„Almenningsvæðing“, Bjarni? Vésteinn Valgarðsson skrifar 13. október 2016 07:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nefndi þá hugmynd á dögunum, að það ætti að „almenningsvæða“ Landsbanka Íslands. Það er gaman að sjá að boðskapur Alþýðufylkingarinnar um félagsvæðingu hafi náð svo langt, að hann sé farinn að bergmála úr herbúðum íhaldsins. Þaðan kemur hann þó svo skældur að þörf er á leiðréttingu. „Almenningsvæðing“ Bjarna er algerlega á forsendum markaðshyggjunnar. Það á ekkert skylt við félagsvæðingu, að afhenda einhver 10-20% bankans „beint til almennings“, hvort sem það er gegn gjaldi eður ei, dreift í öreindum eða stórum stykkjum, framseljanlegt eða óframseljanlegt. Bankinn er áfram rekinn í gróðaskyni og heldur áfram að draga sér fé frá fólkinu í landinu. Félagsvæðing er aftur á móti allt annað. Hún snýst aðallega um tilgang rekstrarins. Tilgangur félagslegs banka er að veita fólki hagstæða fjármálaþjónustu. Það á ekki að vera neinn annar tilgangur. Eða réttara: annar tilgangur er andfélagslegur. Fjármálakerfið á ekki að vera rekið í gróðaskyni; gróðinn á að koma fram í betri lífskjörum í landinu vegna þess að fólk þarf ekki lengur að borga okurvexti af lánum. Sumir stjórnmálaflokkar tala fyrir „samfélagsbanka“. Við í Alþýðufylkingunni viljum að allt fjármálakerfið sé félagslega rekið, ekki bara bankarnir heldur líka lífeyrissjóðir og tryggingafélög. Bjarni Benediktsson er ólíklegur til að samsinna því og enn ólíklegri til að framkvæma það. Ef fólk vill að fjármálakerfið í landinu þjóni fólkinu en ekki auðvaldinu, þá á hvorki að þiggja dúsu Bjarna né hálfkákið sem fólk kallar „samfélagsbanka“ – það á að félagsvæða fjármálakerfið, hvorki meira né minna, og útrýma andfélagslegri okurlánastarfsemi úr landinu. Fyrsta skrefið til þess að er kjósa Alþýðufylkinguna í Alþingiskosningunum í haust.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nefndi þá hugmynd á dögunum, að það ætti að „almenningsvæða“ Landsbanka Íslands. Það er gaman að sjá að boðskapur Alþýðufylkingarinnar um félagsvæðingu hafi náð svo langt, að hann sé farinn að bergmála úr herbúðum íhaldsins. Þaðan kemur hann þó svo skældur að þörf er á leiðréttingu. „Almenningsvæðing“ Bjarna er algerlega á forsendum markaðshyggjunnar. Það á ekkert skylt við félagsvæðingu, að afhenda einhver 10-20% bankans „beint til almennings“, hvort sem það er gegn gjaldi eður ei, dreift í öreindum eða stórum stykkjum, framseljanlegt eða óframseljanlegt. Bankinn er áfram rekinn í gróðaskyni og heldur áfram að draga sér fé frá fólkinu í landinu. Félagsvæðing er aftur á móti allt annað. Hún snýst aðallega um tilgang rekstrarins. Tilgangur félagslegs banka er að veita fólki hagstæða fjármálaþjónustu. Það á ekki að vera neinn annar tilgangur. Eða réttara: annar tilgangur er andfélagslegur. Fjármálakerfið á ekki að vera rekið í gróðaskyni; gróðinn á að koma fram í betri lífskjörum í landinu vegna þess að fólk þarf ekki lengur að borga okurvexti af lánum. Sumir stjórnmálaflokkar tala fyrir „samfélagsbanka“. Við í Alþýðufylkingunni viljum að allt fjármálakerfið sé félagslega rekið, ekki bara bankarnir heldur líka lífeyrissjóðir og tryggingafélög. Bjarni Benediktsson er ólíklegur til að samsinna því og enn ólíklegri til að framkvæma það. Ef fólk vill að fjármálakerfið í landinu þjóni fólkinu en ekki auðvaldinu, þá á hvorki að þiggja dúsu Bjarna né hálfkákið sem fólk kallar „samfélagsbanka“ – það á að félagsvæða fjármálakerfið, hvorki meira né minna, og útrýma andfélagslegri okurlánastarfsemi úr landinu. Fyrsta skrefið til þess að er kjósa Alþýðufylkinguna í Alþingiskosningunum í haust.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar