúru að rauðum fýlupésa. Fólk er þá að leggja dóm á kjör sín síðustu fjögur árin og hvort því finnst að það hafi fengið nægilega góða „þjónustu“ hjá flokkunum. Nátengt því viðhorfi er þegar stjórnmálaflokkar fara að lofa því að skaffa hitt og þetta. Þá skoða kjósendur loforðalista flokkanna fyrir kosningar eins og neytendur: hvað er handa mér hérna? Það er gott og blessað. En getur verið hættuspil, því að þá getur farið forgörðum heildarsýn, heildarstefna viðkomandi flokks – sem sé stefnuljósið: vísar það til hægri eða vinstri? Vinstrisinnuð manneskja sem vill ekki sjá meiri einkarekstur í heilbrigðiskerfinu eða skólakerfinu, vill ekki stóriðju, styður ekki hernaðarbrölt, vill að mannúð sé höfð að leiðarljósi í meðferð flóttamanna – slík manneskja gæti álpast til að kjósa stóriðjusinnaðan hernaðarhyggjuflokk sem stefnir að einkarekstri hvar sem honum verður viðkomið og vill reka burt með harðri hendi alla nauðleitarmenn, eingöngu af því að téð manneskja hefur fallið fyrir loforðum flokksins um stórfenglegar úrlausnir í húsnæðismálum. Affarasælast er að fylgja lífsviðhorfum sínum í grófum dráttum þegar maður kýs. Aðhyllist maður einkaframtak, sem stýrt sé í réttar skorður, kýs maður Sjálfstæðisflokkinn. Fólk sem kýs Sjálfstæðisflokkinn er að kjósa tilveru sína; það er að kjósa bílinn sinn, húsið og garðinn sinn; það er að kjósa sólskin og sunnanvind. Því líst illa á kollsteypur, á borð við stjórnarskrárbreytingar, evrur og kvótakerfisuppskurð. Það sér ekkert athugavert við misskiptingu gæða og tækifæra; telur að sumir séu réttbornir til auðs en aðrir ekki. Sé maður á svipaðri línu en vill samt opna landið meira fyrir erlendri samkeppni og jafnvel taka upp evru – þá kýs maður Viðreisn. Sé maður hins vegar aðdáandi Mjólkursamsölunnar og áhugamaður um gott gengi afurðastöðva og Kaupfélags Skagfirðinga kýs maður Framsóknarflokkinn.Frá frá Fylking!Kjósendur virðast treysta öllum til að framfylgja stefnu Samfylkingarinnar – nema Samfylkingunni. Flokkurinn notaði ekki tækifærið í prófkjörunum nú til þeirrar gagngeru endurnýjunar sem hann þurfti svo sárlega á að halda og sýpur nú seyðið af því. Engu að síður: fólk sem lítur á sig sem jafnaðarmenn og telur að ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. hafi unnið gott hreinsunarstarf við hryllilegar aðstæður, þegar ríkissjóður var gjaldþrota og fjárráðin höfðu verið tekin af landsmönnum – það fólk hlýtur að minnsta kosti að íhuga það að greiða þessum forna sameiningarvettvangi íslenskra vinstri manna atkvæði sitt. VG siglir lygnan sjó; laus við síðasta villiköttinn þegar Ögmundur fór (og mikill sjónarsviptir er nú að honum). Með vinsælan og óumdeildan formann. Þau eru pragmatískir sósíalistar án þess að hafa lagt fyrir róða gömul gildi, og myndu eflaust enn í dag greiða atkvæði gegn bjór og litasjónvarpi, með öllum réttu rökunum … og bera höfuðið hátt, í trausti þess að aðrir sjái til þess að þetta verði samþykkt. Píratar eru valkostur vinstri manna sem myndu samþykkja bjórfrumvarpið. Og líður ekki á netinu eins og þeir séu að svíkjast um að lesa bókina sem þeir fengu í jólagjöf í fyrra – og rykfellur á náttborðinu. Þeim hefur auðnast að láta andann sem lék um stjórnlagaþingið streyma til sín: Ísland er ónýtt! Stofnum nýtt! Og þeim tókst að halda prófkjörin sín, laus við rútuhneyksli gömlu flokkanna, þó vissulega væri þar augsýnilega höfð misjafnlega ósýnileg hönd í bagga. Eru Píratar vinstri flokkur eða hægri flokkur? Skiptir kannski ekki máli. Eru ekki allir hættir að gefa stefnuljós hvort sem er? Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Bíll sem ég hef ekið um á tók upp á þeim furðulega fjanda um daginn að gefa bara stefnuljós til vinstri. Hvort sem maður fer með stefnuljósastöngina til vinstri eða hægri – þá blikkar einungis stefnuljósið til vinstri. Þetta er bíll blairismans. Hann þykist ætla til vinstri þegar hann stefnir til hægri.Græni kallinn eða rauði?Sem sé bilað stefnuljós. Er ekki pólitíkin einmitt þannig þegar stéttastjórnmálin hafa enn ekki fundið sér farveg á ný? Og kannski er bíllinn sá arna ágæt myndhverfing fyrir stjórnmálaflokkana yfirleitt; þeir segjast ætla í einhverja stefnu, en svo er undir hælinn lagt hvort þeir fara þangað eða eitthvað allt annað, í einhverja leiðangra sem verkefni dagsins eða bara stjórnsýslan sendir þá í. Kannski er ekki sá reginmunur á stefnu flokkanna sem okkur finnst stundum vera, og hugsanlega er að verða tímabært að breyta kosningafyrirkomulaginu þannig að okkur gefist meiri kostur á því að kjósa einstaklinga sem við teljum vænlega fulltrúa okkar, fremur en þessa flokka með sín biluðu stefnuljós. Eftir hverju eigum við annars að fara þar sem við stöndum þarna alein í klefanum með gulan blýant í höndum og leysum af hendi þetta mikilsverða verkefni? Það er nú það. Sumt fólk gerir eins og þegar maður gengur út úr bankanum og hægt er að ýta á nokkrar fígúrur og gefa þannig til kynna hvort maður sé ánægður eða óánægður með þjónustuna: frá grænni brosfígúru að rauðum fýlupésa. Fólk er þá að leggja dóm á kjör sín síðustu fjögur árin og hvort því finnst að það hafi fengið nægilega góða „þjónustu“ hjá flokkunum. Nátengt því viðhorfi er þegar stjórnmálaflokkar fara að lofa því að skaffa hitt og þetta. Þá skoða kjósendur loforðalista flokkanna fyrir kosningar eins og neytendur: hvað er handa mér hérna? Það er gott og blessað. En getur verið hættuspil, því að þá getur farið forgörðum heildarsýn, heildarstefna viðkomandi flokks – sem sé stefnuljósið: vísar það til hægri eða vinstri? Vinstrisinnuð manneskja sem vill ekki sjá meiri einkarekstur í heilbrigðiskerfinu eða skólakerfinu, vill ekki stóriðju, styður ekki hernaðarbrölt, vill að mannúð sé höfð að leiðarljósi í meðferð flóttamanna – slík manneskja gæti álpast til að kjósa stóriðjusinnaðan hernaðarhyggjuflokk sem stefnir að einkarekstri hvar sem honum verður viðkomið og vill reka burt með harðri hendi alla nauðleitarmenn, eingöngu af því að téð manneskja hefur fallið fyrir loforðum flokksins um stórfenglegar úrlausnir í húsnæðismálum. Affarasælast er að fylgja lífsviðhorfum sínum í grófum dráttum þegar maður kýs. Aðhyllist maður einkaframtak, sem stýrt sé í réttar skorður, kýs maður Sjálfstæðisflokkinn. Fólk sem kýs Sjálfstæðisflokkinn er að kjósa tilveru sína; það er að kjósa bílinn sinn, húsið og garðinn sinn; það er að kjósa sólskin og sunnanvind. Því líst illa á kollsteypur, á borð við stjórnarskrárbreytingar, evrur og kvótakerfisuppskurð. Það sér ekkert athugavert við misskiptingu gæða og tækifæra; telur að sumir séu réttbornir til auðs en aðrir ekki. Sé maður á svipaðri línu en vill samt opna landið meira fyrir erlendri samkeppni og jafnvel taka upp evru – þá kýs maður Viðreisn. Sé maður hins vegar aðdáandi Mjólkursamsölunnar og áhugamaður um gott gengi afurðastöðva og Kaupfélags Skagfirðinga kýs maður Framsóknarflokkinn.Frá frá Fylking!Kjósendur virðast treysta öllum til að framfylgja stefnu Samfylkingarinnar – nema Samfylkingunni. Flokkurinn notaði ekki tækifærið í prófkjörunum nú til þeirrar gagngeru endurnýjunar sem hann þurfti svo sárlega á að halda og sýpur nú seyðið af því. Engu að síður: fólk sem lítur á sig sem jafnaðarmenn og telur að ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. hafi unnið gott hreinsunarstarf við hryllilegar aðstæður, þegar ríkissjóður var gjaldþrota og fjárráðin höfðu verið tekin af landsmönnum – það fólk hlýtur að minnsta kosti að íhuga það að greiða þessum forna sameiningarvettvangi íslenskra vinstri manna atkvæði sitt. VG siglir lygnan sjó; laus við síðasta villiköttinn þegar Ögmundur fór (og mikill sjónarsviptir er nú að honum). Með vinsælan og óumdeildan formann. Þau eru pragmatískir sósíalistar án þess að hafa lagt fyrir róða gömul gildi, og myndu eflaust enn í dag greiða atkvæði gegn bjór og litasjónvarpi, með öllum réttu rökunum … og bera höfuðið hátt, í trausti þess að aðrir sjái til þess að þetta verði samþykkt. Píratar eru valkostur vinstri manna sem myndu samþykkja bjórfrumvarpið. Og líður ekki á netinu eins og þeir séu að svíkjast um að lesa bókina sem þeir fengu í jólagjöf í fyrra – og rykfellur á náttborðinu. Þeim hefur auðnast að láta andann sem lék um stjórnlagaþingið streyma til sín: Ísland er ónýtt! Stofnum nýtt! Og þeim tókst að halda prófkjörin sín, laus við rútuhneyksli gömlu flokkanna, þó vissulega væri þar augsýnilega höfð misjafnlega ósýnileg hönd í bagga. Eru Píratar vinstri flokkur eða hægri flokkur? Skiptir kannski ekki máli. Eru ekki allir hættir að gefa stefnuljós hvort sem er? Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun